Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 11
t=RitstjórS Örn Eidssonj^f^^^ Lið íslands sem sigraöi Skota i janúar. Hafa skal það er sannara reynist 3. Po!ar Cup keppnin í Höfn um páskana: Öll Norburlöndin taka þátt í mótinu III. Polar Cup keppnin hefst í Kaupmannahöfn á föstudaginn langa og lýkur á Páskadag. Mótið er jafnframt Norðurlandameist- aramót í Körfuknattleik og senda Norðurlöndin öll fimm, lið til keppninnar. íslenzka liðið mun fara utan á skírdag og koma heim aftur á 2. páskadag. Polar Cup keppnin hófst í Stokk hólmi árið 1962 í tilefni af 10 ára afmæli sænska körfuknatt- leikssambandsins. Gáfu Svíar veg- legan blkar úr sænskum kristal, sem farandgrip, er keppa skal um eftir sérstakri stigatöflu. Pinnar hafa sigrað glæsilega á þeim 2 Polar Cup mótum, sem haldin hafa verið, Svíar hafa hlotið arinað sæti, íslendingar þriðja og Danir Körfuknattleiksfélög! Frestur til að senda þátttöku- tilkynningar í bikarkeppni KKÍ árið 1966 hefur verið framlengdur til 15. apríl. Eftir þann tíma verð- ur ekki tekið á móti þátttökutil- kynningum. — KKÍ. Aðalfundur Knattspymufélags- ins Fram verður haldinn í félags heimilinu miðvikudaginn 13. apr. og hefst kl. 20,30. fjórða, en Norðmenn hafa ekki sent lið á keppnina fyrr en nú. Norðurlandameistararnir, Finn- ar, hafa verið í sérflokki á þessum mótum. Þeir hafa leikið körfu- knattleik síðan árið 1938 og hafa langmesta keppnisreynslu þessara liða. Finnar náðu góðum árangri á Olympíuleikunum í Tokyo og á Evrópumeistaramótinu í Rúss- landi sl. sumar hlutu þeir tólfta sæti eftir að hafa verið óheppnir og tapað leikjum með nokkiu-ra stiga mun. Svíar hafa haldið öðru sæti á Polar Cupnum, en voru næstum búnir að tapa fyrir íslendingum í Helsinki 1964. Það hafa orðið miklar framfar- ir i körfuknattleik í Svíþjóð und- anfariö. Svíar hafa sent efnilega körfuknattleiksmenn til Banda- rfkjanna á skóla þar, svo sem Hans Albertsson 200 sm. og Kjell Rannelid 201 sm., ennfremur hafa þeir fengið bandariska þjálfara og haldið uppi sérstökum æfingabúð- um. I Danir töpuðu fyrir íslendingum með einu stigi í Helsinki og munu ákveðnir í að hefna harma sinna á heimaleikvelli, enda hafa þeir ákveðið að leiknum við íslendinga verði sjónvarpað. Við höfum leikið f jóra landsleiki við Dani, tapað tveimur, sem leiknir voru í Danmörku, en unnið tvo á hlutlausum velli. Norðmenn senda nú lið í fyrsta skipti á Polar Cup. Norskur körfuknattleikur er að mestu ó- þekkt stærð, hins vegar er þó vitað að körfuknattleikur á vaxandi vin- sældum að fagna þar í landi og hefur íþróttin verið kennd í skól- um um árabil. íslenzka landsliðið er þannig skipað: Örn Birgis, Einar Bollason, Agnar Friðriksson, Hólmsteinn Sigurðsson, Hallgrímur Gunnars- son, Kolbeinn Pálsson, Ólafur Thorlacius, Gunnar Gunnarsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Einar Matthíasson, Kristinn Stefánsson. Meðalaldur liðsins er tæplega 22 ár, meðalhæð 188,2 sm. og sam- eiginlegur landsleikjafjöldi er 89 að viðbættum 16 unglingalandsl. Aðeins einn r.ýliði er í liðinu að Framhald á 15. síðu Stúdentar sigr uðu í II. deild Stúdentar sigruðu í II. deild ís- landsmótsins f körfuknattleik að þessu sinni og leika í I. deild næsta ár. Þeir unnu Skarphéðinn í úrslitaleik með 49 gegn 44. , „Miklir menn erum við Hrólfur minn,” var einhvern tíma sagt. Þessi setning kom mér í hug eftir lestur fimm dálka rammaklausu „Alf” á íþróttasíðu Tímans um aðalfund KRR, sem fram fór í síð- ustu viku. „Alf” er ungur og á- hugasamur íþróttablaðamaður og um margt snjall, flytur oft ná- kvæmar og fróðlegar fréttir og greinar í blaði sínu. En