Vísir - 31.08.1968, Page 10

Vísir - 31.08.1968, Page 10
10 V1S IR . Laugardagur 31. ágúst 1968. ■llirilllHIHIIIIII ..illiTlíli i II IIIMII i| III1I1IHIIIIMWIIIIBIII —1||||IIIH KANNA FÓÐUR- SKORT BÆNDA • Harðærisnefnd sú, er skipuð var í fyrra vegna ástands í land- búnaðinum, mun halda áfram störfum og gera ýtarlega könnun á fóðurskorti og fjarhagslegri af- komu bænda á þeim svæðum, er verst hafa orðið úti. Nefndin hefur ráðið starfsmann, Árna Jónasson, fyrrum bústjóra. Könnunin er i deiglunni, og mun standa fram eft ir hausti. Væntanlega mun nefnd- inrri fsliö að gera tillögur til úr- bóta að athugun lokinni, eins og hún gerði í fyrra. Harðærisnefnd hefur nýlokiö ferð um nokkrar sýslur á Vesturlandi og Vestfjörðum og rætt við forsvars menn bænda. Hefur víöa rætzt bet- ur úr en á horfðist meö heyöflun. í nokkrum sveitum er þó augljóst að um tilfinnanlegan heyskort verð- ur að ræða vegna nýrra og gamalla kalskemmda í túnum. Flestir bænd ur reyna að bæta úr heyskortinum með heyskap á eyðibýlum og engja slætti. Sumir hafa þegar keypt nokkurt heymagn úr fjarlægum hér. uðum, og aðrir óska eftir að fá hey keypt. f nefndinni eiga sæti þeir Jón L. Arnalds, deildarstjóri, formaður, Einar Ólafsson, Lækjarhvammi, og Halldór Pálsson, búnaðarmála- , stjóri. Lækkun kostnaðar \ itmnm m->- 9. siðu. verið sakaðir um aðgerðarleysi, hvað lækkun byggingarkostnað- inum áhrærir og það er búið að taka af þeim frumkvæðiö við stórframkvæmdir eins og í Breiðholti, enda skortir þá bæði frjárhagsaðstöðu og sam tök til slíks. — Samt sem áður hafa einstakir iönaðarmenn náð furðugóðum árangri meö reynslu sinni, hagsýni pg dugn- aði. Vissulega hafa þeir margir, ekki sízt nú upp á síðkastiö eftir að harðna tók í ári á fast eignamarkaðinum, þvegiö af sér húsabraskarastimþilinn. — Meistari, sem hefur eitt til tvö stigahús af fjölbýlishúsi J tak- inu, eða jafnvel heilt hús getur ef vel er á haldið byggt æði ó- dýrt. Hann hefur góða yfirsýn yfir verkið og fylgist með því öllu sjálfur. Bókhaldið hefur hann ,,í vasanum", ef honum lík ar svo, þannig að skrifstofu- kostnaður verður enginn. Sjálfsagt væri hægt að sam- ræma slík vinnubrögð betur með góðum samstarfsvilja, gera hag- kvæmari innkaup og nýta betur efni ag tæki en gert er. Á þetta reynir nú þegar iðnaðarmenn hafa sameinazt um stórverkefni í íbúðarbyggingum og verður fróðlegt aö fylgjast með árangri af þeirri tilraun. Þó að einstök samtöik al- mennra húsbyggjenda hafi náð góðum árangri svo sem frægt var af „Reynimelsblokk" Bygg- ingafélags sjómanna og verka- manna, getur slíkt ekki talizt neinn sérstakur áfangi til lækk- unar byggingarkostnaðinum. — Árangurinn fer eftir því, hversu góð forystan er og hún hættir að skipta sér af byggingamálum í flestum tilfellum um leið og hún er komin í sína íbúð og lok- ar þar inni hjá sér þá reynslu, sem hún kann aö hafa aflað sér. Undirbúningurinn Það eru mörg heilræöi, sem húsbyggjandi þyrfti að kunna til þess að koma húsi sínu heilu í höfn. En fæstir vita neitt í sinn haus, þegar þeir byrja, annað en það að íbúðin á að verða ódýr. Hvernig hún á