Vísir - 14.11.1968, Page 13
V1SIR . Fimmtudagur 14. nóvember 1968.
13
3?3
jHagvöxturinn minnstur
meðan höftin voru í gildi
J>að er mjög athyglis-
vert að stjómarandstað-
an gerir nú ákveðnari
kröfur en áður um að
hér verði íekin upp hafta
stefna í stjóm efnahags-
mála á þeim forsendum
að þannig verði auðveld-
ara að tryggja að fjár-
magn landsmanna nýt-
ist betur en gerzt hefur
í þágu atvinnuveganna.
Þetta er fullyrðing, sem
stenzt ekki fengna
reynslu fslendinga.
Eöa hvemig stendur á þvi
að hagvöxtur var lengstum
hægari á Islandi á haftaárunum
heldur en annars staðar í
Evrópu?
Á haftatímabilinu eftir 1955
var hagvöxtur á Islandi hægari
en í mörgum þeirra landa, sem
skemmra vora á veg komin í
efnahagsþróun. Hagvöxtur var
hérlendis jafnvel hægari en í
þeim löndum Vestur-Evrópu
þar sem hann var hægastur og
viö sérstaka erfiðleika að etja.
ýmsar ástæður höfðu áhrif
á þessa þróun t.d. fámenni
í landinu. En meginástæðan hef-
ur ætíð verið talin sú að hafta
fyrirkomulagið stuðlaði beinlín-
is að óhagkvæmum rekstri og
dró úr viöleitni manna til um-
bóta í rekstri sínum. Það sem
Iafsannar gildi haftakerfisins
öðru fremur í ljósi þessara tíma
er sú staöreynd að fjárfesting
var hér yfirleitt meiri hlutfalls
lega en í nokkru öðru landi, sem
við tókum til samanburðar. Á
árunum eftir 55notaöiaðeinseitt
iand í Evrópu meira fé til fjár-
festingar en íslendingar og það
var Noregur. Við fjárfestum
hlutfallslega miklu meira en
flestar aðrar þjóðir i bygging-
um íbúðarhúsa og til opinberra
framkvæmda. einkum sam-
göngu og ratorkuframkvæmda.
Samt var fjárfesting í skipum,
vélum og byggingum fyrir fram
leiðslugreinarnar alls ekki minni
en í sambærilegum löndum. En
hagvöxturinn var minni, vegna
þess að haftafyrirkomulagið
hindraði eðlilega hagnýtingu
fjármagnsins og framleiðslutækj
anna.
Afleiðingin varð sú að þjóðar
framleiðsla og þjóðartekjur juk-
ust ekki nema um 1 prósent á
ári til jafnaðar tímabilið 1955—
1960 á sama tíma, sem þær
jukust um 3-4 prósent í öðram
löndum Vestur-Evrópu.
TJ’ftir að haftafyrirkomulagið
■L< var afnumið urðu hins vegar
þær breytingar á þróun hagvaxt
ar að hann tók að vaxa eðlilega
VIII HORF
8 e 1 ÁSMUND FTIR I 1 EINARSSON|
og hefur hagvöxtur lengstum
verið álíka mikill og jafnyel
meiri en í sambærilegum lönd-
um. ÖIl árin 1960—1965 var
hagvöxtur á íslandi heldur
meiri en í nokkra iðnþróuðu
landi innan vébanda Ðfnahags-
og framfarastofnunarinnar að
Japan undanteknu. Ef tekið er
tillit til fremur hraðari fólks-
fjölgunar hérlendis verður út-|
koman á dæminu sú að hagvöxt
urinn hafi aukizt svipað og í
öörum löndum. Ef verkfallsár-
ið 1961 er undanskilið kemur í
Ijós enn hagstæðari útkoma,
því að þá fæst úr dæminu sú'
niöurstaða að hagvöxtur hafi
verið meiri í heild og á mann
á íslandi, heldur en annars stað
ar.
Enda þótt hagstæðar sveifl-
ur fiskistofna harfi haft vera-
leg áhrif á þessa þróun er hún
þó fyrst og fremst sprottin af
þeirri frjálsræöisstefnu, semf
fylgt hefur verið í efnahagsmál-S
um. |
ljósi þessara staðreynda
sýnist það næsta furöulegt
og óskiljanlegt að stjómarand-
staðan skuli leggja mikið kapp
á að koma á haftafyrirkomulag
inu á nýjan leik. En miklu und
arlegri verður þessi afstaða þeg
ar á þaö er litið að ekkert land
Vestur-Evrópu og Noröur-Ame-
ríku sér ástæðu til að fylgja
haftastefnu. Hvers vegna á ís-
land að verða eina iðnþróaða
ríkið, se.n stundar haftabúskap?
Svarið getur naumast legiö í
öðru en því að stjórnarandstæö-
ingar séu bundnir sömu hug-
myndunum og þeir tileinkuðu
sér á kreppuárunum fyrir
stríðið og í síðasta stríði. Þetta
þýðir raunar aö þeir hafa alls
ekki kynnt sér það sem hefur
verið að gerast í hagstjórn vest
rænna rikja á þann hátt að þeir
sjái árangurinn.
Það er auðvitað ekki nokkur
skýring á núverandi erfiðleik-
um að frjálsræðisfyrirkomulag-
ið henti ekki íslendingum eins
og flestum öðrum þjóðum.
Reynslan hefur sýnt það.
