Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 2
/ illlllSÉll Stofnfélagar G.R. gerðir heiðu rsf élagar ■ Fjórir stofnfélagar Golf- klúbbs Reykjavikur voru boðnir til fundar með stjórn klúbbsins í golfskála félags- ins í Grafarholti s.I. föstudag. Þar skýrði formaðurinn, Ól- afur Bjarki Ragnarsson frá þeirri ákvörðun félaga G.R. að gera þesa stofnféiaga að heiðursfélögum. Þeir eru Anna Kristjánsdóttir, Óiafur Gíslason. Hallgrímur Fr. HaHgrímsson og Gunnar Kvaran, en öil hafa þau unn- ið ötullega að því að útbreiða goifíþróttina. Frú Anna er ekkja Gunnlaugs heitins Ein- arssonar fyrsta formanns G. R. og hefur sjálf mikið unnið að golfmálum, en hin- ir þrír hafa allir setið f stjóm G.R. um lengri eða skemmri tíma, og öll hafa þau ein- hver afskipti af golfi enn þann dag í dag, enda er sagt að margt sé auðveldara en að hætta með öllu að spila golf. Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður fyrir rúmum 33 ár- um, eða í desember 1934. Upp- hafið var viö gömlu sundl'aug- amar í þeim mikla iþróttadal. Laugardal — siðan fluttist starfsemin á Öskjuhlíð og nú hefui^ risið upp átján holu golfvöllur í Grafarholti, glæsilegt mannvirki, miklu meira mannvirki en þau sem félög á stærð við G.R. eru vön að glíma við. Ólafur Bjarki sagði m.a. þetta um framkvæmd irnar í Grafarholti: „Öll áherzla verður i ár lögð á vallarframkvæmdir og eru flat imar efstar á lista. Stefnt er að því að gera tvo til fjóra teiga á hverja holu, þannig að hver leiki völl við sitt hæfi og til að fá meiri fjölbreytni. Á 17 hol- um eru nú upphækkaðir teigar 6 holur hafa tvo upphækkaða teiga, en auk þess eru pallar á níu holum. Með því að velja sér teiga finnur hver sinn völl og svo er ekki ónýtt að geta bætt við sig, þegar vel gengur eða slegið af þegar illa gengur. Þá eru menn mis upplagðir og þrek ið er ekki sama hjá öllum. Golf klúbbur Reykjavíkur býður því ekki aðeins upp á 18 holur, held- ur 18 holur eftir vali. Auðvitað höfum við ekki lokið við vail- argerð, en það er eins með völl- in, húsið, golfið og féiagana.“ Áður hafa fjórir menn verið kjörnir heiðursfélagar G.R., en þeir eru Sveinn Björnsson, for- seti íslands, dr. Halldór Hans- en, dr. Valtýr Albertsson og Helgi Hermann Eiríksson. Skúli stekkur upp meö Pétri markverði KR — Þórður Jónsson horfir á. Heiöursfélagarnir, Gunnar Kvaran, Anna Kristjánsdóttir og Ólafur Gíslason. Hiallgr. Fr. Hall- ^grímsson vantar á myndina. bobd KR-Akureyri 0:3 (0:1) KR-ingar plataðir upp úr skónum! i Kári skoraði 'óll mörkin © Um daginn var Akureyrardagur á sýningunni í Laugardalshöllinni, — í gær færðist þessi Akureyrar- dagur niður á völlinn norðan við höllina. Akureyring- ar áttu leikinn og KR réði ekki neitt við neitt. Sjaldan hefur innlent lið farið eins illa með KR, stundum hafði maður það á tilfinningunni að norðanmenn væru hrein- lega að gera grín að Vesturbæingunum. KR-ingar í áhorfendahópi voru furðu lostnir, ekki sízt vegna þess að mikið hefur verið reynt til að blása lífi í glæðumar, erlendur þjálfari m. a. fenginn og liðs- menn sagðir sýna mikinn áhuga. En hvemig sem á því stendur er árangurinn í byrjun 1. deildarkeppninn- ar ekki mikill. Jafntefli náðu KR-ingar gegn Fram, sem lék einn sinn lakasta leik. Þá „átti“ KR leikinn, en gat ekki unnið hann. Nú vom það Akureyringar sem sýndu KR í tvo heimana og „áttu“ leikinn. Það var einkum seinni hálfleik- urinn sem var hrein „flugelda- sýning" af hálfu Akureyringa. Þá höfðu þeir eitt mark meö sér, Kári hafði fengið góðan bolta upp miðj una, og hann kunni lagið á því að komast framhjá miðverðinum, leika á markvörðinn og skora í tómt markið. Mjög laglega unnið. Áður hafði KR sótt talsvert lengi, mörg skot að marki. flest afar fjarri lagi. í seinni hálfleik var KR vart betra en það lakasta í 2. deild, og öllu verra þó þegar líða tök á, því að þá hreyfðu liðsmenn sig vart. Strax f byrjun hálfleiksins skall hurð nærri hælum. Kári komst 1 gegn og átti aðeins markvörðinn eft ir, en hann mun hafa danglað hend inni i Kára þannig að hann datt og náði ekki til boltans til að skora. Hins vegar skoraði Kári 2:0 á 8. rúnútu. Og það majk verður lík- lega í minnum haft, því að svo glæsilegt var það. Steingrímur fór í gegnum vörn KR að endamörkum og þaðan gaf hann stórfallegan bolta, sem Kári kastaði sér eftir, skallaði flatur í loftinu framhjá markverði KR, sem var á leið í öfugt horn. Nú var svo komið að Akureýring ar voru farnir að „plata upp úr skónum", og það í bókstaflegri merkingu því að einn KRinga missti af sér skóinn í viðureign við Akur- eyring, og er það næsta fágætur atburður á knattspyrnuvelli. kominn i ,,reisu“ í átt til hans, Kári skoraði í markið sem var markvarðarlaust, en boltinn þurfti þó að komast framhjá tveim varn armönnum KR og tókst það í alla staði, skot Kára var hnitmiðað og öruggt. Þar með var þessi leikur til lykta leiddur. Akuréyringar sóttu tals- vert grimmt, en KR-ingar áttu engin veruleg tækifæri. 1 eitt skipti gaf Halldór góðan bolta i átt að marki, en tveir KR-ingar fengu tækifæri til að skjóta, báðum mis tókst að hitta boltann, sem var líkari blautu sápustykki í meðför um þeirra. Þannig lauk þessum leik með 3:0 stórum sigri Akureyringa, og eru þeir nú efstir í 1. deild eftir 2 Ieiki með 4 stig, eru ósigraðir og hafa þó leikið tvo útileiki. Næst leika Akureyringar við Fram hér í Laugardal á iaugardagmn. Lið Akureyrar í gær var ágætt og reyndar það sterkasta, sem ég hef séð í sumar. Vömin örugg með góð an markvörð að baki sér, tengi- liðimir í ágætu standi, og Magnús Jónatansson greinilega að komast í betri æfingu. Framlínan meö Kára sem beittasta mann stóö sig mjög vel, en Steingrímur og Val steinn brugðust heldur ekki. Skúli virðist enn ekki búinn að ná sér eft ir meiðsli sem hann hlaut fyrir : skömmu. !l KR-lifeið náði aldrei saman í þessum leik og það var undarlegt að sjá menn eins og Eyleif, Ell- ert, sem kom inn á í fyrri hálfleik og raunar fieiri, að þeir sáust varla í þessum leik. Dómari var Valur Benediktsson. Hann dæmdi vel það sem hann sá, en var yfirleitt ekki á staðnum Einkennilegt er það að dómarar og þá ekki sízt Valur, virðast veigra sér við að dæma innan vitateigs, sem aftur leiðir til þess aö allt er vaðandi í hrindingum innan teigsins. Fyrir brot innan teigs ber oftast að dæma víta- spyrnu og ættu dómarar ekki að vera með neina linkind. — jbp — Kári Árnason — skoraöi þrjú! Á 16. mínútu kórónar Kári allt með að skora sitt 3. mark í leikn um og 3:0 fyrir Akureyri. Það var Valsteinn sem' dugði vel í þetta sinn komst upp að endamörkum vinstra megin, gaf fyrir markið, til Kára, þegar markvörðurinn var

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.