að verða það vita þeir ekki. Hins vegar má hvergi slaka á þeim háu kröfum, sem við íslendingar gerum tii híbýla okkar. En menn gera ekki alltaf rétt, þegar þeir byrja á því að spara. Og eitt spara menn oftast hvaö tilfinnanlegast í byrjun, og þaö er sjálfur undirbúningurinn. — Það er mikils virði að hafa hvern hlut skipulagðan fyrirfram, og nauösyniegt að hafa næg ráð í upphafi til þess að sigrast á þeim þúsund ljónum, sem verða á vegi húsbyggjandans. Eitt af því sem menn vilja gjarnan spara eru undirbúnings- teikningar eins og til dæmis teikningar á steypustyrktarjárni, leiðslum og slíku. Þær eru fengn- ar svo ódýrar sem kostur er og svo þarf kannski að brjósta gat á marga tommu múr í hverju horni hússins eftir á. Þar með er teiknispamaðurinn kominn marg faldur á kostnaöarhliðina. Menn skyldu vera búnir að gera sér grein fyrir öllu skipulagi hússins eöa íbúðarinnar, áöur en bygg- ingin hefst, svo að ekki þurfi að gera ráðstafanir þegar þar að kemur til þess að hægt sé að hafa hlutina eftir sínu höföi... Og hugsa svo, þetta hefði ég getað séð fyrir og sparað mér stórfelldan aukakostnað. Þannig má spara við húsbygg ingar með hagkvæmni og skipu- lagi, án þess til greina komi alls- herjar ráðstafanir til þess að halda niöri byggingarkostnaðin- um. Þannig getur hvert bygging- arfélag sparaö og þannig getur hver einstaklingur sparað. Vissu lega hafa tæknimenn og arkitektar, sem eiga að vera ráð- gefendur fólks í þessum efnum ekki hreinan skjöld f þessum efnum. Veigaminnsta atriöið við bygg- ingarsparnað er auðvitað ekki fjármagniö, þó að þaö sé hér að síðustu nefnt. Fyrirfram tryggt fjármagn er að sjálfsögðu eitt af undirstöðuatriðum lágs bygg- ingarkostnaðar. Meö trýggu fjár- magni er hægt að ráða hraða byggingarinnar og hafa hann sem heppilegastan og ennfrem-, ur er með tryggu fjármagni kom ið í veg fyrir óþarfar tafir, sem oft verða vegna fjárhagsörðug- leika og kosta menn offjár. Hér á landi veröa vonandi I framtíöinni geröar tilraunir meö nýjar byggingaraðferðir. sem eiga eftir að gefa mönnum kost á ódýrari íbúöum. — Slíkar til- raunir eru raunar á döfinni og má til dæmis benda á athyglis- verða tilraun með mátsteinshús, sem fyrirtækið Jón Loftsson er nú aö kynna. Það væri vel ef fleira slíkt kæmi til. Menn bíða til dæmis eftir því I ofvæni að íslenzkur iönaður verði fær um að verk- smiðjuframleiða hús, svipuð og gerð eru á Norðurlöndum og flutt voru inn til Framkvæmda- nefndar byggingaáætlunar fyrir offjár í erlendum gjaldeyri. J. H. III 1« II I ■ I —IIIIIMI I I ' t: Aukin sala á heimilis- tækjum Otti v/'ð efnahags- aðgerðir veldur Uggur fólks vegna hugsan- legra aðgerða í efnahagsmálum í byrjun vetrar, og þá einkum gengislækkun, mun hafa valdið því, að þaö flýtir kaupum á ýms um dýrari vörum. Hefur þetta komið fram í sölu á heimilis- tækjum ýmiss konar, að því er verzlunarmenn segja. Blaðið ræddi við verzlunarstjóra í fjór- um fyrirtækjum, er verzla með slík tæki. Friðrik Stefánsson hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga kvað tölu vert meira hafa selzt af heimilis- tækjum í seinni