Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Mánudagur 10. júní 1968. 3 Framarar mættu ekki i Eyjum: Reiði í Eyjum vegna frestunar talab um „falsað" skeyti mótanefndar B Mikil gremja var rikjandi í gær meðal knattspyrnufor- ustunnar í Vestmannaeyjum og áhugamanna þar vegna þess að Framarar ásamt dóm- ara og línuvörðum mættu ekki til leiksins, sem þar átti að fara fram kl. 16 í gær. Benda Eyjamenn á að tvíveg is hafi verið flogið í gær til Eyja og ekkert hafi átt að vera í veginum. Þá undruð- ust menn þar að sögn frétta- manns blaðsins, Alexanders Guðmundssonar, að skeyti barst um frestun um óákveð- inn tíma, undircjtað móta- nefnd, sem enginn úr móta- nefnd sendi þó. Framarar mættu á flugvelli laust eftir hádegi í gær, en þá var „ófært til Eyja“, slagorð í innanlandsfluginu „en athugað næst kl. 4“. Það næsta sem gerðist er það að . Vestmannaeyjaflugvöllur opnast skyndilega og var þá flogið þangað kl. 14.30, en reynt áður að ná I Framarana og mættu þeir á flugvelli i tíma nema 3 menn sem komu öf seint. Að því er einn af tals- mönnum Fram tjáði blaðinu í gær þótti ekki gerlegt að fara án þessara manna og flugfélag- ið ekki möguleika á að bíða nokkrar mínútur í þeirri von að í mennina næðist. Var flug- vélin því iátin fara án Framara, sem að auki töldu sig illa út- búna til leiks gegn Eyjamönn- um, þar eð ákveðið hafði þá verið að láta leikinn fara fram á malarvellinum, þvf að gras- völlurinn var allur á floti. I Eyjum biðu áhorfendur eftir leikmönnum, sem ekki birtust. Mættu þeir á báðum völlunum, enda hafði breytingin verið gerð snögglega. Það mun hafa verið framkvæmdastjóri KSÍ, Árni Njálsson, sem tók ákvörðun um að fresta leiknum og hefur lík- lega sent skeytið í nafni möta- nefndar til formanns iBV, Stef áns Runólfssonar. Tveir móta- nefndarmanna munu vera utan lands, en í þann þriðja, Jón Magnússon náðist ekki í vegna málsins í gær. Töluðu menn f EVjum því í gær um „falsað" skeyti og voru menn bæði sár- ir og reiöir vegna þessa, vildu jafnvel fá Vestmannaeyingum dæmJ stigin fyrir þennan leik. Leikurinn mun hins vegar fara fram i Eyjum í kvöld kl. 20.30, — þ.e. svo framarlega sem ekki verði þá „ófært til Eyja”, hvort sém það verður vindáttin eða mistur eins og var í gaer. Puskus dæmdur í sekf í Banda- ríkjunum Púskas, hinn heimsfrægi ung- verski knattspyrnumaður var dæmdur fyrir ósæmiiega hegðun á knattspymuleik í Bandarfkjun- um til að borga 300 dali í sekt auk þess að fá ekki að skipta sér af liöi sínu The Royals frá Van- couver. Þetta gerðist í leik gegn Dana-lið 10. sfða í kvöld koma íslandsmeistarar Vals aftur fram í 1. deildinni, annar leikurinn í mótinu, einn- ig á útivelli í þetta skiptið. Nú keppa Valsmenn í Keflavík á grasvellinum þar. Leikurinn hefst kl. 20.30. Þrem deildaleikjum var frestað í gær Leik Akurnesinga við ísafjörð/ Siglufjörö var frestaö í gær, þar eð úrslitin um það hvort liðanna, Sigiufjörður eða Isafjörður verður áfram í 2. deild hafa enn ekki feng izt. Leik í 3. deild var einnig frestað í gær, Ieik Völsunga við Sandgerði þar syðra. Völsungar töldu sig hafa fengið mótsskrána of seint f hendur til að geta komið suður. Var fallizt á beiðni þeirra um frestun. Var því þrem deildarleikjum af 6 frestað í gær. Heldur slök byrjun á deildakeppninni. en von- andi verður minna um slíkt fram vegis. Pólland-Noregur 6:1 Norðmenn byrjuðu ekki sér- lega glæsilega í gær f lands- leikjum sumarsins. Þeir léku við Pólverja í Oslo og töpufíu með 6:1, en i hálfleik var staðan 3:1. Bæjarstjórarnir keppa! B Það þykir góð upplyfting að bregða sér á golfvöll, ekki sízt ef menn eru komnir á þann aldurinn að nenna ekki lengur að eltast við fótbolta