Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 2
Finni dæmdur fyrfr gi ðl< st Helsingfors 19. 9. (NTB-FNB.) Rithöfimdurinn Hannu Salami var I dag dæmdur í þriggja mán aö'a fangelsi skjlorösbundið fyrir guðlast í bók sinni. „Jhannustan eit“ (Jónsmessunæturfagnaður). Útgáfufyrirtækið, Otava, var dæmt iil að greiða ríkinu 46,000 mörk (rúmlega 600.000 krónur), en það «r sem svarar ágóðanum af sölu bókarinnar. Þá var förstjóri for- lagsins, Karl Keenpáa, dæmdur til að greiða 2.000 marka sekt, Málaferlin gegn Salama hafa vak ið g.furlega .athygli. Dómui'inn er í samræmi við ákvæði í hegn ingarlcgunum og prentfrelsislögun um um viðurlög við guðlasti. Áð ur en málið kom til kasta dóm- Framhald á 15. síðu. Úrslit sænsku kosninganna Þcgar aðeins var eftir að telja rúmlega 300.000 utankjör- staðaratkvæði í sænsku bæjar- og sveitarstjórnakosningunum voru úrslitin sem hér segir (samanburðurinn er miðaður við bæjar- og sveitarstjórnakosníngarnar 1962); Jafnaðarmcnn: Þjóðflokkurinn: Hægri flokkurinn: Miðflokkurinn. Kommúnistar: Kristen Demokratisk Samling. Borgerlig Samling (sameig- inlegir listar borgaraflokk- anna þriggja): 1.798.375 atkvæði (töpuðu 196.901) 42,8% (töpuðu 8.2) 804 fylkismenn (töpuðu 94) 692.127 atkvæði (bættu við sig 28.041) 16,5% (töpuðu 0.5) 281 fylkismaður (tönuðu 4) 592,260 atkvæði (bættu við sig 15.672) 14,1% (töpuðu 0,6) 238 fulltrúar (töpuðu 12) 588,482 atkvæði ( bættu við sig 66.785) 14,0% 267 full- tr. (bættu við sig 40) 277.060 (bættu við sig 123, 754) 6,6% (bættu við sig 2,7) 81 fulltr. bættu við sig 52) 75.436 (------) 1,8% (- — ) 1 fulltrúi (— —) 107,423 (------) 2,6% (-------) 44 fulltrúar (— —) Sameiginlegir listar Þjóð- flokksins og Miöflokksins. 69,027 (-----) 16% (-------) 37 fultrúar (— —) Borgaraflokkarnir skipta á milli sín þeim sætum, sem sam- eiginlegir listar þeirra unnu. Búizt er við, að borgaraflokkarnir i og þá einkum Hægri flokkurinn fái megnið af utankjörstaðar- atkvæðum. Það getur leitt til þess að borgarflokkarnir fái meiri hluta bæði í Stokkhólmi og Gautaborg. Veitingahúsið ASKUR. SUÐURLANDSBRAUT 14 BÝÐURYÐUR grilleraða kjúklinga SÍMI 38-550. ÍSLAND HEFUR fullgilt Evrópuráðssáttmála um afnám vegabréfsáritana fyrir flóttamenn. Myndin er tekin í Strassbourg 8. þ. m., er Pétur Eggerz ambassador undirritaði yfirlýsingu hér aö lútandi. Með honum er framkvæmdastjóri lagadeildar Evró puráösins, dr. H. Golsong. Kjördæmisfundur í Borgarnesi KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðuflokks ins í Vesturlandskjördæmi Ihélt fund í Borgamesi síðastliðinn laug ardag, Var fundurinn fjölsóttur og mættu á honum fulltrúar úr öll um sýslum kjördæmisins. Guð mundur Sveinbjörnsson setti fund inn og stýrði ihonum. Höfuðmál fundarins vora blaðaútgáfa flokks ins í kjördæminu, en þar hafði framsögu Guðmundur Vésteinsson ritstjóri og stjórnmálaviðhorfið en um það hafði Benedikt Gröndal framsögu, Urðu miklar umræður um bæði málin. í stjórn kjördæmisráðsins voru U Thant starfar til 20. desemher NEW YOFvK, 19. september (NTB-Reuter) U Thant skýrði frá því á blaða mannafundi í dag að hann væri fús að gegna áfram störfum fram kvæmdastjóra til 20. desember, þegar haustþingi Allsh.þingsins lýkur. En hann færðist undan að svara því, hvort hann stæði fast við þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. U Thant lagði áherzlu á, að Öryggisráðið og Allsherjarþingið yrðu að nota tímann til 3. nóv- ember, þegar kjörtímabili hans lýkur, til að finna eftirmann. Ef það bæri ekki árangur væri liann fús að gegna embættinu til 20. desember. Er U Thant hafði sagt þetta var hann spurður nokkurra spum inga, og breytti hann afstöðu sinni nokkuð. Hann sagði, að ef stjórnmálaástandið batnaði kynni það að stuðla að því, að hann tæki ákvörðun sina til endurskoð- unar. U Thant var beðinn að skýra nánar hvað hann ætti við með þessu, en hann neitaði því og sagði að seinna gæfist honum tækifæri til að svara spurningum blaðamanna. Þeir, sem viðstaddir voru blaðamannafundinn, telja, að U Thant muni ekki hafna hinum eindregnu kröfum um að hann haldi áfram störfum hvað sem það kostar. Síðan U Thant tilkynnti 1. sept. að hann hygðist segja af sér 3. nóvember hafa ríki í austri og Framhald á 15. siðu. kjörnir þessir menn,: Bragi Niels son, Akranesi; Ottó Árnason, Ó1 afsvík; Ásgeir Ágústsson, Stykkis hól'mi; Guðmundur Gíslason, Hell issandi og Sigurþór Halldórsson, Borgarnesi. í varastjórn voru þess ir kjörnir: Guðmundur Svein- björns. Akranesi; Elinberg Sveins son, Ólafsv'k; Stefán Helgason, Grundarfirði; Gisli Ketilsson, Hell issandi og Grétar Ingimundarson, Borgarnesi. Fundurinn igerði einróma eftir farandi ályktanir.: ★ BARÁTTA GEGN VERÐBÓLGU. Kjördæml'sráð Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi lýsir á- nægju sinni yfir því ,að vöxtur þjóðarframleiðslu og þjóðartekna hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar verið meiri en áður og meiri en í flestum öðrum ríkjum. Lífskjör þjóðarinnar hafa batnað á þessu tímabi'li og aldrei verið betri — en voldugar framfarjr verið á öll um sviðum þjóðlífsins. Kjördæmisráðið telur, að hin Framhald á 15. síðu. Enn eitt dráttarvélarslys Rvík, — OTJ. Fimmtán ára piltur slasaðist lífs hættulega er hann varð undir dráttarvél sem valt með hann í húsi Jóns Loftssonar hf. Lækn um á Landakotsspítala tókst þó að bjarga lífi hans og er líðan hans nú sæmileg. Dráttarvélaslys eru nú orðln ó- Iiugnanlega tíð, og þótt mikið só rætt og ritað um málig hafa enn ekki verið gerðar neinar öryggis ráðstafanir sem að teljandi gagni koma. Þessi slys liafa nær alltaf í för með sér dauga, eða a.m,k. stórfelld meiðsli og er varla seinna vænna að reyna að stemma stigu við þeim 2 20. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.