Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 10. júní 1968. 9 8. skoðanakönnun V'isis: Viljið Jbér, að Islendingar gerist aðilar að Friverzlunarbandalaginu, EFTA? Meirihluti fólks hefur ekki myhdað sér skoðun um aðiid að EFTA — EN ÞEIR, SEM HAFA SKODUN, VILJA YFIRLEITT AÐILD • Þaö hefur verið mikið rætt að undanfömu, hvort ís- lendingar ættu að sækja um að ild að fríverzlunarbandalögum. Nú eru í Evrópu þrjú slík meg inbandalög og standa fslending ar utan þeirra allra, enn sem komið er. Margir hafa reynzt því fylgjandi, aö við yrðum með iimir í einu þessara bandalaga það er Fríverzlunarbandalaginu eða EFTA, eins og þaö er skammstafað. Málið hefur um skeið verið f athugun hjá stjóm völdum. D í skoðanakönnun, sem Vísir hefur beitt sér fyrir kemur í ljós að meirihluti fólks hefur ekki gert málið upp við sig og flestir vita lftið um bandalagið. Hins vegar vill yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem á annað borð hafa myndað sér skoðun, Fólk tók könnuninni yfirleitt mjög vel. Eins og fram kemur af töflunni, höfðu, margir enga hugmynd um, hvaö Fríverzlun- arbandalagiö væri, en þeir voru fleiri sem lítiö höfðu um máliö hugsaö, þótt þeir heföu heyrt pess getiö. Miklu fleiri svöruöu játandi en neitandi. Geröu sum- ir grein fyrir sjónarmiöum sín um, til dæmis Akureyringur einn, sem taldi fsland svo mikiö í „útstáelsi" hvort eö væri, að sjálfsagt væri að demba sér í þetta líka. Aörir voru fylgjandi aðild, ef þjóöin gæti haldið sjálfstæöi sínu, þrátt fyrir hana. Margir töldu aöild æskilega, ef atvinnuhættir geröu hana nauð synlega, og nokkrir töldu hana óhjákvæmilega, ef fslendingar ættu ekki að dragast aftur úr Svör alls 163 — 80 karlar og 83 konur Með aðiBd 53 eða 32% Móti aðild 13 eða 8% Óvissir 97 eða 60% Með prósentutölu þeirra, sem afsfóðu hafa i málinu, litur taflan þannig út: Með aðild 80% Móti aðild 20% að af slíkri aðild verði, ef við- unandi skilmálar nást. Báðar þessar aðalniðurstöður eru mjög athyglisveröar. Fríverzlunarbandalagiö EFTA var stofnaö í maí 1960. Með- limir voru sjö ríki: Bretland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Portúgal, Austurríki og Sviss. f júní 1961 varð Finnland auka- meðlimur. Aðalmarkmiö banda lagsins var frá upphafi að af-1 nema alla tolla (þaö er verndar tolla) á iönaðarvörum i viö- skiptum milli rikja innan þess. Þessu marki var náð í desember 1966. Ennfremur hefur banda- lagið þaö markmiö, að hin þró- aöri ríki aöstoði hin vanþróaðri við þróun fiskveiða og land- búnaðar, þótt afnám tollanna hafi ekki náö til slíkra vara - hingaö til. Spuming Vísis var borin upp við samtals 163 aöila 80 karla og 83 konur, sem búa í Reykja vík, Seltjarnarnesi. Kópavogi, Hafnarfirði, Garðahreppi og Ak úreyri. Á þessu •svæöi býr meiri hluti þjóöarinnar, svo að allgóö heildarmynd heföi átt aö fást af skoðunum fólks í landinu. Hringt var í símanúmer á á- kveðnum stöðum í símaskrá. Var sagt, aö könnunin væri framkvæmd á vegum frétta- stornunar í