tíð en venjulega. Væri eftirspurn geysileg, einkum eftir frystikistum og þess háttar. Taldi hann vafalaust, aö ótti við gengislækkun ylli þessari aukningu. Hjá Heklu — véla- og raftækjaverzl un — varð Stefanía Davíösdóttir fyrir svörum. Hún sagöi söluna meiri en venjulega og þakkaði það Landbúnaðarsýningunni. Verzlunar- stjóri Heimilistækia h.f. í Hafnar stræti, Valur Jóhannsson, taldi eft- irspurn hafa aukizt mjög, einkum eftir ísskápum, frystikistum og þvottavélum. Loks kvað Valur Páls son hjá Luktinni h.f. fyrirspurnum og pöntunum „rigna“ yfir fyrir- tækiö. Töldu verzlunarstjórarnir engan vafa leika á, að fólk byggi sig undir harðar aögerðir í efnahags málum meö vetrinum, með þess- um hætti. •• OrBagaríkur — m-> i. síöu Lionel Walsh fréttamaður Reut- er-fréttastofunnar, segir í NTB- frétt, að miðstjórnarmenn hafi set ið fundi fyrir luktum dyrum að undanförnu. Dubcek heldur því fram, að með því eina móti að láta undan fyrir Rússum verði mikilli hættu af- stýrt — þeir muni æfir af reiði yf- ir aö Tékkar hafni samstarfi viö þá, missi alla þolinmæði og taki sjálfir stjóm landsins í sínar hend ur (Sjá og fréttir frá Tékkóslóvak- íu á síðu erlendra frétta inni í blaðinu). Rúmenar — -®—> I Síðll stefnu í Rúmeníu hefir aðalleiötogi j hennar, Ceauscescu, miðstjóm j kommúnistaflokksins og verkalýðs j félög landsins lýst yfir eindregnum , stuðningi við frjálsræðisstefnu' Tékkóslóvaka. Og þeir Títo forseti I Júgóslóvaíu, og Ceauscescu, heim- j sóttu báðir Prag, og var fagnaö sem beztu vinum Tékkóslóvakíu meðal leiðtoga heimsins. Bæði í Rúmeníu og Júgóslavíu hefir verið viðbúnaður mikiil til varnar. Varalið hefir verið kvatt til vopna í Jógóslavíu, og sérstak ar varnarsveitir stofnaðar I Rúm- •eníu. Jón Vesfdal . 'v-'.—> i 'ílöu launauppgjöf, sem send var skattyfirvöldum, var ckki í sarri ræmi við þær launagreiðslur, sem bókhald sýndi, að inntar höfðu verið af hendi til all- margra starfsmanna. Hins vegar kom fram, að bókhald og árs- reikningar Sementsverksmiöj- unnar, sem endurskoðaðir höföu verið af endurskoðendum verksmiðjunnar og undirritaðir af verksmiðjustjóminni, vom réttir, og gáfu skýrar upplýs- ingar um heildarlaunagreiðsl- ur viö fyrirtækiö. Að þessum upplýsingum fengnum vom þegar í stað gerð ar sérstakar ráöstafanir til þess aö frávik frá lögboðinni fram talsskyldu endurtækju sig ekki og að þess yrði gætt, að launa uppgjöf til skattyfirvalda, væri í samræmi við launabókhald og reikninga verksmiöjunnar. Er embætti rfkisskattstjóra hafði lokið athugun sinni, geröi skattrannsóknarstjóri skýrslu um rannsóknina og fékk stjórn Sementsverksmiðjunnar þá skýrslu til athugunar. Að henni lokinni tjáöi verksmiðjustjórnin rfkisskattstjóra, að hún óskaði fyrir sitt leyti, að hann sendi máliö til meðferðar dómstóla. r Iþróttamenn — m-> i. siöu Olympíunefnd íslands ákvað í gær að eftirfarandi íþróttamenn færu til leikanna: Leiknir Jóns- son keppir í 100 og 200 mí bringusundi. Guðm. Gíslas. f 200 m. fjórsundi, 400 metra fjór- sundi og 100 metra skriðsundi. Ellen Ingvadóttir, aðeins 15 ára gömul, í 100 m. og 200 