Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 16
sidan UT VIL EK Aðeins ein kynbomba get- ur á hálfri klukkustund ó- nýtt verk sem í hálft ár hef- ur verið byggt upp af hundr að herprestum. Þegar hinar línusterku konur hafa yfir- gefið orrustuvöllinn eru her- mennirnir í uppnámi og fjandinn er laus .. Alþýðublaðið. Óskiip er að sjá á eftir öllu '|»essu fólki í hafiö, sagði gamla konan, þegar hún sá Moggaun *f gær með borgarstjórnarlistan •um. . „ Karlinn var settur í krók- inn í gær fyrir að vera of töff í túlanum. Sigga systir sagðist þurfa að fá sér nýtt dress á tíu þúsund spírur. Þá laumaði karlinn út úr sér: Auðvitað þarf stelpan að fá nýjan kjól til þess að - hún hafi eitthvað til að fara úr------- Filippía frænka mótmælir ;þessu langa páskahaldi, ekki vegna vinnutaps, heldur ,vegna magans--------- AF ER sem áður var að páskar voru haldnir sem gleðidagar kristinnar þjóðar og jafnframt hitt að föstudagurinn langi sé helgaður minningu um pínu frelsara mannkyns. Hins vegar er páskafríið nær eingöngu helgað ferðalögum utan lands og innan. Sjaldan munu ferðaskrifstofur og aðrir þeir aðilar sem sjá um ferðalög hafa eins mikið að gera og á upprisuhátíðinni. Þegar henni lýkur spyrja menn ekki kunn ingja og samstarfsmenn í hvaða kirkju 'þeir hafi farið eða á hvaða presta hafi verið hlýtt, heldur hvert hafi verið ferðast og hvort ekki hafi verið agalega gaman. Utanlandsferðum mörlandans fjölgar með hverju árinu sem líður og varla getur maður, sem ekki fer til útlanda, að minnsta kosti einu sinni á ári, litið blygð- unai'laust framan í náungann. — Jafnframt að ferðum f jölgar lengjast þær að sama skapi. Nú orðið er ósköp púkó að fara bara til Danmerkur eða Skotlands, sem þóttu mikil ferðalög upp úr 1950, þegar hópferðir hófust. Nú dugir varla minna en ferð til Miðjarð- arhafslanda og Afríku. Flestar ferðaskrifstofur skipu- leggja fjölmennar hópferðir til fyrrgreindra landa um páskana, og komast færri með en vilja yfir há- tiðina og munu skinnhvítir og glænepjulegir íslendingar flat- maga á sólbökuðum ströndum Suðurlanda og koma til baka blóð- rauðir á litinn með auma húð og fá svo kvef í vornepjunni á Fróni, og óska þess að þeir hefðu heldur keypt lóð á Kanaríeyjum og alls ekki komið til baka aftur, og látið ábyrgðarmennina sem skrif uðu upp á ferðaVíxlana um að borga þá. Eitthvað verða þeir að gera sem ekki hafa aðstæður til að komast ,til útlanda í páskafríinu, sem er ; lengsta frí ársins, að undanskildu | sumárleyfi, þeirra sem það fá, sem er nokkuð misjafnlega langt eftir starísgreinum og aðstöðu ein- stakra manna, eða allt frá þremur víkum og upp í 6 mánuði. Margir leggja land undir fót og ferðast innanlands og verða þá að fara í stórum ferðabílum, eða í bílum með drifi á öllum lijólum, því venjulegum bílum er ekki fært að kafa þjóðvegi landsins á þess- um árstíma. Siður mun flestra þeirra sem láta sér nægja innan- landsferðalög að fara á Snæfells- nes og bíða í tvo til þrjá daga eftir að þokubakkanum létti af Snæfellsnessjökli, svo eitthvað sé í varið að ganga á jökulinn, síðan er farið heim. Enn hefur ekki heyrst um ferðamannahóp sem þurft hefur að leggja á sig jökul- gönguna í páskaferð á Snæfells- nes. Veðurguðirnir, nú eða Bárð- ur gamli, sjá fyrir því. Öræfa- ferðir eru og mjög í tízku enda héraðið rómað fyrir veðursæld í páskahretinu. í auglýsingum ferðaskrifstofa er á það bent, að í sveitinni sé skjól fyrir öllum áttum og því alltaf logn þar um slóðir. Hins vegar er aldrei á það minnst að stundum rignir á Suð- Austurlandi. Hvað um það, út vil ek, sagði kerlingin, eins og karlinn sagði. Allt er betra en að híma heima um hátíðina. Enda flestar stofn- anir sem mættu verða fólki til dægrastyttingar lokaðar. Það eina sem stendur fólki opið er flótti að lieiman og kirkjur. Og þarf enginn að fara í grafgötur með livor kosturinn er vinsælli. Einn er þó sá sem auðsjáan- lega er ætlað að híma heima og láta sér ekki leiðast. Það er mað- urinn sem keypti aðskiljanlegar áfengistegundir í ríkinu í gær fyr- ir nær fimm þúsund krónur. Þegar afgreiðslumaðurinn hafði látið birgðirnar í kassa og njörvað vand lega utan um gleöigjafann, tví- sté karl og var enn eitthvað að vanbúnaði og sagði: — Ég held að það sé rétt ég fái eina 1 vasan*. C=3 Hann kjaftaði sig út úr því! ■ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.