Alþýðublaðið - 30.01.1966, Síða 6
GLUGGINN
SAMTlNINGUR
□ Nú geta þeir verið ánægðir,
er vefja sígarettur sínar sjálfir í
staðinn fyrir að kaupa þær. Vís
indamaður nokkur dr. Trethewie
heldur því fram, að slíkar heimatil
búnar sígarettur séu ekki nærri
eins hættulegar og þær, sem búnar
eru til í verksmiðjum, og hann
segir meira að segja, að heima-
Ofjarl
Bonds
Rithöfundur nokkur í Búlgaríu
lýsti því nýlega yfir í viðtali í
London, að James Bond myndi
bráðlega finna ofjarl sinn, sem er
Búlgaríumaðurinn Avakoum Za-
hov. Zahov er ofursti í leyniþjón-
ustu Búlgaríu, og hann hefur
hvorki áhuga á fallegum stúlkum
né slagsmálum og skothríð eins
og James Bond. Zahov notar heil-
ann, og með því vopni ætlar hann
að sigra Bond. Zahov ofursti er
aðalpersónan í njósnasögum, sem
Andrei Gulyashki, sem nú er rit-
stjóri bókmenntatímaritsins i Sof-
íuborg, hefur skrifað. Njósnabæk
ur Gulyashki eru næstum eins
vinsælar í Búlgaríu eins og bækur
Ian Flemings eru á Vesturlöndum.
Og nú vill Gulyashki láta bækurn-
ar um Zahov ofur'ta koma
út í VesHirlöndum líka. Hann er
um þessrar mundir í Londan til
þess að semja við brezkt útgáfu-
.fyrirtæki um útgáfu á fyrstu sög-
unnf se.n á að heita „Avakoum
Zahov m.-etir James Bond.”
fitraður
fiskur
vöfðu sígaretturnar séu svo til al-
veg hættulausar. Hann hefur gert
tilraunir með að brenna þessar
tvenns konar sígarettur við 840
gráðu hita. Það er einmitt við það
hitastig, sem viss efni í tóbakinu
breytast í efni, sem ef til vill
gætu orsakað lungnakrabbamein.
Heimavafðar sígarettur brenna aft
ur á móti við 643 gráður, og séu
þær laust vafðar, brenna þær við
enn lægri hita, og eru þær þá
samkvæmt því næstum hættulaus
ar. eftir því sem hann heldur
fram. Dr. Trethewie segist gera
þessar tilraunir í von um að finna
sígarettur, sem ekki valda meiri
hættu en pípureykingar.
'A'
□ Prestur nokkur í kaþólskri
kirkju í Buenos Aires hafði fengið
leyfi til að halda samkomu í kjall
ara kirkju sinnar í góðgerðarskyni.
En lögregluna fór að gruna ýmis-
legt, þegar ýmsir háttsettir menn
dvöldust í kirkjunni klukkustund-
um saman. Lögreglan réðist þá
til inngöngu og fann spilavíti í
kjallara kirkjunnar. Fjórir munkar
í munkakuflum stjórnuðu við rúll-
ettuborðin og stokkuðu spilin í
pókerherberginu. 59 manns voru
þar við spil.
★
□ Hjón nokkur á rússnesku sam-
yrkjubúi eiga sjö börn, sem ekki
er í frásögur færandi nema fyrir
það, að næstyngsta barnið, tveggja
ára drengur, að nafni Velmurad,
er ákaflega óvenjulegt barn. Hann
er 95 cm. á hæð, 90 cm. að brjóst-
máli og er 40 kg. að þyngd. Móðir
hans segir, að ekki sé hægt að
segja um hann, að hann vaxi dag
frá degi, heldur stund frá stund.
Hún verður að sauma á hann ný
föt aðra hverja viku.
Þegar hann fæddist, var hann
alveg eins og önnur börn, en eftir
að hann varð tveggja mánaða, tók
hann að vaxa svo ört. Drengur-
inn er óvenjulega sterkur, og lyftir
ir upp þungri vatnsfötu án þess
að láta sér bregða.
•oooooooooooooooooooooooo oooooooooooooooooooooooo
ÍONOLAFSSONSOPLEVELSEI
SOMB0SSESKYTTEUNDER
CHRISTÍANTV
: NEDSKREVNE'AF.HAM'SELV:
* l-OVERSÆTTEL/SE
VEO . « *,
• SjBL0NDAL/ '• -
k|UDCIVNEAFJUUUS'CUUSS.NOC-P..pR:RJST
Reisubók Jóns Indía
fara í Danmörku
í Danmörku er nú verið að
gefa út ljósprentaða endur-
útgáfu af Reisubók Jóns Indía-
fara, sem út kom hjá Gyldendal
1905-1927 í flokknum Minn-
ingar og bréf, en í honum voru
50 hefti. Af hverju hefti eru
aðeins prentuð 750 eintök. Eitt
hefti kemur út annan hvern
mánuð til áskrifenda. Mikið
hefur verið spurt um bókaflokk
þennan hjá fornbókasölum. í
heftunum fimmtíu er að finna
menningarsögulegt efni og lýs-
ingar á atburðum og þjóðhátt-
um á 17. ,18 og 19. öld. Þess
vegna eru þau skemmtileg og
forvitnilegt lestrarefni fyrir þá,
sem hafa áhuga á sögu þessa
tímabils. Fyrsta heftið í flokkn
um segir frá ævintýrum Jóns
Ólafssonar, Indíafara, þegar
hann var skytta hjá Kristjáni
fjórða, og 6. segir frá ævintýr-
um hans sem Austur Indía-
fara.
