Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 6
lívikmyndir um páskana ■jf 8TJÖRNUBÍÓ: PASKAMYND Stjörnubíós heitir a8 þes u sinni „Hinir dæmdu hafa enga von“ með úrvalsleikurunum Spencer Tracy og Frank Sinatra. Þó að margir kunni að deila um hversu mikill leikari „Frankie boy“ sé munu þeir þó tæplega mótmæla því að Tracy sé einn stórkostlegasti leikari sem Hollywood hefur nokkurntíma boð ið upp á. í því tilfelli ætti að nægja að minna á kvikmyndina Gamli maðurinn og hafið sem sýnd var í Laugarásbíói fyrir nokkrum árum. Meðai annarra mynda sem aukíð hafa frægðarferil þes a mik ilhæfa leikara eru „The Monky Trial“ og svo myndin um Núrn berg réttarhöldin. í báðum þessum myndum var leikur hans stórkost legur. Á frummálinu heitir þessi páskamynd „Devil at 4 O'clock" og bókin hefur fengist hér á ensku. Hún fiallar um þrjá afbrotamenn ýmis kyndug ævintýri sem bæði eru gráthlægileg og sorgleg í senn Rúmsenur eru svo tíðar að jafn vel James Bond yrði grænn af öfund og kallar hann þó ekki allt ömmu sína. Með önnur hlutverk fara Su anna York, Hugh-Griff- tth, Edith Evans og Diane Cilento. + NÝJA BÍÓ. NÝJA BÍÓ kynnir safn af ung um upprennandi stjörnum í kvik myndinnj Sumarfrí á Spáni. Það eru Ann-Margret, Tony Franciosa, Carol Lynley, Gardner McKay, Pamela Tiffin og Andre Lawrence. Og svona til að bæta bragðið er hinn gamli góði BrianKeith. Mynd in fjallar um þr.iár ungar óreynd ar stúlkur sem að sjálfsögðu hafa mikinn áhuga fvrir ástinni, og ákveða að fara til Spánar í sumar fríi sínu til að kvnna sér það fyr irbrigði nánar. Sú ferð hefur í för með sér margvfsleg ævintýri og Frank Sínatra og ung hjúkrunarkona (Sjörnubíó). sem eiga fyrir sér langa refsi sem eiga fyrir sér refsivist eftir strokutilraun. — Þeir lenda m.a. hltta séra Doonan, sem Tracy leikur. Eldf jall er á eynni og er vit að að það muni gjósa von bráðar, og öll byggð í hættu. En nú er bezt að segja ekki meira heldur láta fólk um að sjá hvernig fer. -^- TÓNABÍÓ: Tónabíó verður með ensku gam anmyr-dina Tom Jones, sem marg ir hafa beðið eftir með eftirvænt ingu. Hún er sögð snilldarlega leikin og vel gerð enda hlaut hún fern Oscarsverðlaun og fjölda- annarra viðurkenninga. Tom er leikinn af hinum unga og glæsi- Tega Albert Finney sem' er á góSri leið með að verða ein skær asta stjarna kvikmyndanna. Hon um hafa boðist svo mörg stóiSilut verk að hann sér varla upp úr þeim, og því orðið að neita mörg tim góðum tilboðum, eins og t.d. að leika Lawrerice of Aarabía, én það hlutverk hreopti Peter O' Tooie sem kunnugt er. Tom Jon es -er -ungur- hrekklaus sveitapilt- ur sem er ómótstæðilégur -fyrir allar konur og allar konur ómót staeðilegar fvrir hann. Þetta hef ur að sjálfsögðu I för með sér vandræði, en að sjálfsögðu fer allt vel að lokum. ■Jf KÓPAVOGSBÍÓ. KOPAVOGSBÍÓ sýnir áfram um páskana kvikmyndina Komuigur sólarinnar, með þeim Yul Brynner og George Chakaris. Spennandi bardagamynd eftir því sém við heyrum. Yul Brynner er óþarfi að kynna en George Chakaris er einn hinna ungu á uppleið. Hans fyrsta stóra hlutverk var í West siöe story, þar rem hann lék Bernardo, bróður Maríu. Hann hefur áður leikið með Brynner í myndinni Flight from Ashiya, sem einnig var sýnd í Kópavogsbíó, og þar fór Richard Widmark einnig með aðalhlutverk. + LATJ G ARÁSBÍÓ LAUGARÁSBÍÓ sýnir JRómarför frú Storie, sem gerð er eftir sögu unnj „The Roman Spring of Mrs. Stone“ eftir Tennesse WiUiams. Aaffálhlutverk leika Viyian • Leigh' Warren Beatty, Car<d Browne -og Jill St. John. Myndin fjaUar nm miffaldra leikktynu sem ákveffur að setjast i helgan *tem ásamt manni sínum. Þau leggja af stað til Rómar í skemmtiferff en á leiff inni andast herra Stone. Vivian á kveður þá að setjast aff í borginni eilífu og lifa rólegu lífi. Þar kem ur, að henni finnst hún vera orð in hálfgert rekald og fer að þrá tilbreytingu. Og