Vísir - 14.11.1968, Side 12

Vísir - 14.11.1968, Side 12
\z ViSIR . Fijmntadasur i4. novem:;ar i'rp. ------------ Houghton leit inn um dyrnar. „Lawrence er að koma. Viltu segja við mig nokkur orð frammi í bóka- herberginu, Charles. Undir fjögur augu...“ Alexandría varð fyrir svörum. „Þakka þér fyrir, Houghton. En nú, þegar þú hefur eyðilagt kvöld veröinn fyrir öllum — nema auð- vitaö sjálfum þér, þá ætla ég að láta færa mér kaffið upp. En mig langar samt til að fara þess á leit við þig, að þú hættir að haga þér eins og lélegur leikari, sem reynir að setja fótinn fyrir samleikara sína í von um að þeim 'fatist á sviðinu“. Houghton þagði andartak, áður en hann svaraði. „Það er ekki víst, aö þú verðir svona bráöfvndin í orði, þegar morgundagurinn er all- ur“. Að svo mæltu hvarf hann á brott. Alexandria hló kalt. „Það veit guö, að mig furðar ekkert á þvi, þótt þú hafir ímigust á okkur öll- um, Charles". Hún gekk til haiis, og hann var í þann veginn að hreyfa mótmælum við orðum hennar, en datt þá í hug, að hann hefði ekki hugmynd um nema C'harles hinn hefði sýnt og sannað, að hann hefði ímigust á aliri fjölskyldunni. Hún var kom in að honum, og enn fann hann vakna hjá sér annarlega sterka á- stríðu og um leið innilega ástúð á þessari ungu og fögru. smá- vöxnu konu. „Ég ætla að lesa eitthvað, þang að til þú kemur upp tii mín“, ínælti hún hvísllágt, og rödd hennar var heit af fyrirheitum. Síðan bætti hún við: „Catherine frænka ætlar aö ræða við Sanford í New York — ég hef óljósan grun um, að hún sé einmitt í símanum þessa stund- ina. Og þar sem Houghton ræður ekki yfir hlutabréfum pabba, eins og þú veizt og við frænka selj- um ekki okkar getur farið svo, að hann verði að kunna græðgi sinni einhver takmörk". Hún gekk í átt að eldhúsdyrunum, en leit um öxl til hans, og enn brá fyrir þessari hlýju glettni f augum hennar. „Þér er velkomið að fá þér glas, vinur minn. Ég held að mér sé farið að skiljast, hvers vegna þú drekkur. Það er ekki unnt að ætlast til þess af nokkrum manni, að hann geti afboriö Houghton allsgáður.“ Hún hvarf fram í eldhúsið, og Charles heyrði hana gefa starfslið inu þar einhverjar fyrirskipanir. En Charles var ógerlegt að ein- beita huganum að fyrirtækinu og Houghton þessa stundina. Ég ætla að lesa þangað til þú kemur upp til mín. Óttinn barðist við ástríð- una — hann gat ekki látið þennan leik ganga öllu lengra. Enn einu sinni sá hann það fyrir hugskots- sjónum sínum, hve þetta var í raun inni allt fjarstæðukennt. Gráthlægi leg, fjarstæða. Hann hafði gerzt ástfanginn af sinni eigin konu — en hvernig átti hann að geta notið ásta hennar, þar sem hann þekkti hana ekki hið minnsta og mundi ekki þekkja hana, fyrr en hann hafði breytzt aftur í einn og sama manninn í stað þess að vera þannig tvískiptur og þekkia ekki einu sinni heldur sinn fyrri ma-nn? fíarin reyndi að rifja þetta upþ'fýrir' sér — hafði hann f rauninni ekki þekkt' hana f ellefu ár eins náið og karl- maður getur þekkt konu yfirleitt? Nei ekki hann, heldur Charles hinn Sjálfur hafði hann ekki þekkt hana nema í tvær stundir. Hann reikaði um anddyrið, Og enn var það sama fjarstæðan, sem sagði til sín. Hvernig í fjandanum mátti það vera að hann skyldi ekki vita, hvar bókasafnsherbergið var eftir að hafa búið í þessu húsi í ellefu ár. „Ertu að koma, Charles? Hver fjandinn tefur þig eiginlega?" heyrði hann Houghton hrópa út um hálfopnar dyr. Charles tók stefnu á röddina, brosti með sjálfum sér þegar hann minntist glettninnar í augum Alex andríu. „Ég er á leiðinni, Hought- on“, sagði hann. ,,Ég er að koma. | gamli minn .. .