Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 15
Vatnffi Framhald úr opnu. leka og olían seytlar ut í jarð- vatnið. Hvað skeður þá? Hvað verður þá um „heimsins bezta vatn,”? sem við aldrei þreytu.mst á að lofa við útlendinga. Ætli fari ekki af því mesti glansinn? Þetta er vandamál víðar en hér og spunnust um þetta allmikil skrif í dönsku dagblöðunum fyrir tveimur til þrernur árum. Hvað um sumarhúsin öll við Þingvalla- vatn, einhverjir olíugeymar hljóta að vera þar, að ekki sé nú talað um ósköpin, sem eiga sér stað við Mývatn. Og hvað með skólp frá öllum þessum húsum og bústöðum? Það þarf enginn að láta sig dreyma um að það hafi ekki einhver áhrif, og varla eru þau góð. Fyrst minnst var á Þingvalla- vatn, er ekki úr vegi að drepa á þá óhæfu, liggur mér við að segja, sem þar hefur átt sér stað. Nógu slæmir vora þeir sumarbústaðir, sem fyrir voru við vatnið með gaddavírsgirðing- um og tilheyrandi, þótt ekki sé nú bætt gráu ofan á svart með því að fjölga þeim. Vonandi sér Náttúruverndarráð sóma sinn í að taka nú mannlega á móti og koma í veg fyrir að fleiri bústað- ir verði byggðir við vatnið og fækka þeim sem fyrir eru. Þing- vallavatn er ekki vatn fárra, held- ur vatn allra, sú var áreiðanlega ætlunin með lögunum um þjóð- garð á Þingvöllum. Austurríkismenn eru nú í öng- um sínum vegna þess, að feitríkir 'Þjóðverjar hafa keypt upp flesta vatnsbakka við fjallavötnin þeirra og byggja þar sumarhús. Hið sama má ekki henda hér, jafn vel þótt íslendingar eigi í hlut. Nóg um það. Það er ekki ófróðlegt, en ekki beinlínis skemmtilegt að ganga Skúlagötuna í sláturtíðinni. Þá er sjórinn litaður langt út og lieldur ókræsilegt um að litast. Þarna blandast saman skólpræsi frá íbúðarhúsum og úrgangur eins stærsta sláturhúss landsins. Fyrr eða síðar verður þessi mengun bönnuð, á því getur varla leikið vafi. Og ekki er það alls staðar falleg sjón, sem mætir manni, þegar gengið er með ströndinni hér í kringum höfuð- borgina, enda skilningur ennþá vart vaknaður á nauðsyn snyrti- legrar sambúðar við náttúruna. — Það ætti nú að vera ljóst, að við erum í kapphlaupi við að reyna að forðast ófarir, sagði Johnson Bandaríkjaforseti fyrir nokkru. — Ef ekki tekst að full- nægja vatnsþörf heimsins verður te-- afleiðingin hungursneyð, drep- sóttir og fátækt og það í ríkara mæli, en við getum gert okkur grein fyrir í dag.” Það tók for- setann rúmlega tíu sekúndur að lesa þennan ræðupart, er hann var að vígja nýja stíflu vestur í Bandaríkjunum fyrir nokkru. Á þeim tíu sekúndum runnu 28 milljónir lítra af vatni, sem einu sinni var hreint og tært í sjó fram. Mest af því var ónothæft vegna úrgangsefna frá mönnum og verksmiðjum. Þarf að segja fleira? Það er engum Ijósara en þeim sem þessar línur ritar, að þessi skrif eru svo langt, sem frekast getur verið, frá því að gera þessu efni verðug skil. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og nokkur brot verið tengd Iauslega saman, ef verða mætti til þess að einhver hugsaði örlítið út í þetta vanda- mál. Grannar okkar á meginlandinu hafa brennt sig, og eru nú að reyna að forðast eldinn, þótt mis- jafnlega gangi. Við ættum að reyna að halda. okkur frá eldin- um, því enn er tími til stefnu. Við megum aldrei gleyma því, að við erum alltaf að drekka sama vatnið. — E. G. Smyg!