Bækurnar gefa Ijósa mynd af
daglegu lífi í Kaupmannahöfn
og Helsingjaeyri um árið 1620.
Sigfús Blöndal hefur þýtt bók-
ina og bætt við skýringum. Lýs
ingarnar í bókinni af lífinu við
hirð Kristjáns fjórða eru mjög
nákvæmar.
í haust kom út í Kaupmanna-
höfn bókin Jens Munk eftir
Thorkild Hansen, en hún segir
frá lífinu í Kaupmannahöfn á
fyrri hluta 17. aldar. í þeirri
bók hefur Thorkild stuðzt við
endurminningar Jóns Indíafara,
og einn: kaflinn fjallar algjör-
^ lega uni hann.
xooooooooooooooooooooooocoooooooooooooooooooooooo
Vilja komast í skóla
Lögregian í Gautaborg í Svíþjóð
sendi út s.l. mánudag í blöðum, út-
varpi og sjónvarpi, aðvaranir til al
menningr og sérstaklega til þjófa
um að koma ekki nálægt 10 cm.
löng’.im fiski, sem var stolið úr
fiskasafn í borginni. Lífshættu-
legt er að snerta fiskinn, sem er
svokallaður drekafiskur. Á hon-
um eru eins konar vængir, sem
minna á 'ængi fiðrilda, og á vængj
únum er i litlir eiturhnúðar. Eitr-
ið er lífshættulegt og ef fiskur-
inn er -nertur tekur hann svo
skyndiJert viðbragð, að ómögulegt
er að ko nast undan stungu. Eitrið
er svinaðrar tegundar og eitur
kopraslöugu og veldur skyndileg
um dauða. Lögreglan skýrði einn-
ig frá því að fiskurinn væri brúnn
að lit.
★
□ Skemmtiferðamönnum fjölg
ar stöðugt til Nýja Sjálands og ný
hótel rísa af grunni. Á þessu eru
þó þau vandkvæði, að ekki fást
nægilega margir lærðir matreiðslu
menn. Og Nýsjálendingar reyna
að fá kokka frá öðrum löndum með
því að bjóða þeim há laun. Á tvelm
ur árjum hafa 35 matreiðslumenn
frá ýmsum löndum farið til starfa
á hótelum og veitingahúsum í Nýja
Sjálandi, en samt nægir það
hvergi. Reynt er að fá starfsfólk
frá Evrópu, þar sem ekki fást
nógir starískraftar úr löndum,
sem nær eru. Stjórnendur ferða
mála í landinu hafa miklar áhyggj
ur af þessu og búast við að skort
urinn aukist enn, ef ekki fæst
starfsfólk frá öðrum löndum.
UNGUR maður, dökkur á húð og
hár, stendur á bryggjunni í Ham I
borg með ferðatösku í hendinni, i
Hann var einn af þeim mörgu
þúsundum ungs fólks frá þróunar
löndunum, sem koma til Vestur-
Þýzkalands ólöglega ttl að læra,
en komast svo að raun um að
ekki er svo auðvelt að fá náms
styrki og námslán eins og þeir
héldu. Venjulega kemur þetta
fólk peningalaust, án nauðsynleg
ustu skilríkja, svo sem atvinnu
leyfis, og án þess að kunna orð í
þýzku. Fæst hefur þá undirbúnings
menntun, sem krafizt er við þýzká
háskóla og menntaskóla, og þau
komast ekki að þar. Þau standa
ein uppi — atvinnulaus og án
atvinnuleyfis, svo að þau hafa
engin réttindi til vinnu. Sam
kvæmt lögunum ætti að vísa þeim
úr landi, eh það er dýrt að senda
þau til Afríku, Asíu eða Suður-
Ameríku. Þess vegna taka stjórn
arvöldin mildum höndum á þeim
og gefa þéim tækifæri til að fá
vinnu eða komast áleiðis til Bret
lands eða Ameríku. Á hverjum
degi koma um 30—40 í upþlýsinga
miðstöðina í Hamborg, en henni
-stjórnar fyfrum blaðamaðurinn
Renata Singhofen. Hún reynir að
hjálpa þeim við að leysa vánda
málin. Eitt af þvi allra fýrsta,
sem hún hjálpar þeim með,- er
að komast á námskeið í þýzku.
Seinna get^ svo 'shiórnarvöldin
látið þau hafa bráðabirgða-
atvinnuleyfi. En það getur tekið
langan tíma fyrir þau að komast
í há kóla. Margir gefast upp á
biðinni og hverfa í burtu aftur.
Sérstaklega gefa þau yngstu oft
upp á bátinn draumana um mennt
un og fá sér fasta vinnu. Nítján
ára piltur frá Nicaraguana hefur
t.d. hætt við allar áætlanir um
nám, en vinnur í stað þess á
kaffihúsi. Annar 20 ára piltur frá
Pakistan hefur aftur á móti lært
þýzku vel og hefur fengið styrk
til að læra lífeðisfræði. Renata
Singhofen vona~t til þess, að hægt
verði að veita öllum þeim vinnu
sém ekki komast að í skólunum,
þá geta þau unnið sér fyrir farinu
heim aftur, og hafa þá haft oitt
hvert gagn af ferðinni.
0 30. janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