Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Mánudagur 10. júnf 1968. VÍSIR Otgeíandi; Reykjaprent hl. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti l. Simar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjaid kr. 115.00 á mánuöi innanlands ! lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Visis - Edda hf. Hvað eru almannavarnir? ^lmannavarnir er nýlegt hugtak í íslenzku máli. Fæstir gera sér ljósa grein fyrir eðli og markmiðum alntannavarna, enda hafa þær tiltölulega lítið verið kynntar hér. Sérstök lög bíafa samt verið til í nokkur ár um almannavarnir og starfrækt hefur verið skrif- stofa, sem unnið hefur að margvíslegum undirbúningi og rannsóknum og haldið námskeið í almannavörnum. Athyglisvert er, að kommúnistar hafa lengi reynt að gera þessa starfsemi tortryggilega. Austri Þjóð- viljans hefur m. a. gengið fram fyrir skjöldu og skrif- að gegn almannavörnum á sérkennilegum forsendum. Hann hélt því fram, að ekki mætti byggja kjarnorku- skýli og útbúa slík skýli í híbýlum manna, því að það væri „að grafa sig lifandi“ og búa „í sambýli við ána- maðkinn“. Á öðrum stað í greininni segir Austri um Kínverja: „En sá tími kann senn að koma, að þeir hætti að vera fómardýr, að þeir haldi til jafns við þá valdhafa, sem nú ógna með kjarnorkuvopnum og hafa áður beitt þeim, og þá muna menn eftir gömlu endurgjaldsboð- orði, sem fjallar um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“. Má skilja á Austra, að ekki sé nema rétt mátu- legt á íslendinga að verða fyrir barðinu á Kínverjum vegna stuðnings við stefnu Bandaríkjanna. Þessi áróður gegn almannavörnum hafði dálítinn hljómgrunn um tíma, en nú er það úr sögunni. Haf- ísinn og flóðin í vetur hafa sannfært hina vantrúuð- ustu um nauðsyn skjótrar eflingar almannavarna. Þeim fjölgar sífellt, sem kveða sér hljóðs um þetta á opinberum vettvangi. Almannavarnir eru tvíþættar í eðli sínu. í fyrsta lagi eru þær vörn gegn illvirkjum mannanna og í öðru lagi gegn náttúruhamförum. I almannavömum felst að kunna ráð til verndar almenningi í kjamorku- árás á landið og ráð til að hindra skaðleg áhrif hér á landi af völdum kjarnorkuátaka annars staðar í heim- inum. í almannavörnum felst einnig að kunna ráð til að verja fólk fyrir flóðum, jarðskjálftum, eldgosum, hafís og stórviðrum, — og óbeinum áhrifum þessara náttúruhamfara. Útbúin eru skýli í húsum og önnur byggð sérstak- lega. Séð er um, að nægilegt magn sé til af mat og annarri nauðsynjavöm í hverju héraði landsins og að landið í heild eigi til langs tíma birgðir af olíu, komi og ýmsum öðrum innfluttum vömm. Varavélar eru settar upp á mikilvægum stöðum til notkunar í raf- magnsleysi og raforkuver em samtengd. Komið er upp heildarskipulagi um björgunarstarf, æfðar björg- unarsveltir og þær búnar vel að tækjum. Aðstaða er til skyndilegrar sjúkrahjálpar og fjarskiptakerfi er í fullkomnu lagi. Á flestum þessum sviðum eigum við enn mjög langt í land. Hlnn 5. þ. m. var ár liöiö frá upphafi leifturstyrjaldarinn- ar — sjö daga styrjaldarinnar, milli ísraels og hinna nálægu arabísku nágrannalanda þess, en þegar i upphafi hennar sigr- aöi fisraelski flugherinn flugher Egyptalands sem sföan hefur ver ið efldur á ný meö sovézkri hjálp. Cigursins í þessari styrjöld var ekki minnzt opinberlega í ísrael, en í hinum arabíska hluta Jerúsalem efndu Arabar til allsherjarverkfalls. 