Alþýðublaðið - 30.01.1966, Síða 11

Alþýðublaðið - 30.01.1966, Síða 11
bRitstiori Örn ÍBS tekur jbátt í II. deildar- keppni Islandsmótsins í sumar íþróttaáhugi er mikilt á Suðurnesjum UNDANFARIN ár hafa tvö lið af Reykjanesskaganum tekið þátt í íslandsmótinu í knattspyrnu, það er að segja Reynir í Sandgerði og ÍBK. Nú verður breyting hér á og er hún sú að í stað Reynis leikur nú í sumar í II. deild lið frá íþróttabandalagi Suðurnesja. Þetta var tilkynnt á síðasta þingi KSÍ. Vegna þessa höfum við snú ið okkur til Alfreðs Alfreðssonar form. ÍBS og spyrjum hann um ástandið í íþróttamálum ÍBS. — Þið ætlið að taka þátt í ís landsmótinu í sumar? — Já, meiningin er að senda lið til þátttöku í öllum flokkum en sjálf agt verður þar við ein hverja byrjunarörðugleika að etja. Við byrjuðum æfingar hjá yngri flokkum í fyrra sumar, en tók um þá stefnu að senda ekki lið í íslandsmótið, heldur fengum ými.j lig til að koma til okkar. En nú þegar við höfum fengið Sandgerðinga í lið með okkur þá horfa málin öðru vísi við. Að sjálf sögðu munum við byggja mfl. upp á liði Reynis og jafnvel yngri fl. líka, en urmull er af ungum og efni legum piltum hér á umráðasvæði ÍBS. — Hafið þið æft eitthvað í vet ur? — Nei, því miður. Við höfum enga aðstöðu til að æfa knatt spyrnu innanhúss, en það stendur þó til bóta, þar sem við munum fá hið gamla Samkomuhús Njarð víkur (Krossinn) til umráða, en salurinn þar er eitthvað svipaður Hálogalandssalnum að stærð. Ann Fyrsta bikarkeppni _ FRI næsta sumar ars verður erfiðast fyrir okkur að ná hópnum saman, þar sem svæði ÍBS er nokkuð víðlent, en til þess telst allur Reykjanesskaginn að Keflavík undanskilinni. Aftur á móti höfum við góða aðstöðu ut anhúss, þar sem við höfum gras völlinn í Njarðvik og einnig nokkra malarvelli á félagssvæðinu.: — Hvernig er með þjálfara? — Þar erum við ágætlega sett ir, þar sem við höfum ágætan þjálfara, Albert Karl Sanders, sem tekið hefur mikinn þátt í knattspyrnu bæðj hér suður frá og einnig vestur á ísafirði. Hann kemur til með að þjálfa alla flokka ÍBS. — Er mikill áhugi á íþróttum innan ÍBS? — Já, þó má segja að það sé allt á byrjunarstigi, en mikill á hugi er t.d. á körfuknattleik og er ÍKF í I deild á Körfuknattleiks mótinu, en það félag heyrir und ir ÍBS. Þá hefur handknattleikur verið æfður talsvert, en aðallega á sumrin. — Eitthvað að lokum? — Ekki annað en það, að það er von okkar og trú að þessi til högun muni gefa góða raun og að knattspyrna megi blómstra innan vébanda ÍBS ekki síður en t.d. í Keflavík. Þetta sagði form. ÍBS. Alfreð Alfreðsson. Íþróttasíða Alþýðublaðsins ósk- ar hinum nýja þátttakanda í ís landsmótinu gæfu og gengis og vonandi verður ÍBS einn liður i þvi að auka áhuga á knattspyrnu og íþróttum yfirleitt hér á landi. Á ársþingi FRÍ, ahldið 27. og 28. nóvember sl. var ákveðið að efna til Bikarkeppni í frjálsíþrótt um og eftirtalin reglugerð sam þykkt fyrir þessa keppni: 1. grein. Keppnin heitir Bikarkeppni FRÍ. 2. grein. Öll héraðssambönd, ungmenna sambönd og frjálsíþróttaráð inn in FRÍ, eiga rétt á þátttöku í keppninni. Reykjavíkurfélögin þrjú, Ármann, ÍR, og KR eiga þó rétt á þátttöku sem sjálfstæð ir aðllar. 3. grein. Stjórn FRÍ ákveður riðlaskipt ingu hverju sinni í samræmi við þátttöku, en sex aðilar keppa til úrslita í Reykjavík. Sigurvegari hvers riðils fer í úrslitakeppni nema tvö félög í Reykjavík. 4. grein. Keppt ska) í eftirtöldum grein um: KARLAR: 100 m. hlaup, 200 m. hlaup, 40 m. hlaup, 800 m. hlaup, 1500 m. hlaup, 3000 m. hlaup. 5000 m. hlaup, 110 m. grindahlaup, 4x100 m. boðhlaup, 1000 m. boðhlaup, hástökk, lang stökk, þrístökk, stangar^tökk, kúlu varp, kringlukast, spjótkast, KON UR: 100 m. hlaup, 200 m. hlaup, 80 m. grindahlaup, 4x 100 m. boð hlaup, langstökk, hástökk, kúlu varp, kringlukast og spjótkast. 5. grein. Einn þátttakandi skal vera í hverri grein. 6. grein. Undankeppni skal lokið fyrir 1. ágúst. 7. grein. í keppninni eru stig veitt, sem hér segir: 7-5-4-3-2-1. Ef tveir eða fleiri aðilar hljóta jafnmörg stig :• undankeppni eða úrslitakeppni ■■kulu stig keppenda reiknuð sam kvæmt þehri alþjóðastigatöflu, • sem í gildi er og sá sem flest stig hlýtur þannig, telst sigurvegari. 8. grein. Úrslitakeppni skal fara fram í Revkiavík í ágústmánuði ár hvert. 9. grein. Rifnirvegarinn hlýtur sæmdar heiti ..Bikarmeistari FRÍ“. Þátt- töknfrestur í keppnina er til 1. maí ár hvert. Stiórn FT?f mun leitast við að ereiðq einbvern hluta f ferðakostn aði tii úrslitakenpninniar. off mun bað tiiVvnnt, fvrir lirslitakeonnina tii sPrq ram-bandsaðjta. j>á vill sHórnín bvetía aRa sambandsað ila tii bátftöku í bessari kennni, off betún undirbúninff tímanlega með tilljti til þátttöku. f. t ' '■ 'f'íé’éúöív/.; ' ,,r ‘ '7. • iNI Þessi skemmtilega mynd er frá ensku knattspyrnunni Hún sýnir Montgomery, hinn bráðsnjall^: markmann Sunderland, slá boltann frá markinu í leik við Manchester United. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. janúar 1966 JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.