Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir ....sídastliána nótt BEIHA: Gríska olíuflutningaskipið „Joanna Y“ Iá enn við akkeri í Beira í portúgölsku nýlendunni Mozamúique í gær sam- tímis því sem þúálátur orðrómur var á kreiki um að annað olíu- Ílutningaskip, , Manuella", væri á leið til Beira með olíu til Rhodesíu. Frá Beira liggja olíuleiðslur til Umtali í Rhodesíu. SAIGON: Nguyen Cao Ky forsætisráðherra ræddi í gær við etjórnmálaleiðtoga og leiðtoga búddatrúarmanna og kaþólskra tnanna í þeim tilgangi að binda endi á mótmælaaðgerðir gegn stjórn Suður-Víetnam og almenna ókyrrð í norðurhluta landsins. Góðar heimildir herma, að stjórnin hafi í hyggju að efna til kosninga eins fljótt og auðið er og koma borgaralegri stjórn á íaggirnar. Landgönguliðar þeir, sem sendir voru til Danang að feæla niður óeirðirnar þar, verða fiuttir burtu. HONGKONG: „Alþýðudagblaðið“ í Peking skoraði í gær á Kín verja að búa sig undir styrjöld gegn Bandaríkjamöhnum. Það eru ekki við heldur bandarísku lieimsvaldasinnarnir sem vilja etríð. Þess vegna verðum við að búa okkur undir styrjöld ?á, isem þeir kunna að hefja í framtíðinni, en miklu fremur smá etyrjöld en stórstyrjöld, sagði blaðið. Blaðið kvað ummæli af bandarískri hálfu um möguleika á bættum samskiptum Bandaríkj anna og Kína tilraun til að grafa undan baráttuvilja og viðbúnaði Ikínversku þjóðarinnar. STOKKHÓLMI: Víetnammálið verður mál málanna j kröfu göngunum 1. maí að því er sagt var í Stokkhólmi í gær. (MOSKVU: í grein í sovézka stjórnarmálgagninu „Izvestia" í gær var lögð áherzla á mikilvægi finnsk-sovézka vináttusamn ings, sem sé mikilvægur skex-fur til friðai-ins í Evrópu, sérstak- lega í NorSur-Evi'ópu. Samnmgui-inn sé þeim mun mikilvægari vegna þess, að yfix-menn NATO og hefndarsinnar í Vestur- Gýzkalandi reyni að auka viðbúnaðinn í Skandinavíu eins og ejá megi af Víðtækum heræfingum sem 'haldnar séu með vissu imHlibili í Norður-Noregi hálægt landamærum Finnlands og Sovétrikjanna. BONN: Vestur-þýzka stjórnin hélt fund í gær til að móta afstöðu sína til ákvörðunar Frakka um að draga sig út úr hern- aðarsamvinnu NATO. Talið er, að Erhard kanzlari hafi tekið (ákveðna afstiiðu gegn áformum Frakka um að draga 72.000 franska herntenn í Vestur-Þýzkalandi undan yfirstjórn NATO. BRÚSSEL: Ráðherranefnd Efnahagsbandalagsins veitti sér í gær frest til að ná samkomulagi um fjárhagsgrundvöll hinnar eameiginlegu stefnu í landbúnaðarmálum. Formaður ráðsins, Pierre Werner, forsætisráðherra Luxemborgar, telur hins vegar «ð samkomulag kunni að nást á næsta fundi ráðherranna 4. og 5. maí. PARÍS: Bandaríkin hafa varað þróunarlöndin við bví, að nmframbirgðix- þeirra af matmælum séu uggvænlega litlar og fikora á þau að leggja meiri 'áherzlu á matmælaframleiðsluna. Callas Framh. af 1. siðu. rétti, að því er góðar heim- ildir í París hermdu í dag. Hún skilaði vegabréfi sínu í bandariska sendiráðinu 18. marz. Sendiráðið vill ekkert um málið segja. María Callas er 43 ára að aldri. Hún er fædd i New York og voru foreldrar henn- ar grískír. Hún sklldi við mann sinn, Giovanni Meneg- hini árið 1959 eftir 12 ára hjónaband. Skilnaðarsökin var vinátta söngkonunnar og gríska útgerðarrriannsins On- assis. 9,2 milljónir Framh. af bls. 1 koma á fót skóiagörðum, fræðslu- ♦xámskeiðum Jyrir húsmæður, og 4il þess að efna til félagsmála- «ámskeiða fyrir unga menn í Af- *nku og Asíu. Aðalstöðvar HGH bjá FAO í Róm, senda alltaf út bðru hverju lista með verkefnum «em mælt er með, og brýn nauö- ifeyn er að hrundið sé í framkvæmd "4»ið fyrsta. Mun íslenzka fram- kvæmdanefnd HGH velja verk- efni úr þessum listum í sumar og verja til þess einhverju af — eða öllu því fé sem eftir er, og geymt er í bönkum í Reykjavík. Upphaflega var það ætlunin að alheims HGH stæði í tíu ár, og eru nú þegar fimm ár liðin. En eins og málin standa er allt útlit fyrir að lxaldið verði áfram að næstu fimm árum liðnum, — enda full þörf á því meðan fjöru- tíu milljónir manna deyja árlega úr hungri og hungursjúkdómum, eins og nú gerist. Æskulýðssamband íslands stofn setti hina íslenzku nefnd, og mun hún taka ákvörðun um frekarl starfsemi. Sigurður