Reykjavík, en ekki skýrt frá hver hún væri, unz svörin voru fengin. Var það til þess aö hafa ekki áhrif á svörin. í samkeppni á heimsmörkuöun- um. Þeir töldu fráleitt að vera á móti aðild. Af hinum óvissu svöruöu flestir eitthvaö á þessa leiö, að þeir teldu sig ekki hafa næga þekkingu og geröu sér ljóst að viö veröum aö fara var- lega sökum fámennis okkar. Af hinum 80 körlum, sem spuröir voru, voru 30 fylgjandi aöild, 10 á móti, en 40 óvissir. Af 83 konúm voru 23 meö, 3 á móti en 57 óákveðnar. Eru því mun fleiri konur, sem lítt hafa velt málinu fyrir sér. Hins veg- ar eru færri konur en karlar á móti aðildinni. Þaö veröur aö teljast mikiö vafamál, hversu mikiö er leggj- andi upp úr þessari könnun. Ef til vill hafa margir þeirra, sem svöruðu játandi eöa neitandi lítiö um máliö hugsaö, enn sem komiö er. Full þörf er á að kynna þetta mikilvæga mál bet ur fyrir öllum almenningi í land inu. Ættu forystumenn f þjóð- málum að taka slíkt að sér, hver frá sínum sjónarhóli. Til frekari skýringa á eöli þessa bandalags og afleiðingum þess fyrir íslendinga, ef þeir yrðu meðlimir í því skal aö lokum stuttlega sagt frá sjónar miðum Þórhalls Ásgeirssonar, .ráðuneytisstjóra, sem fram komu i erindi hans á ráöstefnu félagsins Varöbergs fyrir um tveimur árum. Margt af því, er þar kemur fram, er í fullu gildi enn í dag, séð frá sjónarhóli þeirra, sem eru fylgjandi aöild, sé vissum skilyrðum fullnægt. Hér skal ekki tekin afstaöa til málsins, hvorki meö né móti. S AGAN. 1 upphafi erindisins bendir Þórhallur Ásgeirsson á, að EFTA var í upphafi spáö stuttri ævi, þótt þaö lifi enii. Er EFTA var stofnað, urðu aöeins fjögur lönd, sem voru meðlimir í Efna hagsstofnuninni, utangarös, Is- land, írland, Grikkland og Tyrk land. Ræðumaður telur þaö mik inn skaöa og óhapp, aö ísland EFTA-LÖNDIN: Talið að of- an: Austurríki, Danmörk, Finnland, Noregur, Portúgal,. Svíþjóð, Sviss, Bretland. Bæt- ist fsland við? geröist ekki aðili aö EFTA áriö 1961. Víst voru vandamálin mörg, en aðalkosturinn við aöild var skuldbindingin um skipu- lega lækkun íslenzkra tolla i á- föngum, sem íslenzkur iðnaöur var þá á flestum sviðum fær um aö mæta. Slikar árlegar tolla- lækkanir heföu vafalaust getað stuölað að miklu stöðugri þró- un verðlags og kaupgjalds held ur en við höfum upplifað síöan. EFTA-löndin höfðu hug á, hvem ig þau gætu náð samkomulagi viö Efnahagsbandalag Evrópu, EBE. Viö fórum líka að gera slfk ar tilraunir, og fulltrúar ýmissa hagsmunasamtaka lýstu sig all ir, aö undanteknum fulltrúa Al- þýöusambandsins hlynnta þeirri hugmynd, að Island ætti aö leita viöræöna um tengsl viö Efnahagsbandalagiö, án nokk- urra skuldbindinga þó. Er Bret- ar áttu í samningum viö EBE, var afstaða ríkisstjórnarinnar aö biða átekta. Er þeir samningar strönduöu, var reynt að draga úr óhagstæðum áhrifum EFTA og EBE á viðskipti okkar. ísland gekk þá i tollasambandið GATT og geröi ráö fyrir, aö afleiðingin yröi verulegar tollalækkanir og draga myndi úr þeim tollamis- mun