Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 8
ekki von, að mikið miði, og þá eru hagsmunir landanna mjög ó- líkir og greiðir það ekki fyrir lausn. Er talið að langur tími muni líða þar til nokkru fæst á- orkað, sem munar um í þessum efnum. Svo farið sé vestur um haf, þá hefur undanfarið mikið verið rætt og ritað um Hudsonfljót, sem rennur til sjávar gegnum New York. Það mun vafalaust skít- ugasta fljót í heimi, en nú eru uppi miklar og bjartsýnar ráða- gerðir um að hreinsa fljótið, og verður fróðlegt að sjá hverju þar fram vindur. Sá úrgangur sem fer út í neðri helming Hudsonfijóts, en alls er fljótið 306 mílur á lengd, er við- líka mikill og skólp og annar úr- gangur frá 10 milljónum manna. Með öðrum orðum, ef við 158 míl. af ánni væru útikamrar á báðum bökkum og biðröð við hvern ein- asta, gætu menn gert sér í hug- arlund hvernig ástandið er, að því er segir i ágætri grein um þetta fræga fljót í lesbók New York Times 17. júlí í sumar. Það rusl sem í ána berst á sér ólíkan uppruna, sumt er skólp frá manna bústöðum, úrgangur úr pappírs- verksmiðjum, litur frá efnaverk- smiðjum, fita og kjöttægjur frá kjötpökkunarhúsum, sýrur frá fyrirtækjum í málmiðnaði, lökk og olíur frá málningarverkstæðum og ýmis úrgangsefni frá lyfja- framieiðendum. Svona mætti lengi telja. Þótt ótrúlegt sé, er ástandiö ekki verst í New York, heldur ofar með ánni. Frá New York koma fimm milljarðar lítra af skólpi á dag, en 2/3 hlutar þess magns fara í skólphreinsistöðvar. Fimm stór skip flytja úrgang og föst efni frá þessum stöðvum á liaf út. En slíkt er að sjálfsögðu ekki endanleg lausn á málinu. Það er auðvitað löngu orðið ó- gerlegt fyrir almenning að nota ána annað hvort til skemmtisigl- inga eða sunds. — Það er ef til vill hægt að busla eitthvað, ef maður ýtir frá sér drasli með annarri hendinni og notar hina til að tína út úr munninum á sér, sagði einn af þéim, sem við ána býr. við blaðamann. Veiðiskapur? Ef maður kastar ekki upp við að finna lyktina af vatninu, þá ger- ir maður það áreiðanlega, ef mað- ur ætlar að borða fiskinn, sagði annar við blaðamann New York Times. Fiskurinn er á bragðið eins og hann hafi verið að koma úr olíuhreinsunarstöð! Þarna er illa komið. VIÐ erum alltaf að drekka sama vatnið. — Þessi staðhæfing kann að hljóma undarlega, en hún er engu að síður sönn. Á jörðunni, í henni og í kringum hana er aðeins takmarkað magn af þessum lífsnauðsynlega vökva og það magn er í eilífri hringrás. Það er ekkert ólíklegra, en einhver risaeðla hafi svoigrað í sig sama vatnið fyrir ármilljónum og þú varst að enda við að drekka úr kaffibollanum. — Nú, og meira að segja hefur verið sýnt fram á með rökum, að Lundúnabúar nota sama vatnið átta sinnum áð- ur en það sleppur burt frá þeim, — um tíma. Eins og sagði hér að ofan, þá er vatnsmagnið í veröldinni takmarkað og engar horfur á að það aukist en hins vegar veruleg hætta, ef svo heldur sem horfir, að mannfólkiö spilli svo vatns- birgðum veraldar, að 'hér gæti jafnvel orðið óbúandi í framtíð- inni. — Ja, þetta kemur okkur hér á íslandi ekki mikið við kynnj nú einhver að segja. Við höfum allt það vatn, sem við þörfnumst og mikið meira en það. Þetta er rétt. Hinu má þó ekki gleyma, að með sama fólksfjölgunarhraða og örri íðnþróun og iðndreifingu þá kemur að því fyrr eða síðar, að við þurfum að hafa áhyggjur þungar af þessum málum, og það kann að verða fyrr en nokkurn grunar. Grannar okkar á megin- landinu og í Bretlandi mega öf- unda okkur, því þcim er nú mik- ill vandi á höndum. Þeir eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður. En það er auðveldara að óhreinka vatn, en að hreinsa það á ný. Það hafa þeir rekið sig rækilega á. Ekki verður hér gerð nein grein fyrir þessum málum í