Vísir - 05.11.1968, Page 3
FIS IR . Þriðjudagur 5. nóvember 1968.
4
Svipmyndir frá afmælishófi á Hótel Sögu
Nokkrir kunnir menn ræðast við i síðdegisboði í Ráðherra-
bústaðnum, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Thorolf Smith,
Bjami Guðmundsson og Sigurður Magnússon.
Tómas Karlsson skálar hér við Árna Óla, heiðursfélaga Blaða-
mannafélags íslands.
Blaðamannafélagið 70 ára
k laugardag héldu íslenzkir
blaðamenn upp á 70 ára
afmæli félags síns. Menntamála-
ráðherra og frú höfðu í því til-
efni boð inni síðdegis, en um
kvöldið var mannfagnaður í
Átthagasal Hótel Sögu. Þangað
komu forsetahjónin, mennta-
málaráðherra og frú, starfs-
menn blaða og fréttastofnana,
og margir gestir, sem eiga mik-
il samskipti við þær.
í hófinu voru fluttar ræður
yfir borðum, ennfremur voru
ýmis skemmtiatriði, þjóðlaga-
söngur, verðlaunagetraun og
happdrætti. Að borðhaldinu
loknu var stiginn dans til kl.
1.30.
Myndsjáin var að sjálfsögðu
á staðnum, þó ekki í embættis-
erindum, heldur til að kasta af
sér.oki hversdagsleikans, enda
var sannarlega glatt á hjalla.
Það af skemmtiatriðunum,
sem mesta kátínu vakti var
verðlaunagetraunin: „Hver er
maðurinn?" Hún fór þannig
fram, að lesnir voru palladómar
um eipstaka blaðamenn, án þess
aö nöfn þeirra væru nefnd, og
viðstaddir áttu síðan að segja
til um Við hverja væri átt.
Ýmsar hnútur flugu þarna i
góðu gamni, og spaugilegt var
aö spreyta sig á , því að
þekkja, að hverjum var höggvið
hverju sinni.
I hófinu var skýrt frá tveimur
merkum atriðum varöandi
Blaðamannafélagið, eins og
fram hefur komið í fréttum. í
fyrsta lagi var sagt frá því, að
m
Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn flutti ræðu í hófinu. Á myndinni sjást frá v.: frú Kristin
Halldórsdóttir, dr. Kristján Eidjárn, frú Guðrú n Vilmundardóttir, Vilhjálmur Þ. Gíslason og
Tómas Karlsson. Við borðin í baksýn eru sjónvarpsmenn og útvarpsmenn (lengra í
burtu).
Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrum
útvarpsstjóri og fyrrverandi for-
maður félagsins mundi taka
saman efni í bók um sögu
Blaðamannafélagsins, blaðanna
og blaðamannanna. 1 öðru lagi
var frá því skýrt, að langþráð
baráttumá! mundi verða að
veruleika i vetur, en þá verður
stofnaður blaðamannaskóii, eða
þriggja mánaða námskeið fyrir
nýgræðinga i stéttinni, þar sem
til verða fengnir hinir færustu
fyrirlesarar íslenzkir og erlend-
ir.
Hófinu lauk kl. 1.30, og kom
þá á daginn, að veðurguðirþir
höfðu gert blaðamönnum illan
grikk, því að jörð var snævi
þakin, og umferð þung, þannig
að erfitt var að ná í leigubíla.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
eitthvað svipað kemur fyrir,
þegar blaðamenn hittast til að
skemmta sér, og er skemmst að
minnast þess, að þegar pressu-
ballið var haldið síöasta vetur,
gerði slíkt foraðsveður, að marg-
ir gestanna séu sér þann kost
vænstan að gista á Hótel Sögu
í stað þess að freista þess að
komast til síns heima.
Efnt var til skyndihappdrættis (að sjálfsögðu um Mallorcaferð). Guðrún Árnadóttir eigin-
kona Magnúsar Bjarnfreðssonar hlaut vinninginn, sem Atii Steinarsson afhendir henni hér.
Það má sjá, að allir hafa skemmt sér hið bezta, því að meira að segja hljómsveitarmennirrir
eru brosmildir.
Meðal gesta í afmælishófi Blaðamannafélagsins voru fyrrverandi útvarpsstjóri og frú. F.v.
Vilhjálmur Þ. Gíslason, Jónas Kristjánsson, frú Inga Árnadótti'1 og frú Kristín Halldórsdóttir.
Við háborðið: Atli Steinarsson, frú Kristín Hall dórsdóttir, dr. Kristján Eldjárn, Viihjáimur Þ.
Gíslason, Tómas Karlsson, Árni Óla, frú Ása Jónsdóttir, dr. Gylfi Þ. Gíslason, frú Halldóra
Eldjám, frú Anna Bjarnason og Sigfús Jónsson/
I