Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 4
icaKsss) Rttotjörsr: Gylfl Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndal. — RltstíSmerfull- trtl: EUSur GuSnaaon. — Slmar: 14900-14903 — Auglýelngaalml: 14S06. ASsetur AlþýOuhúalO vlO Hverflsgötu, Reykjavík. — PrentsmlOJ* AlþýOu bUOslus. — Askrlftargjsld kr. 95.00 — t lausaaölu kr. S.00 elntaktO. (Jtgefandl AlþýOuflokkuriniL Olía og ál ÞAÐ voru athyglisverðar upplýsingar, sem fram íkomu í ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptamála- 'ráðherra í efri deild Alþingis síðastliðinn þriðju- ,dag, er hann mælti fyrir frumvarpi til staðfesting ar á alþjóðasamningi um lausn fjárfestingardeilna milli ríkja og þegna annarra ríkja. En þessi samning ur gerir ráð fyrir, að alþjóðlegur gerðardómur, þar sem hvor aðili tilnefnir einn mann og aðilar koma sér síðan saman um þann þriðja, leysi slík deilumál. Gylfi skýrði frá því 1 ræðu sinni, að allar götur síðan 1953 hefðu verið ábvæði í stærstu viðskipta- samningum íslendinga, olíusamningunum við Rússa, þess efnis, að sovézkur gerðardómur leysi allan á- greining og ideilur vegna samningsins. Orðrétt hljóð ar samningsákvæðið svo: „Sérhver deila eða misklíð, sem upp kann að koma við framkvæmd þessa samn ings eða í sambandi við hann, skal útkljáð af gerð ardómnum um uta(nríkisvijðskipti í Verzlunarráði Sovétríkjanna í Moskvu samkvæmt reglum þessa :gerðardóms“. Þessa samninga samþykkti Lúðvík Jósefsson þris- svar sinnum meðan hann var viðskiptamálaráðherra íog þá var Hermann Jónasson formaður Framsókn- •arflokksins dómsmálaráðherra. Voru þeir Hermann og Lúðvílv að afsala hluta af fullveldi íslands með ,’þessum samningum? Voru þeir að flytja dómsvaldið tút úr landinu? Gylfi kvaðst ekki telja þessi gerðardómsákvæði sérstaklega ivarhugaverð, ef svo væri, hefði hann jekki staðið að gerð samninga með þessu ákvæði, og thann kvaðst ékki vantreysta hinum sovézka gerðar [dómi, þótt hann að vísu hefði heldur kosið, að al fþjóðlegur gerðardómur fjallaði um þessar deilur. Stjórnarandstæðingar hafa gert mikið veður út af ákvæðinu um alþjóðlegan gerðardóm í álsamn- íingnum. Hér er um nákvæmlega sama tilvikið að rræða. Álsamningurinn er gerður milli íslenzku rík (isstjórnarinnar og svissnesks fyrirtækis. Olíusamn- (ingurinn er gerður milli íslenzku ríkisstjórnarinn ar og sovézks fyrirtækis. Olafur Jóhannesson prófessor helzti talsmaður : stjómarandstöðunnar um þetta ákvæði samninganna >var rislágur í gær, er hann reyndi að svara ræðu fGylfa. Var nú helzt á honum .að skilja, að þetta á- ♦kvæði væri óþarfa tildur, en ekki hættulegt og van ^virða fyrir fnllvalda ríki. Stjórrtlagafræðingurinn 'Var ekki jáfn borubrattur þá og í útvarpsumræðun *um á dögunum. 35 ríki hafa þegar undirritað þetta samkomulag um lausn fjárfestingardeihta. Okkur íslendingum i er tvímælalaust hagur í að gerast þar einnig aðilar ,að eins og við höfum kosið að gerast aðilar að fjöl þjóðlegu samstarfi á svo ótal mörgum sviðum 4 7. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■ ■ ■ SHAMPO é m lÆ f a! i. n. i Hf M [i| b| i § JLl Lz ijj s <XK><><XX><XX><X><><>0<X><XX><X><><><X><><><>0<>0» V ★ Lengsta hátíð ársins. X x ir AS verja tómstundum sínum vel. n X ir Góð norsk útvarpssaga, sem á vaxandi vinsældum o 6 að fagna. Yi X ★ Fljótmæltí útvarpsþulurinn. $ <><><>00<><><><><> 0'XV<XKK><X><XKXX><X>0<><><X>' OG NÚ ER HAFIN lenffsta M tið ársins. Fyrrnm var hun ekki kærkomin dasrlaunamönmun, þá höfðu þeir hvorki vinnu né kaup. Og enn er þetta svona hjá mörgr um, en miklu faerri en áður regna þess, að margir fá fast vikukaup og greitt líka fyrir helgidaga, þó að þá hverfi eftirvinnukaupið, sem margir lifa á, því annars gætu þeir ekki lifað á kaupinu, sem þeir fá fyrir átta stunda vinnu dag, að minnsta kosti ekki þeir, sem búa við húsaleigu. EINN MESTI VANDI okkar mannanna er að kunna að verja tómstundum sínum vel. Það tekst ekki öllum, og langt frá því, cnda er Það vlst sanni næst, að marg ir eiga fáar tómstundir alla jafna því að vinna býðst og kaupið með og allir keppa að því að fá meira en þeir háfa og slítur þetta mörgum og drepur ekki ófáa. Nú fáum við nokkrar tómstundir alla þessa .helgidaga. Ég held að bezt sé varið tómstund með því að lesa góða bók. ÉG HEF OBÐIÐ VAR VIB það, að útvarpssagan Dagurinn og nótt in eftir norska skáldið Johan Boj er likar mjög vel. Eg hef hitt fólk, sem heyrði ekki fyrstu iestr ana, og eftir því sem meira er talað um söguna sjá menn eftir því að hafa misst af. Ég hef feng ið tilmæli um það, að vekja máls á því við utvarpsráð hvort ekki sé 'hægt að endurtaka söguna og þá á einhverjum öðrum tímum dagsins. Ég kem þessari málalcit un hér með til réttra aðila, en efast um, að hægt sé að koma þessu við. Jóhannes Guðmunds son á þakkir skildar fyrir að hafa þýtt þetta sníldarverk. Hjörtur Pálsson les hana af miklum glæsi brag. OG ENN VERÐ ég að vekja máls á því að hlustendur gagnrýna mjög einn útvarpsþulinn. Gagnrýn endumir segja allir, að þulurinn lesl alltof hratt svo að erfitt sé að fylgjast með efninu, en auk þess sé einna líkast því að hann sleppi orðum úr setningum og þá fyrst og fremst smáorðum og geri setningar alla jafna endasleppar. Þetta er rétt. Þulurinn hefur fall ega rödd, það vantar ekki og lið ugan leshátt, en hraði hans er allt of mikill. Gallana á máli sinu get ur hann áreiðaniega lagað. Hvers vegna gerir hann það ekki? OG SVO ÓSKA ég öllum gleði legrar páskahátíðar. Ilannes á horninu Trúlofunarhringar Fljót afgreiðsla Sendnm gegn póstkröfn, Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.