1 mörg- um Arabalöndum var tækifær- ið notað til áróðurs gegn Israel. í Kairo var mikil hersýning og m. a. flugu þotur af sovézkri gerð lágt yfir Kairo til þess að sýna almenningi, að flugherinn væri nú til alls búinn, og Nass- er forseti flutti þrumandi ræðu. Og eins og að Iíkum lætur krafðist hann og fleiri Araba- «1 Shcikh Sínaí-auðn og nálægar slóðir. SAUDl ÁRABIEN Israelsmenn láta ekki Sinai-auðnina af hendi Það er vegna, samningsaðstöðu en ekki miðað við að leggja landið undir Israel leiðtogar, að herteknu löndun- um yrði skilaö aftur, og hótaö styrjöld síöar meir, ef ísrael þverskallaðist við þeirri kröfu. Alkunna er, að stööugt er reynt fyrir atbeina Sameinuðu þjóöanna að fá aðila til að setj- ast að samningaborði, og ekki mun vonlaust um að það tak- ist, þótt enn kunni dráttur á að verða, en ljóst er aö friðsamleg lausn næst því aðeins. að til- veruréttur ísraels verði viður- kenndur af Arabaríkjunum, og til þess hvetja hinir hófsamari Arabaleiðtogar, eins og Bo- urgulba Tunisforseti. Um skilyrði og kröfur af hálfu aðila er svo margt að segja, að ógerningur er að gera nema einu atriði nokkur skil i stuttri grein, og verður að þessu sinni rætt um Sinai-auðn- ina, sem ísraelsmenn hertóku. Þaö virðist augijóst, aö fsra- elsmenn ætli sér að skila þessu landi, þótt þeir vllji halda þar yfirráöum sfnum tll sterkari samningaaöstöðu. Um þetta segir einn af frétta- riturum New York Times: 1 efri hluta Sinai-auðnarinnar er landflæmi að verpast sandi, þar sem þúsundir manna féllu, og hvarvetna gat að líta til skamms tima rifrildi af her- gögnum og flutningatækjum, eftir að búið var að flytja burt allt sem var í ökufæru standi, eða þaö sem ekki þurfti nema lítillar viðgerðar við, til þess að koma þvi burt. Það, sem eftir er, og minnir á undanhald Eg- ypta til Suezskurðar, er að hverfa fyrir fullt og allt hulið f þykknandi sandlagi. Mánuðum saman eftir styrj- öldina var unnið að þvi, aö flytja burt hið nýtilega, og til skamms tíma var unnið að því aö flytja burt ónýt hergögn sem brotajárn, en nú er þetta orðið of erfitt og hætt við það. En vindar og sandurinn eru á- fram að verki. Afstaða ísraels er að gera að- eins hið .allra nauðsynlegasta af sparnaðar- og öryggisástæð- um. en miða ekki viö -að vera um langan aldur í landinu. Lagðar hafa verið vatnsleiösl ur i auðninni, en það er gert til þess aö geta birgt herstöövam- ar á austurbakkanum upp af vatni. Vegum er haldið opnum og ferðamönnum leyft að koma og skoða sig um. en fyrir- greiðsla er takmörkuð. í E1 Arish geta menn fengið bensin og á stöku' stað eru búðir, þar sem þeir geta keypt allra brýn ustu nauðsynjar. Enn dæla Egyptar oliu frá egypzkum olíubrunnum á aust- urbakkanum, þvi að það er þeirra hagur, en þeir hafa ekki lagt út I að starfrækja mangan- og kolanámumar, vegna óviss- unnar um að það gæti orðið arð- bær rekstur. Á bakkanum vom mörg þorp með fögrum smáhúsum, en þau standa auð og tóm. íbúamir hurfu á brott. Stærsti bærinn I Sinai-auðn- inni er E1 Arish. Þar búa 30.000 manns. Hann er efnahagslega tengdur Ghazaspildunni. Þótt þorpin séu nær öll auö mun mega gera ráð fyrir, að um 2000 manns búi dreift á þessum slóð- um, og 1 vinjum (óösum) I auðn- inni búa um 40.000 Bedúinar. Þeir era sú raunveralega Sinai- þjóð, sem á liðnum öldum hef- ir orðið að horfa upp á, að inn- rásir vora gerðar I land þeirra eigi sjaldnar en fimmtíu sinn- um og komu þar herir margra þjóöa við sögu. (Heimild: Rit C. S. Jarvis, sem eitt sinn var brezkur landstjóri I Sinai). Israelsmenn hafa um 500 Beduina við ýmis störf. ísrael sér íbúunum fyrir vatni og út- hlutar um 15.000 matvælapökk- um á mánuði til purfandi fólks. Af hemumdu svæöunum hafa ísraelsmenn mætt minnstum erf iðieikum í Sinai, og þeim er mestur hagur f að halda Sinai — þar til samkomulag næst, ti) þess að hafa sterkari aðstöðu til samninga sem fyrr er sagt. Dan Hiram ofursti, einn helzti varnasérfræðingur ísraels hefir sagt: Ég geri ráð fyrir, að þegar ísraelsstjóm segist ekki láta af hendi hemumdu svæöin, fyrr en varanlegur friður er tryggöur og tilvera ísraels, eigi hún við Sinai-auðnina framar öðrum. ísraelsmenn hafa sem að lík- um lætur allar mikilvægar fyrr verandi egypzkar herstöðvar i Sinai á sinu valdi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.