sem svar viff því kemur á hennar fund greifynjan TerribUi Gonzales, sem virðist bera nafn með rentum. Hún lifir á því að koma miðaldra frúm í kynni við unga glæsilega ítala, og hefur einmitt einn slíkan í för með fér, þar sem er Warren Bea tty. Og þá er ekki að sökum að spyrja, djöfladans ástar og afbrýð issemi er hafinn. + BÆJARBÍÓ: Bæjarbíó sýnir myndina „Dr. Si belius, kvennalækninn." í henni hefur Lex Barker lagt frá sér Tarzan búninginn og íklæðst læknasloppi. Hann er mjög mik ils metinn læknir og farsæll í starfi sínu. Hins vegar á hann erf itt heima fvrir, þar sem hin fall- ega kona hans Elízabeth þjáist af óskaplegri afbrýðissemj sem er að eyðileugia hjónaband þeirra. Er þaff aðeins vegna hinnar skiln ingsriku móður Elizabethar sem hjónabandið helzt því að hún geng ur tíðum á milli þeirra og revn ir að onna angu dóttur sinnar fvr ir bvf sem óhiákvæmilega skeður ef hún baidi svona áfram. En beg ar dr. Sibelius tekur að stunda gamla vinkonu rína, sem er með ólæknandi siúkdóm tryllist Eliza beth gersamlega, og spennan magn ast. -^- HAFNARBÍÖ. SEAN CONNERY og Tippi Hedr en leika aðalhlutverkin í páska mynd Hafnarbíós. Hér er þó ekki á ferðinni ný James Bond mynd, heldur Hitchcock hrollvekja sem heitir „Marnie.“ Mamie er ung stúlka sem vægast sagt er ekki eins og fólk er flest Hún er hrædd við þrumuveður og rauðan lit; líka þjófur. Marnie Sean Connery og Tippi Hedren (Hafnarbíó) skiptir oft um vinnu; en jafnskjótt og hún hefur komist að raun um hvar peningaskápur fyrirtækisins er, tæmir hún hann og leggur á flótta. En þegar hún ræður sig hjá fyrirtækinu Rutland og Co. kannast einn af forstjórunum við hana. Hann heitir Mark Rutland (Connery) ag veit að hún stal tíu þúsund dollurum frá einum við- skiptavina hans. En Mark verður ástafanginn af henni og þegar hún rænir penlngaskáp fyrirtæk isins selur hann hana ekki í hend ur lögreglunnar, heldur biður hana að giftast sér. Hún er fremur mót fallin því þótt hún sé ástfangin af honum en fellst samt á það. Hjónaband þeirra er erfitt og það koma fyrir ýmsir dularfullir hlut ir. Að lokum er Mark orðinn stað ráðinn í ví aff kómast fyrir leyndar Dean Martin og Ursula Andres (Austurbæjarbíó) mál konu sinnar svo að hann fer með hana til móður hennar og þvingar þær til að tala. En nú segjum við heldur ekki meira. -^- AUSTURBÆ JARBÍÓ: FJÖGUR í Texas heitir páska myndin sem Austurbæjarbíó sýnir og leikarar eru engir aðrir en Frank Sinatra, Dean Martin, An ita Ekberg og Ursula Andress. Þeir Frank og Dean eru þar hálf gerðir grallarar eins og við mátti búast og elda grátt silfur saman fyrst í stað. Þar kemur þó að þeir uppgötva að í rauninni eru þeir ekki óvinir heldur voru skærur þeirra á misskilningi byggðar. Þeir uppgötva einnig að það var í rauninni sameiginlegur óvinur þeirrá beggja sem átti sök á þeim hörmulegu mistökum og er hann' þá sóttur heim með viðeigandi hætti. í • ■■ ■- í HAFNÁRFJARDARBÍÓ HAFNARFJARÐARBÍÓ sýnir áfram frönsku myndiha „Þrenn sannindi“ með þeim Jean-Claude Brialy, Michéle Morgan og Cather ine Spaak. Myndin fjallar um ólik an skilning Ibriggja oersóna á hin um raunverulega sannleika. Brialy er ungur maður isem kemst í kynni- við hina miðaldra frú Morgan og reynir mikið að ná ■ ástum hennar. Hún kemur sér þó' unda'nrþrátt- fyrir brennandi löng' Un sína. og það er ekki'fyrr en; dóttir hennar - kemur heim sem! . - - - .■ .< . v - -■ •* I hún tekur við sér. En þá er þaðj of seint því að unga fólkið feliir’ hugi sáman og bað endar með því að þau giftast. En bað geng, ur á ýmsu og ioks er unga frúin' myrt. Eða var að sb'dfsmorð? Éf, ekki, hver er þá morðipginn. Hin: afbrýðissama móðir effa hinn ofsa’ •fenjrni'iéigjpÞ*sfari AffBarnir géfa' ■liver um sig skýrslu um rás at -burðanria. Þrerin sarinindi þrír’ möguleikar. 6 7. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.