stundum, og því miður fulloft lætur hann skapið hlaupa með sig í gönur. Þetta er gjarnan ungra manna siður og er varla til annars en brosa að því. Þó getur slíkt geng ið of langt og þannig fór í áður- nefndri grein. Á sl. hausti barst KRR beiðni frá söfnuninni „Herferð gegn hungri” um styrktarleik. — Mál þetta var rætt á stjórnarfundi og ekki talið fært að verða við þessu af ýmsum ástæðum. Eins ög „Alf” ætti að vera kunnugt, sem einn af forystumönnum knattspyrnunnar í Reykjavík, er leikjafjöldi hér orðinn það mikill, að erfitt er um vik. Það er því ávallt vandkvæð- um bundið að koma fyrir auka- leikjum. Sú var þó ekki aðalor- sök synjunarinnar, heldur, að KRR voru ávallt að berast beiðnir um Ieiki í þágu líknarstofnana. — Á sínum tíma var því gerð samþykkt um, að neita öllum aðilum um slíka leiki. Það er erfitt að gera upp á milli hinna ýmsu góðgerða- stofnana. f greininni í Tímanum segir „Alf” að Ólafur Jónsson hafi sagt í ræðu á aðalfundinum, að KRR-menn skorti dómgreind til að gera upp á milli líknarstofnana. Hér er sannleikurinn meðhöndl- aður á frjálslegan hátt, en það er því miður ekki eins dæmi á þess- ari arinars „ágætu” iþróttasíðu, „Alf” ræðir mjög fjólglega um þá miklu viðurkenningud), sem íþróttasíða Tímans hafi hlotið I sambandi við þetta mál (sei, sei, sei). Varla hafi verið um annað mál rætt á aðalfundinum o.sfrv. Það er rétt að nokkrar umræður spunnust um þetta leiðindamól á fundinum, en það er hæpið að halda því fram, að þær umræður hafi verið viðurkenning fyrlr Tím- ann. Íþróttasíða blaðsins kom af stað moldviðri um málið algerlega að ástæðulausu oe vonandi gegn betri vitund. en álítur það síðan • viðurkenningu fvrir sig, að það skuli rætt á aðalfundi Knattspyrnu ráðsins. Hvað er eiginlega að manninum? í atkvæðagreiðslu um stefnu KRR í málinu, stóð aðal- fundurinn nær einróma með stiórninni. Tiilaga um traust til stiórnarinnar. var og staðfesting á fvrri sámb. sem var gerð með öllum atkvæðnm allra fulltrú- ánna gegn einn. Sá sem greiddi atkvæði á móti var einn af full- trúum Knattspyrnufélagsins Fram og formaður knattspyrnudeildar félagsins og iþróttaritstjóri Tím- ans, Alfreð Þorsteinsson! Að lokum fer „Alf” nokkrum orðum um skrá í skýrslu stjórn- arinnar yfir fundarsetu ráðs- manna. Honum finnst greinilega lítið til um slíka skrá og fer um hana háðslegum orðum, talar um rúsínuna i pylsuendanum o.s.frv. Þarna fór þessi ungi rpaður út á hálan ís. Að mínu áliti á ekkl síður að skrásetja fundi og stört þeirra, sem inna af höndum sjálf boðavinnu í þágu íþróttahreyfing- arinnar, en t. d. íþróttaafrek. — Störf þessara manna eru ómetan- leg, þeir fórna mörgum fristund- unum fyrir íþróttirnar, og of oft er vanþakklætið einu launin, sem þessir menn fá. Enda fer þeim nd óðum fækkandi, sem fást til slíkra starfa. Þetta ætti „Alf” m. a. að hafa í huga, áður en hann mundar „sensasjons”-penna sinn næst. —. Sanngjörn og málefnisleg gagn- rýni er sjálfsögð og nauðsynleg fyrir íþróttahreyfinguna sem aðra en naglaleg og óviðurkvæmileg skrif, eins og þau, sem „Alf” léf frá sér fara um áðurnefndan styrkt arleik eru engum til gagns né sóma og sízt honum sjálfum. Einar Björnsson. Frétlaritari Alþýðu- blaÖsins á Polar Cup um páskana Fréttaritari Alþýðublaðsins St Polar Cup mótinu í Kaupmanna- höfn um páskana verður Guðj^n Magnússon, en hann hefur skrif- ' að um körfuknattleik fyrir íþróttæ síðuna í vetur. Umsögn Guðjón* < um keppnina birtist í fyrsta blaO- inu eftir páska — á miðvikudag. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. apríl 1966 1$. <

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.