Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 16
STÓR TfÐINDI OG SMÁ Þetta hefur verið lífleg ihelgi, | Ibæði hér heima og erlendis. Tveir j bílfarmar af ölvuðum unglingum voru sóttir upp í Mosfellssveit og fluttir til borgarinnar, en þar hef ur væntanlega borið minna á ólát ium þeirra og drykkjuórum en í eveitarsælunni. Þá burstuðu áhuga samir áhugamenn frá Frakklandi úhugalausa áhugamenn íslenzka í knattspyrnu, og þótti engum raun iar nein stórtiðindi, íþróttáfrétta ritararnir voru þó að halda fyrir leikinn, að nú ættu okkar men*i loks einhverja möguleika, en þetta lialda þeir fyrir hvern einasta fótboltaleik, og er það satt að segja merkilegt, hve jafnágætum imönnum og þeir eru reynist erf itt að læra af reynslunni. Frá Sviþjóð berast þær fregnir, að þar sé í aðsigi þurrkur mikill <af völdum verkfalls, og eru menn þegar farnir að draga að sér birgð ■ir til að vera við öllu búnir, en stjórnarvöldin hafa hins vegar komið með þan,n mótleik að skammta ofan í menn veigarnar -rðustu dagana fyrir þurrkinn. Eru Svíar að vonum 'ákaflega reiðir yf ir þessu, og kemur það glögglega í ljós í kosningum þeim, er fram fóru í landinu nú um helgina, en þá tapaði stjórnarflokkurinn mjög fylgi. Svíar hafa nefnilega eama ■íiátt á og við og kenna stjórnar völdunum um allt sem aflaga fer eins og glöigglega má sjá á þessu dæmi, enda er vandséð itil hvers stjórnarvöld eru annars. En fyrst farið er að minnast á Sviþjóð, sakar ekki að geta þess, að á það ágæta land var ekki aninnst í hinum svokallaða skemmtiþætti, sem fluttur var í útvarpið aðj loknum fréttum á flaugardagskvöldið, ekki einu sinni leikin ein lítil hljómplata frá Sví þjóð og mun það í fyrsta skipti í sögu þessa þáttar. Sjónvarpsmál eru ofarlega) á baugi að vanda, enda íslenzka sjón varpið alveg að byrja, fyrstu send ingar koma jafnvel í næstu viku og hefur svo verið nú um nokkurra vikna skeið. Blöðin hafa nýlega birt bænaskrá sjónvarpsmanna, þar sem bandarískir ráðamenn eru grátbeðnir ,,í nafni frelsarans" að taka ekki augnayndið frá okkur og Tíminn segir í fyrirsögn, að „sala í sjónvarpstækjum" hafi fjórfald ast. Við á baksíðunni vorum reynd ar svo fávísir að halda að salan færi aðallega fram í verzlunum, SJONVARPSTILLAGA. Sjónvarpsáhugamenn eru miklar hetjur. Ef mótmæli þeirra verða höfð að öngu, vér aðhyllumst helzt af öllu núna í svipinn öfuga og fjölmenna Keflavíkurgöngu. en þarna lærðum við, að sjón- varpstæki geta verið til margra hluta nytsamleg, og má vel vera að. hér sé fundin lausn á kvöldsölu vandamálinu alræmda, sem aldrei virðist ætla að verða útkljáð. Bændur hlaupa nú eða r'ða eða jafnvel aka þessa dagana upp um heiðar og afréttir til að smala og er réttarfar með ýmsu móti í sveitum. Það er líka tími til kom' inn að ná í kindurnar, því að sex manna nefndin (sem helzt ekki má nefna í eyru útlendinga því að það gæti valdið misskilningi) er búin að koma sér saman um kjöt verðið en enn mun þó eftir að reikna verðið út, en það er að sjálfsö^ðu sitt hvað að ákveða verð'ð og reikna það út. En það tekur varla langan tíma að reikna út með öllum þeim reiknitækjum sem búið er að koma upp hér á landi. Um næstu helgi 'á að halda góð aksturskeppni með nýstárlegu sniði. Er það svo kölluð góð akst urskeppni og er ætlazt til þess að ökumenn hafi fjölskyldu sína með sér í bílnum: maka, börn, for eldra eða systkini. Eru settar ná kvæmar reglur um það, hvaða ættartemzsl skuli vera leyfð í þessu sambandi, og er stranglega bannað að fólk taki með sér ó- iskylda menn. Sýnir það furðu mikla hugsunarsemi, að mönnum skuli þannig aðeins leyft að stofna lífi sinna nánustu í hættn. Og verða þessi orð þá ekki fleiri að sinnj. í nafni frelsarans, sem þér Bandaríkjamenn berjist fyrir í víðri veröld. . . Bréf aiónvarpsáhugamanna. Nú snýst allt þjóðfélagið um sjónvarp. Sumir eru bálrejðir vegna yfirvofandi kanasjón- varpsleysis, en aðrir hlakka til íslcnzlrra sjónvarpsjóla. Ég er að velta því fyrir mér, hvort maður sem tekur sig vel út í sjónvarpi sé ekki SJÓNVÖRPU LEGUR maður. . . . Ég fór með liíla bróður á völlinn til að horfa á þoturnar og þyrlurnar. Honum fannst það agalega spennó. En mest spennó af öllu var þó að geta keypt sér kók í dollu... Ja, þessir karlmenn. í gær las ég eftirfarandi í Vísi: „Nú hefur hún hugsað sér að liætta þessu starfi og helga sig heim ilinu — bónda sínum og upp vaxandi syni. — Sannarlega göfugt þjóðnýtt hlutverk."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.