heild enda slíkt ekki á leikmanns færi, heldur aðeins stiklað á fá- um og kunnum staðreyndum, ef verða mætti til að vekja einhvern til umhugsunar um, að áður en langt um líður verður vatns- mengunar hætta fyrir hendi hér á landi, rétt eins og í öllum öðr- um löndum, þar sem iðnaður kemst á laggirnar. — Við lifum í lokuðu umhverfi, sagði frægur bandarískur há- háskólaprófessor við vikuritið News\Yeek fyrir nokkru. — Við verðum að læra að lifa í Ijósi þeirrar staðreyndar, ,,að við get- um ekki lengur leitt úrgangs- vatn eða skólp út í sjó. Við verð- um alla vega að drekka það aft- ur. Þetta er mergurinn málsins. í dag er ástandið þannig, að skólp frá tugum eða hundruðum millj- óna manna rennur út í ár, stöðu- vötn, læki og sjó, án þess að mikið sé gert til þess að draga úr skaðlegum áhrifum gerla og bakt- ería, sem í skólpinu eru. Víða hafa að vísu verið byggðar skólp- hreinsunarstöðvar, sem sumpart hreinsa skólpið og vinna úr því nothæft vatn og sumpart breyta úrgangnum í föst efni, sem svo eru notuð sem jarðvegsfylling. Hudson-fljótið rennur í gegn um New York borg og þótt ótrúlegt sé kemur til borgarumar. 8 20. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIB I Yfirleitt eru þessar stöðvar í stór borgum, enda nokkuð dýrar bæði í byggingu og rekstri. ÁRNAR EYÐILAGÐAR. Dóná, svo blá, svo blá, svo blá: hefur verið sungið um langa tíð, en nú segja Þjóðverjar, að senn megi fara að breyta þessu og syngja þess í stað, Dóná, svo grá, svo grá, svo grá, því alls konar úrgangsefni bæði mannleg og frá iðnaði hafa nú breytt lit þessarar fallegu ár. Rín er ein megin samgöngu leið meginlandsins en við hana standa að sjálfsögðu fjölmargar verksmiðjur, og hún hefur lengi verið kölluð Cloaka Maxima og skilst þ'á hvernig ástandið þar er. í sumar villtist hvítur hvalur í ána og vísindamaður nokkur gerði tilraunir til að bjarga honum með því að skjóta í hann deyfilyfjum. Hlaut hann ámæli dýraverndunar- manna fyrir bragðið. En hann sagði: Ef ekkert hefði verið gert, hefði hvalurinn annað hvort dá- ið af súrefnisskorti í vatninu eða ó uppleyst þvottaefni í vatninu hefðu kæft hann og skíturinn blindað hann. Þótt nokkur veiði sé enn í ónni þykir sá fiskur sem þar veiðist ekki sérlega frambærilegur. — Sameiginleg nefnd þeirra landa, sem lönd eiga að ánni hefur lengi reynt að finna lausn á mengunar- vandamálinu, en öll löndin hafa mismunandi reglur um hvað er leyfilegt og óleyfilegt og er því þá megnast það mest áður en það i i .on-fljótiö í New York Ef til vill hafa Frakkar farið skynsamlega í þessar sakir hjá sér, en um það má þó deila. Þeir hafa flokkað allar sínar ár og skipt þeim í þrjá flokka. í fyrsta flokknum eru ár, sem ekki má setja úrgangsefni af neinu tagi í. Þær eiga að vera griðland veiði manna og almennings. í öðrum flokknum eru ár, sem setja má meinlítil efni í að vissu marki. í þriðja flokknum eru svo ár, sem setja má hvað sem er í. Svona skipting getur varla verið annað en handahófsleg og hlýtur að verða umdeild. MISMUNANDI REGLUR. Að sjálfsögðu gikla mjög mis- munandi reglur í hinum ýmsu löndum um hvað er leyfilegt og hvað ólevfilegt í sambandi við vatnsmengun og flutning úrgangs efna með vatni. Sum lönd hafa miög strangar reglur, (Sviss), en önnur nær engar þar sem þeirra er ekki talin þörf (ísland). Ef eitthvert fyrirtæki í Sviss neitar að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hreinsa úrgangsvatn frá vcrksmiðium sínum, er málið of- ur einfalt. Þá koma opinberir. embættismenn og loka, unz bætt hefur verið úr. Brýna nauðsyn ber að sjálf- sögðu til að samræma reglur í þessum efnum og hefur Evrópu- ráðið unnið milcið undirbúnings- starf á því sviði, en við ramman

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.