Hins vegar er það rétt að hér
er þróunin á ýmsum sviðum
ekki heppileg frjáisræðisfyrir-
komulaginu t.d. þróunin í launa
málurh á undanförnum áram. |
Þá gildir einu hvort hér eru
ríkjandi höft eða frjálsræði við j
haft í viðskiptum þegar snúast
þarf gegn öðrum eins áföllum
og yfir okkur hafa dunið. Þau
hljóta að kosta kjaraskerðingu,
hver sem heldur um stjórnvöl-
inn.
Tjað er mikilvægt að stjórnar-
andstöðunnj takist ekki að
telja fólki trú um að efnahags-
örðugleikarnir eigi fyrst og
fremst rætur sínar í fnjálsræðis-
stefnunni. Því að takist það, eru
íslendingar búnir að tileinka
sér hugmyndir, sem menn von-
uðu að heyrðu fortíðinni til. Viö
Islendingar tölum oft um að
við höfum sérstöðu, en það þýð
ir ekki að við séum sérfyrir-
bæri.
Einkabíll
Til sölu glæsilegur amerískur 5 manna einka-
bíll, 2ja dyra Pontiac Lemans ’63. Kraftmikill
en sparneytinn bíll. Aðallega keyrður vestan
hafs. — Sími 34033 eftir kl. 7 á kvöldin.
íbúð óskast
5 herbergja íbúð eða einbýlishús nálægt
Breiðagerðisskóla óskast á leigu. Fyrirfram-
greiðsla. Tilboð sendist augld. Vísis merkt
„1002“.
KFUM-KFUK
Alþjóðabænavika félaganna stend
ur nú yfir. Aðaldeildarfundur K.F.
U.M. í kvöld kl. 8.30 er því sam-
eiginlegur fyrir bæði félögin. Karl
Sævar Benediktsson, skólastjóri,
hefur hugleiðingu um efni dagsins.
Allir velkomnir.
TAPAÐ — FUNDIÐ
Piltamir sem fundu peninga-
veskið í Austurstræti í gærmorgun
vinsamlega skili því á Lögreglustöð-
ina.
Merktur Ronson kveikjari tapað-
ist á Njálsgötunni. Fundarlaun. —
Sími 35756.
Gullkvenúr hefur tapazt i Há-
logalandshverfi. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 34153.
Grábröndóttur. kisi, langur og
grannur, tapaðist frá Nesvegi 63
þriðjudagsmorguninn var. Þeir, sem
kynnu að hafa orðið varir við kött-
inn Hildibrand Knutsen, vinsamleg-
ast hringið I síma 15532.
JASMIN — SNORRABRAUT 22
Nýjar vörur komnar.
Gjafavörar i miklu úrvali. —
SérkennilegA. austurlenzkir
listmunir. Veljiö smJddega
gjöf sem ætfð er augnayndi.
Fallegar og ódýrar tækifæris
gjafir fáið þér í JASMIN
Snorrabraut 22 sími 11625.
I
Nýtízku skrifstofuhúsgögn úr stáli.
Skrifborö 206x78 cm. Skrifborð 130x78 cm. Skrifborð/
vélritunarborð 121x61 cm. Stólar m/og án arma Vönduð
vestur-þýzk vara.
Hverfisgötu 6 — 20000.
NÝKOMIÐ FRA INDLANBI
Mildð úrvai af útskomum borðum
skrínum og margs konar gjafavöru
úr tré og málmi. Otsaumaðar sam
kvæmistöskur Slæður og sjöl úr
ekta silki. Eyrnalokkar og háls-
festar úr fílabeini og málmi.
- -'"RAMMAGERÐIN, Hafnarstræti 5.
'Ý á xjj/Ti » (i >r.rnr r / , V/ " (
NÝKOMIÐ
mikið af fiskum og plönt
um, Hraunteigi 5, sími
34358, opið kl. 5-10 e.h.
Póstsendum. — Kíttum
upp fiskabúr.
Þórður Kristófersson úrsm.
Sala og viðgerðaþjónusta
Hrísateig 14 (Hornið við Sundlaugaveg.)
Sími 83616-1* Pósthólf 558 - Reykjavík.
Verzlunin VALVA
Álftnmýri 1
AUGLÝSIR: Telpn. ' jólar, úlpur, pils, peys-
ur. Drengja-buxur, skyrtur, úlpur, peysur og
náttföt einnig gjafavörur o. fl.
BARNABLAÐIÐ
LESTRAR-
HESTURINN
m afl FYMR 6 - 9 ABA BUKnZ
1 TftlUBtAÐ 1968
Foreldrar yngstu lesendonnn!
Hvetjið börnin til að æfa lesturinn
vel! Kaupið lesefni við þeirra hæfi!
Annan hvern föstudag kemur út
bamablaðið Lestrarhesturinn, sem
er sniðið við hæfi 6—9 ára barna.
Fyrir utan að innihalda góða hjálp
við lestramámið flytur það uppeldis
legar áminningar * léttum tón,
stafsetningaræfingar og fl. Herdís
Egilsdóttir, kennari, sér um efnið
og teikningar. Blaðið er 8 síður og
kostar 12 krónur í lausasölu. Þeir
sem gerast viija fastir áskrifendui,
hringi í síma 82143, eða skrifi Lestr-
arhestinum, Prentverk hf. Bolholti
6, Reykjavík, Gleðjið ungu lesend-
uma meö lestrarefni við þeirra
hæfi Útgefendur