“ Houghton var einn i bókasafns herberginu, stóð gleitt og sneri baki við arninum. Charles gat ekki annað en hugleitt orð Alex- andríu, þegar hún kallaði fcróóur sinn lélegan leikara — hann gerði bersýnilega allt. sem honum var unnt til að virðast sem alvarlegast ur og hátíðlegastur, þaulhugsaði hverja hreyfingu og stöðu í þeim tilgangi og sýndist ekki hafa hug- mynd um, hvað þetta haföi öfug áhrif, heldur naut túlkunar sinnar á hlutverkinu. Bókasafnsherbergið var með dökkum viðarþiljum og í andstæðu við önnur herbergj í húsinu, sem öll voru í Ijósum lit. Eldur logaði á arninum og báðum megin voru miklir bókaskápar felldir inn í vegg inn, en leðurdregnir stólar á gólf inu. Yfir arinhillunni hékk máluð mynd af Austin Parson — en það var ekki andlit mannsins í hjóla- stólnum, náfölt og lífvana, sem horfði til manns þar af veggnum, heldur svipbjart og frítt andlit með fránum augum en tillitið hlýtt, vit- urlegt og um leið örlítið glettið. Það var ólíkt að sjá þarna andlit föðurins og andlit sonarins, og sá samanburður var syninum ekki í vil. „Charles Bancroft liösforingi",; heyrði hann sjálfan sig segja og furöaði sig á því um leið, hvað- an þessi setning hefði skotizt fram á varir hans. „Þú þarft ekki að minna mig á aö þú sért styrjaldarhetja", sagði Houghton. „Maöur hefur séð heið- ursmerkin". Hann tók að ganga um gólf. „Fáðu þér staup“, sagði hann. „Þú hefur þörf fyrir það, áður en lýkur“. „Góð hugmynd" svaraði Charl- es. „Ein hvað um sjálfan þig? Nokkra dropa af galli? Eða blá- 'sýru?w' Í,L ,u b’>,!1£ „FfSmuríáÍega ’fýjldiÖ. Ég læt mér ekki" til hugar1 Itoma1,' ’að ég ’ skilji þig. Charles. Það hef ég aldrei gert. En þessi framkoma þín virðist þó eðlilegri en áður. Hamingjan má vita, hvað fyrir þig hefur komið í þessari ferð, en það er fyrst nú, eftir að þú komst heim, sem ég ft VBUAinam RAUDARARSTÍG 31 SlMI 22022 ÝMISLEGT ÝMISLEGT 304 35 rökum af oKkui overs tconæ uiurn■ sprengivinnu i húsgrunnum og ræs um Leigjum öt loftpressui >g vfbr sleða Vélaleiga Steindórs Signvats >onai Alfabrekkr við Suðurlands braut slml 1043ft TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNÍNGÁR FLJÖT OG VÖNDUÐ VINNA ORVAL AF Aklæðum LAUGAVEO 62- SlM110625 HEIMASlMI «3634 BOLSTRUN Svefnbekkir í úrvali á verkstæöisverði GISLI JÓNSSON Akurgerði 31 Smi 35199. Fjölhæf arðvinnsluvél am ast lóðastandsetnlngar.. gr húsgrunna, holræsi o.fl. Bolholti 6 Bolholfi 6 Bolholti 6 Bolholti 6 Bolholti 6 Bolholfi 6 sasamBBBas Hann reynir að veikja okkur... fyrir ávininn. Náiö honum. Hánn er ekki okk- ar guð. Ráðizt á hann. Notið spjót ykkar. Verndið hann Gryf-prestar. syni guðs frá trúvillingunum. Bjargiö Setjið spjótin í km Bjargiö honum. kr-anast þó víð þig. Kcn 6 sflask an er bar sem hún h"fur ’ ver- ð harna i s!;á~niun“ „Ég veit það ' skrölivaði Chav cs ,.Ég var e'nuno's að bíða eftir hvi, "ð þú lykir við setninguna 32120 |g pafvélauarkstæefi s.meisfeds skeifsn 5 Tökum aö okkur: Mótormælingar Mótorstillingar Viðgerðir á rafkerfi dýnamóum og störturum. Rakaþéttum raf- kerfið Varahlutir á staðrrum. Magnús E. Baldvinsson laugavegt 12 *• Sínrf 22904 20424 - 14120 3ja herb. íbúð i Saíamýri mjög fallegt útsýni. 3ja herb. íbúö í Laugarnes- hverfi góðir greiðsIuskHmálar. 3ja herb. íbúð í Kópa-vogi útb. kr. 200 þús. 3ja herb. íbúð við Skúlagötu útb. kr. 350 þús. Ný 4ra herb. íbúð í Hraunbæ góð lán fylgja. Skipti á minni íbúð koma til greina. 5 h bergja sér hæð með bíl- skúrsrétt í Laugarneshverfi. v 5 herbergja íbúð og litil íbúð í risi og bílskúr í Hlíðunum. Einbýlishús með bflskúr mjög gott hús í Hafnarfirði. Hef ávallt-'íbúðir sem skipti koma til greina með, Fosteigna- ] Btilðstöðin Austurstræti 12 Símar 20424 - 14120 heima 83974.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.