eða því um líkt. Golfklúbbamir, sem nú rísa sem óðast upp hafa allir sín föstu mót, sum mjög nýstár- leg, t. d. hefst keppnistímabilið hjá klúbbnum á Hvaleyri. Golf- klúbbnum Keili, með bæjar- stiórakeppni. Bæjarstjórarnir kepptu nýlega á vellinum, en boðið er bæjdTstjór- um Hafnarfjarðar og Kópavogs sveitarstjóra Garðahrepps og odd- vita Bessastaðahrepps, en félags- svæði klúbbsins nær til þessara fjögurra sveitarfélaga. Sem gestur keppti Hjálmar Vilhjálmsson ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- Eftir harða og tvfsýna baráttu lauk keppninni svo, að Eyþór Stef ánsson, oddviti Bessastaðahrepps sigraði á 48 höggum, enda var að stoðarmaður hans enginn annar en Jóhann Níelsson framkvæmdastj Hjartavemdar. Hjálmar bæjarstjóri í Kópavogi þurfti einu höggi meira 49 högg, en aðstoðarmaður hans var Þorvarður Árnason, þá kom Kristinn bæjarstjóri I Hafnarfirði með 56 högg og naut hann aðstoðar Stefáns Reumerts (Páls Reumerts), Clafur Einarson sveitarstjóri í Garðahreppi notaði 59 högg með aðstoðarmanni sínum Jóhanni Ey- jólfssyni. Hjálmar, ráðuneytisstjóri notaði 51 högg, en hann keppti sem i g. ;tur og fékk aðstoð Sveins Snorrasonar hrl. ELLEN SETTI Ekki stingandi strá ISLANDSMET 1 knattspyrnuvelli Akureyrar — Leiknir jafnaöi met Harðar B. Finnssonar i 100 metra bringusundi Ellen Ingvarsdóttir úr Ár- mannl bætti met sitt í 200 metra bringusundinu í gærdag í Laugardalslauginni á innan- félagsmóti, sem þar fór fram. Hún synti á 3.01.4 mín., bætti met sitt um 4/10 úr sekúndu. Er ekki vafi á að hún á eftir að stórbæta þetta met sitt á næstu mótum og fara langt und ir 3 mínútna-markið. Leiknir Jónsson, Ármanni jafn- aði á þessu móti 5 ára gamalt met Harðar B. Finnssonar i 100 m bringusundi, sem sett var í Svíþjóð meðan Hörður dvaldi þar og er met þeirra 1.14.9. Einnig þetta met mun á efa fjúka á næstunni. Athygli vakti sund Finns Guð- mundssonar. Hann æfir daglega í litlu lauginni á Akranesi, sem er tólf og hálfur metri á lengd, en hér synnti hann 100 metra skriðsundið ! í 50 métra laúg á 1.00.6 og var j greinilegt að hann á er'tir að aðlaga j sig þessari brautarlengd. Þess vegna er spurningin sú hvort Guðmundur Gíslason eign- ast ekki þarna skæðan keppinaut . á næstunni? Æfa á túnbletti v/ð flugvöllinn — rætt við Einar Helgason bjdlfara „Það getur varla heitið að stingar.di strá sé á vellinum okkar“, sagði Einar Helgason bjálfari Akureyringa.ona að leik loknum í gær, en þá hreinlega léku þessir vallar- iausu menn sér að KR-ingum, sem reyndar ráða vfir 2 fal- legum grasvöllum og einum malarvelli á félagssvæði sínu i Kaplaskjóli, og hafa dýran og góðan, erlendan þjálfara. — Og hvar -hefur verið æft? „Við höfum verið svo heppn- ir að forstjóri Flugfélags íslands á Akureyri Kristinn Jónsson, út vegaði ckkur grasflöt úti við fiugvöll, en þar var sáð í flöt og er grasið ágætt. Hins vegar íel ég litlar líkur til að grasið á fþróttavellinum verði orðið gott fyrr en undir mánaðamót" sagði Einar. Einar sagðist hafa borið tals verðan kvíðboga fyrir þessum leik við KR, sérstaklega var hann hræddur við tvo leikmenn, sem hann hafði heyrt látið mikið látið af, Eyleif og Halldór Björnsson, en ekki hefði sér virzt stafa stórkostleg hætta af þessum tveim f leiknum. — Bjartsýnir? „Já, við erum bjartsýnir, höf um ekki byrjað svo vel fyrr í 1. deild, og auðvitað reynum viö að halda áfram á sömu braut í mótinu". sagði Einar að lokum, en hann var fyrir nokkrum ár- um markvörður Akureyringa og einn sá bezti hér á landi sem slíkur. — jbp — QGREIDDIfí i REIKNINGAR ’ LATIÐ OKXUR INNHEIMTA... Þad sparar yður tima og óbægmdi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.