Vísir - 23.10.1968, Side 1

Vísir - 23.10.1968, Side 1
: jlslenzkir kaþólikkar verða sjálfirj I að taka afstöðu til pillunnar j • 9 — Hirðisbréf frá hinum kabólsku biskupum Norðurlanda l fSLAND SKAUZT UPP í 2. SÆTI lslending^r stóðu sig mjög , Tékkóslóvakia og Búlgaría eða is- vel f fimmtu umferð Ólympíu- land. skákmótsins, sem fram fer um _, þéssar mundir í Lugano f Sviss. Hinir kaþólsku biskupar í Danmörku, Finnlandi, Nor- egi, Svfþjóð og íslandi hafa með hirðisbréfi vakið athygli rétttrúaðra kaþólikka á tveim ur atriðum. í fyrsta lagi inniheldur bréf páfa um getnaöarvarnir ekki ekki neinar óskeikular skilgrein ingar, og í öðru lagi er bent á, að kaþólskir menn geta haft aðrar skoðanir heldur en þær, sem koma fram í slíku skjali — og fyrir þá sök eina sé ekki hægt að líta á menn sem íélega kaþólikka. í hirðisbrefinu er því lýst yfir að menn hafi aldréi leyfi til að breyta gegn sannfæringu sinni. Enginn, ekki einu sinni kirkjan getur losað menn við þá skyldu að fylgja samvizku sinni og bera ábyrgðina. Vísir hafði samband við séra Hákon Loftson á skrifstofu hins kaþólska biskups á íslandi til að spyrjast nánar fyrir um þetta hirðisbréf. Hann sagði, að ennþá hefði það ekki verið lesið upp af stóli f Landakots- kirkju, né heldur hefði það ver ið lagt fram fyrir hinn kaþólska söfnuð hér. Ennfremur lagði séra Hákon áherzlu á, að fólk eigi að breyta samkvæmt sam- vizku sinni eftir nákvæma í- hugun, en engu að síður sé það ábyrgt gagnvart guði. Hirðisbréf það, sem hér er fjallað um, mun hafa verið lesið upp á hinum Norðurlöndunum, en ekki hér á fslandi, hvort sem það þýðir að bréfið verði lagt fram hér með einhverjum breyt ingum eða ekki. Þeir mættu þá Andorra. Urslit urðu sem hér segir: Ingi R.vann Giminez, Bragi vann biðskák við de la Casa, Björn vann Soler og Ingvar vann Pantebre. Fá þvi Islendingarnir sennilega fjóra vinninga út úr þeirri viðureign. Biðskákir úr fjórðu umferð voru tefldar í gær og tapaði þá Ingi fyrir Búlgaranum Tringov, en Bjöm gerði jafntefli við Peev. Sigruðu því Búlgarar okkur með þremur vinningum gegn einum. Staðan í riðli íslendinganna er þessi eftir fimmtu umferð: 1. BUIgaría 14V£ 2 biðsk. 2. fsland 14 — 3. Tékkóslóvakía 13 2 — 4. Kúba 10i/2 3 — 5. Túnis 8/4 2 — 6. Tyrkland 6i/2 2 — 7. Singapore 5/2 3 — 8. Andorra 0 Tvö efstu lönd úr hverjum riðli öðlast réttindi til að keppa í A- riðli, tvö næstu í B-riðli og má segja, að likumar til j>ess að ís- lendingar lendi í A-riöIi séu fremur litlar. En þó er það möguleiki. í>au lönd sem telja má að tryggt hafi sér réttindi til að tefla í A- riðlinum séu þessi: England, Rúss- .land, Júgóslavía, Spánn, Kanada, Ungverjaland, V-Þýzkaland, Rúm- enía, Argentína, A-Þýzkaland. GJALDEYRISSJOÐURINN ÞROTINN Rýrnaði um 270 milljónir / siðasta mánuði ■ Nú mun svo komið, að gjaldeyrisvarasjóður- inn er þrotinn. Um síð- ustu mánaðamót nam hann 84,2 milljónum, en 352,4 milljónum mánuði fyrr. Reikna má með, að þessar 84 milljónir hafi eyðzt í októbermánuði, og gjaldeyrisstaðan sé nálægt núlli. Ekki er kunnugt um nein ný lán síðustu vikurnar, sem gætu lyft stöðunni. Um áramót var gjaldeyris- sjóðurinn 1041 milljón og fyrir einu ári 1048 milljónir á þá- verandi gengi. Svo sem kunnugt er, voru eitt sinn nær tveir milljarðar króna i varasjóðnum. Verölækkanir á útflutningsaf- urðum okkar og aflabrestur hafa valdið gífurlegum halla á viöskiptum