m. bringusundi og 200 m. fjórsundi. Hrafnhildur Guðmundsdóttir í 200 m. fjórsundi, 100 m. og 200 m. skriðsundi. Guðmundur Her mannsson í kúluvarpi, Valbjörn Þorláksson í tugþraut. Jón Þ. Ólafsson í hástökki. Óskar Sigur pálsson í milliþungavigt f lyfting um. Fararstjórar verða Birgir Kjar an, form. olympíunefndar, Björn Vilmundarson, flokksstjóri og Siggeir Siggeirsson, þjálfari. BORGIN BELLA „Ég fór í berjamó um siðustu helgi. — Segðu mér, hvernig þér finnst saftin, sem ég bió tll!“ íþróttakennarar - m-> i6. siðu. í boltaleik, sem er með öllu ó- þekktur hér á landi og eiginlega ekki á færi neinna að leika hann nema kvenna, því í leikn- um þarf örugglega mikla ákveðni og hörku. Við komum að máli við Árna Gunnarsson, skóla- stjóra íþróttakennaraskóla ís- lands, en hann hefur ásamt Þor- steini Einarssyni, íþróttafulltrúa haft veg og vanda af öllum und- irbúningi námskeiðsins. — Hvernig hefur þetta nám- skeið tekizt? — Alveg ljómandi vel. Allir eru mjög ánægðir og hér gefst íþróttakennurum tækifæri til að koma saman og ræða allar þær nýjungar sem koma fram. Við höfum reynt að fá hingað er- lenda íþróttakennara til að leið- beina og er reynt að fá þá annað hvert ár ef möguleikar eru fyrir hendi. — Hvernig er tilhögun nám- skeiðsins varið? — Námskeiðið hófst á mánu- daginn og er kennt alla daga frá níu á morgnana tH 11.45. Síðan hefst kennslan aftur klukk an tvö og stendur til fjögur. Og. að lokum er kennt frá hálf fimm til hálf sjö. Þá eru og haldnir fyrirlestrar og hafa þeir Stefán Hermannsson, Vignir Andrésson, Hermann Sigtryggs- son og Þorsteinn Einarsson séð um þá hlið. Ennfremur kvaðst Ámi vera mjög ánægður með kennarana sænsku og álítur þá vera i úr- valsflokki. Þaö sem Svíarnir leggja mikið upp úr, er að þátt- taka almennings verði meiri i íþróttunum og að sænskir vís- indamenn hafa sannað að öllum er nauðsynlegt að stunda íþróttir að einhverju leyti. Landbúnaður — m-> 16. siðu in, Eftir forsetakosningar, eftir Sig urð A. Magnússon, þýdd grein, Upp reisn æskunnar, og önnur „Hinn frjálsi heimur“,Njörður P. Njarð- vík skrifar Kosningu óvissunn- ar í Sviþjóð, greinin, Kristin trú frá sjónarmiði guðleysingja er eftir Gísla Gunnarsson og loks er í heftinu, Séra Camilo Torres og þjóð frelsisbaráttan í Colombíu eftir Halldór Sigurðsson. Bílaskipti Opel Caravan 1962, góður bíll, í skiptum fyrir evrópsk- an bíl ’66 —’68 með milligjöf. Staðgreiðsla. Uppl. gefur BÍLASALA MATTHÍASAR Höfðatúni 2. - Sími 24540. Kengúruboltinn — V- •> ló slóu hluta af því hvaða skemmtun krakkarnir hafa haft af boltan- j um. Boltann er hægt að blása upp i a-llt aö 155 cm. ummál, sem nægir fyrir unglinga og lítill vandi er að nota hann. Ef keng úran er tekin sem fyrirmynd ætti árangurinn að nást fljótt. Erlendis er boltinn notaður í íþróttasölum og þar sem hús- rými er sæmilegt er hægt að nota boltann inni við — ekkí sízt á rigningardögum, kostir hans eru líka þeir aö hann er úr efni, sem ekki rispar eöa skemmdir neitt það sem kann að verða I vegi fyrir honum. * TSlffiJCfflBtttGBMWBMI

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.