Guðmunds- son sagði að lokum að óhætt væri að fullyrða að söfnun þessi, og árangur hennar sé mjög eixv dregin yfirlýsing íslenzku þjóðar- innar um vilja hennar.til að taka, þátt í baráttunni gegn hungri, skorti og fátækt í heiminum, og væri þess að vænta að íslending- ar myndu á næstunni auka mjög framlög sín til aðstoðar fátækum þjóðum. Ekki hefði verið tekin1 ákvöi’ðun um hvernig haga skyldi frekari söfnunum en framkvæmda nefndin ynni nú að þvx' að finna góða lausn á því máli. Reykjavíkursýning í Bogasal Reykjavík OÓ. iSÝNING á myndum úr Minja safni Reykjavíkur var opnuð í bogasal Þjóðminjasafnsins í gær. Eru sýndar þar myndir og kort frá Reykjavik allt frá árinu 1715 +il þessa dags. Geir HaHgríms- son, borgarstjóri otmaði gvning una. Við það tækifæri afhenti hann Árna Óla. saenritara Reykja vikur heiðursgiöf borgarstjórnar, hundrað þúsund krónur. Auk mynda er á svningunni stórt líkan áf Revkiavík eins og hún leit út árið 1787. Sýnmgunni er skipt í sex flokka. í þeim fvrsta eru kort gerð á tímabiHnu 1715 til 1920. Þar eru með útlits mvndir af bænum sem Sæmundur Hnlrrx gerði 1783. (Þá eru myndir eftir Jón Helga son biskup. Að vísu er ekki svnd ur nema lítill hluti þeirra mynda sem Minjasafnið á eftir bann höf und, en þær eru vel valdar og ffefa góða hugmvnd um Reykja- vík aídamótááranna. f briðja flokki eru mvndir eftir nokkra erlenda listamenn. sem hingað komu á tveim síðustu öid um. Meðal þeirra eru tvær vatns litamyndir eftir hinxi l»ekkta mál ara Pocoock, sem hér var á ferð inni laust fyrir aldamótin 1800. Reykjavíkurborg keypti þessar myndir á uppboði hjá Schoutbys ? London í fyrra, og hafa þær ekki áður verið almenningi til sýnis. •í einum flokknum eru vfirlits myndir frá 1801 og 1836 eftir Aage Nielsen-Edwin og Eggert Guðmundsson. Þá koma myndir eftir síðari tíma listamenn Með al þejfc-ra má njrfna Ásigrím Jónsson og Þórarinn B. Þorlás son. Að síðustu eru á sýninigunni liósmyndir af skreytingum gam alla timburhúsa. Eru þær tekn ar af Skarphéðni Haraldssyni. Þeir Lárus Sigurbjörnsson og Kjartan Guðjónsson sáu um uppsetningu sýningarinnar Verð ur hún opin fram yfir páska. en lokuð á föstudaginn langa og pláskadag. Aðalfundur Kvenfél ags Félagið gefur 10.000 kr. í kosningasjóð Alþýðufl. KVENFÉLAG Alþýðuflokksins í Reykjavík hélt aðalfund sinn mánudagskvöldið 4. þ.m. í upp hafi fundarins talaði frú Soffía Ingvarsdóttir um væntanlegar borgarstjórnarkoáningar og um lista Alþýðuflokksins, sem hefur verið birtur. Taldi hún hann væn legan til sigurs fyrir flokkinn. Fundurinn 'ákvað að kvenfélagið gæfi tíu þúsund kr. í kosninga- sjóð. Það kom fram í skýrslum stjórnar og fasta nefnda að hag ur félagsins er mjög góður og starf þess hefur verið fjö’breytt og með ágætum s.l. starfsár. Nokkrai’ breytingar urðu á stjórn ' félagsins. Katrín Smári, sem verið hefur varaformaður og Hafdís Siguibjörnsdóttir sem var annar meðstjórnandi, báð ust undan kosningu að þessu sinni. í þeirra stað voru kosnar SvanhVít Thorlacius og María Ó1 afsdóttir. Stjói’nina skipa því nú þessar konur: Soffía Ingvarsdóttir, formaður, Svanhvít Thorlaclus, varaformað ur, Rós-Marie Christiansen gjald keri, Bergþóra Guðmundsdóttir, fjármálaritari, Guðný Helgadótt- ir, ritari. Meðstjórnendur: Kristín Guðmundsdóttir og María Ólafs dóttir. í varastjórn voru endurkosn- ar Katrín Kjartansdóttir og A1 dis Kristjánsdóttir. Endurskoðend ur voru einnig endurkosnlr þær Katrín Kjartansdóttir, Fann ey Einarsdóttir Long og Ása Guð mundsdóttir. Fastar nefndir félagsins voru að mestu óbreyttar, en þær eru skipaðar þessum konum. Full- trúar í mæðrastyrksnefnd: Þóra Einarsdóttir og Eimllía Húnfjörð. Fulltrúar í áfengisvarnanefnd kvenna, Gyða Tliorlacíus, Guð- ríður Jóhannsdóttir og Petra Christiansen. Fulltníar I fjáröfl unarnefnd Hallveigarstaða: Krist- björg Eggertsdóttir og Soffía Ing varsdóttir. Kvenréttindanefnd: Guðný Helgadóttir. Bazarnefnd: Bergþóra Guðmundsdóttir, Krist björg Eggertsdóttir, Ingveldur Jónsdóttir, Hólmfríður Björns- dóttir, Rannveig Eyjólfsdóttir, Fanney Einarsdóttir Long. Svan Framhald á 15. síðu. J 7. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.