við útlönd síðasta ár, þar sem innflutningur hef- ur lítið minnkað. Viðbúið er, að ráðstafanir til lausnar efnahagsvandans geti ekki dregizt mikið á langinn úr þessu. Þótt erlend lán kynnu að fást á næstunni.yrði það skamm góður vermir. Viðræðum stjórn málaflokkanna um úrræði í efna hagsmálum er stöðugt haldið áfram. Þær munu hafa farið frið samlega fram, en það er alls óvíst að nokkurt samkomulag takist. Hinn mikli gjaldeyrissjóður, er safnazt hafði í góðærinu, var ein meginorsök, þess að þjóðin hefur ekki fundið fyrir lélegri afkomu í ríkara mæli, en raun ber vitni og nú 'er sjóðurinn þrotinn. □ í morgun tók Ijósmyndari Vísis þessa mynd af tveim síldarbátum, Ásbirni RE og Sigurvon, á leið til Reykjavíkur meö afla sinn í fegursta morgunveðri, sólskini og logni. Fundu sprengju í gömlu drosli • Það eru oft hinir ótrúleg- ustu hlutir, sem menn sanka að sér og geyma innan um hitt drasiið uppi á háalofti hjá sér, eða niðri í kjallara. Hefur þá margt skrítið komiS í ljós, þeg- ar menn eftir mörg ár taka til í siíkum rusiakompum. Eitt það skrítnasta kom þó í ljós í gær, þegar tveir amerískir menn tóku til í slíkum ruslakjallara í húsi einu í Mjóstræti. Þeir rákust þar í gamla draslinu á rakettu- sprengju, sem þeim sýndist vera virk og gæti sprungið hvenær sem væri. Gerðu þeir lögreglunni viðvart og sprengjusérfræðingur var sendur á vettvang til þess að gera sprengj- una óvirka. Reyndist þetta vera rakettusprengja frá því 1952 af þeirri gerðinni, sem notuð er til þess að skjóta úr 80 mm fallbyss- um. Kveikjan í sprengjunni var övirk orðin, en aðalsprengihleðslnn var í fullkomnu lagi. íslenzkar flugvélar setja fund Evrópuráðsins úr skorðum Útlit fyrir að aflýsa þurfi dagskráratriðum fundarins jbor sem fundarmenn eru ekki komnir til landsins • Allt var í óvissu um það í morgun hvort unnt vröi að hefja dagskrá nefndarfundar Evrópuráös ins, sem hefiast átti hér í Reykja- vík kI. 13.30, á réttum tíma. Það er flugiö, sem setur barna strik í reikninginn, en að því er bezt var vitað í morgun voru um % hlutar nefndarmanna ókomnir til landsins i morgun og var ekki búizt viö að þcir kæmust til landsins fyrr en undir kvöldið. Það er fundur nefndar, sem starfar að þvf að hafa samband viö þjóðþing og almenning í að- ildarríkjum ráðsins, sem átti að hefjast í morgun, Búizt var við 34 fundarmönnum erlendis frá, en aðeins þriðjungur þeirra komst með herkjum til landsins I morgun. Ráðgert var, að þeir gætu valið á milli þriggja flugferða til lands- ins í gær, en þær brugðust allar að einhverju leyti. Flugvél Loft- leiða átti að koma frá Luxemborg og London í gær. Vélin gat ekki lent í Luxemborg vegna þoku, en lenti í þess stað í Bruxelles í Belgíu., Farþegarnir í Luxemborg voru fluttir landleiðina til Bruxell- es, en þaðan var flogið með þá til Prestwick þar sem farþegar frá London voru teknir um borð. í stað þess að koma í gær, komu því nefndarmennirnir örþrevttir til Keflavíkur kl. 9 í morgun. Öllu verra var þó með þá nefnd- armenn, sem ætluðu að taka þotu Flugfélags Islands í gær. Þotan bilaði og var DC vél send út í þess stað. Hún bilaði einnig' og komast farþegamir, sem ætluðu með þotunni í gær ekki til lands- ins fyr. en undir kvöld í dag. Þessi töf mun þó ekki koma veru lega að sök, þar sem aðalstarfs- fundir nefndarinnar eiga ekki að 10. síöa.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.