sem fór vaxandi í markaðs bandalögunum. VANDAMÁLIN. í 6. grein EFTA- sáttmálans eru fjáröflunartollar undanþegn ir, óg því aðeins skylt aö fella niður vemdartolla. Þótt þetta virðist lítið í fyrstu, ætti að vera unnt aö hafa af því verulegar hagsbætur. Um ákvæöi sáttmál- ans um atvinnurekstur er þaö aö segja, aö túlka ber það svo að aðildarríki EFTA geta á sama hátt og áöur haft fulla stjóm á því, hvaöa erlendir að- ilar fá atvinnurekstrarrétt- indi í hverju landi. Þá ræddi Þórhallur Ásgeirs- son sérstaklega um vandamál vegna aöildar íslands. Um vandamál iönaöarins mætti benda á tvö óvanalega myndar- leg fýrirtæki, Kassagerö Reykja vikur og Hampiðjuna, sem risiö hafa hér upp án tollvemdar og staðizt samkeppni viö innflutt ar vörur í áratugi. Fyrir þessi fyrirtæki væri aðild aö EFTA stuöningur en ekki áfall. Ýmiss konar þjónusta og vörur yröu þeim ódýrari vegna tollalækkun ar og aukinnar samkeppni. Til aö auðvelda öörum fyrir- tækjum aölögunina kæmi helzt til greina: 1. Aö lækka hráefnlstolla í fyrstu meira eöa fyrr en toll á fullunnum vörum. 2. Að veita fyrirtækjum styrk, lán eða tækniaðstoð til hagræö- ingar og framleiðsluauknlngar. 3. Aö auka samvinnu milli inn- lendra fyrirtækja f skyldum greinum. Um viðskiptin við Austur- Evrópu: „Til skamms tíma myndi ég ’ hafa talið, að jafn- keypisviðskiptin væru erfiöasta vandamál okkar samfara þátt- töku i fríverzlunarbandalagi. En á fáum árum hafa viðskipti okk ar við Austur-Evrópu tekið svo m-J 13. síöa I \ (tesm Teljið þér, að ísland eigi að sækja um aðild að F ríverzlunarbandalag- inu, EFTA? Blaðið spurði fólk á fömum vegi. Ólafur Mariusson, kaupmaður: „Þetta er mjög langsótt og snú- iö mál, sem þarf að kynna bet- ur. Sennilega kæmi til greina að taka þátt í bandalaginu að ein- hverju leyti, en íslenzkur iönað- ur hefur oft farið halloka fyrir innflutningi erlendra iðnaðar- vara. Á það til dæmis við um fataiönaöinn." Sverrir Elíasson, bankamaður: „Máliö hefur of lítiö veriö kynnt til þess að hægt sé aö mynda sér ákveöna skoðun. Hins vegar höfum við lagt of mikla áherzlu á iðnað, sem er aukaatriði, en of lítið lagt upp úr t. d. fiski sem hráefni fyrir iðnað. Ullar- iðnaður og skógerö hafa tekizt vel hérlendis. Aðild að EFTA gæti oröiö hagkvæm." Þorvarður Jónsson, yfirverkfræð ingur: „Ef til vill væri bezt aö sækja um aukaaöild, þar sem við eigum erfitt meö að full- nægja skilyrðum fullrar aðildar. Varast veröur, að erlend atvinnu fyrirtæki nái tökum á markaðn- u. . hér, sérstaklega í fiskiðn- aöi.“ Jón Ólafsson, sjómaður: „Við eigum að taka þátt í öllu al- þjóðasamstarfi, sem viö hö-gn- umst á. Erlendu fjármagni hér á landi verðum viö að ráða sjálfir. Háir tollar erl'endis hafa mjög háð fisksölu og þarf aö bæta úr því.“ Isleifur- Gissurarson, leigubíl- stjóri: „Já. Viö þurfum að fá lækkaöa tolla á þeim vörum, sem viö flytjum út. Ég tel, að iðnaður hér sé sambærilegur viö iðnað í EFTA-löndunum.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.