„ Frartihald af 6. síðu ur þessu næst til Frankfurt í flug vél — verki hans er lokið. Hartmuth var að því spurður hvort hann óttaðist ekki að hann yrði handtekinn.En hann brosirog segir.: „Það er ekki bannað að flytja gull frá Þýzkalandi eða Sviss til útlanda, oig í útlöndum verður maður aðeins að gæta sín.“ U Thapt Framhald af 2. síðu. vestri lagt fast að honum að taka ákvörðun sína til endurskoðunar. En á fimmtudaginn staðfesti hann, að hann hygðist segja af sér. í tilkynningunni 1. septem- ber drap hann á nokkur mál, sem SÞ hefði ekki tekizt að levsa, en í dag sagði U Tliant að hann vildi ekki að ákvörðun hans yrði tengd þessum málum. Hann tók skýrt fram, að ef hann skipti um skoðun væri það ekki komið und ir því, hvort ástandið í alþjóða- málum batnaði. Hann sagði, að hann hefði á- kveðið að segja af sér af einka- ástæðum. Hann gæti ekki sætt sig við að framkvæmdastjóri SÞ væri einungis skrifstofumaður. Hann ætti að geta tekið fram- kvæðið í ýmsum málum, bar sem Veitíngahúsið -SSKJtlR. SUÐURLANDSBRAUT 14 BÝÐUR YÐUR glóðarsteikur SÍMI 38-550. það væri mikilvægur þáttur í starfi hans. U Thant kvaðst vona, að umræð ur Allsherjarþingsins og einkavið ræður fulltrúanna leiddu til nýrra tilrauna til að leysa Yiet- namdeiluna. Hann sagði, að SÞ gætu ekki skorizt í leikinn nú sem stendur en vonandi yrði það unnt síðar. Flann sagði, að kosn- ingarnar í Vietnam á dögunum hefðu ekki verið frjálsar og bar þær saman við kosningarnar í Burma í borgarastyrjöldinni þar 1947. Hann lét í ljós ánægju með að nokkur Asíuríki hafa beitt sér fyrir ráðstefnu Asíuríkja í því skyni að finna lausn á Vietnam- deilunni. En stórveldin vildu ekki ræða deiluna og viðbrögð Kín- verja við Moskvuheimsókn hans nýlega sýndu, að þeir sæju engan mun á vini og óvini. [ asta verkefni í félagsmálum að j koma á lífeyrissjóði fyrir alla | landsmenn. Jafnframt er nauðsyn i jjegt að bæta aðbúiut'ð aldraða | fólksins og hefja sókn til að leysa i vandamál þess með nútíma aðferð i um. ★ LORAN TRUFLAR ÚTVARPH). Kjördæmisfundur Alþýffuflokks- ins í Vesturlandskjördæmi sam- þykkir aff skora á forráffamenn Rík isútvarpsins aff setra upp nýja end urvarpsstög, sem dugar fyrir Hell issand og Óiafsvík, miffbylgjustöff ásamt FM. (Þessi tillaga byggist á truflun um Loranstöffvarinnar á Gufuskál um á langbylgjuútvarpi þar vestra). Fundur Framhald af 2. síffu. vaxandi verðbólga sé afleiðing þess, live mikið þjóðin framkvæm ir á skömmum tíma, og hefur nú verðbólga í viðskiptalöndum okk ar bætzt þar vi-ð. Er brýn nauð syn að spyrna fæti við frekari verðbólgu, og nauðsynlegt að á því sviði náist friðsamlegt sam- starf milli samtaka sjómanna bænda og launþega og ríkisvalds ins. Kjördæmisráð skorar á ríkis- stjórnina að athuga, hvort ekki sé tfmabært að taka upp „nýja krónu sem væri tíu sjnnum verðmeiri en núverandi króna. Slík peninga- skipti mundu auka trú þjóðarinn ar á gjaldmiðlinum og gætu skap að tækifæri til frekari ráðstafana fil að tryggja jafnvægi í efnahags lífi á komandi árum. Finnlandi um málið hafa verið bornar fram ki-öfur um að laíjja 'ákvæðum þeim sem hér um ræð ir, verði breytt. Rúmlega 39.000 eintök af bókinni voru seld !)í Finnlandi áður en hún var bögfi uð. Bókin hefur verið þýdd á mörg erlend tungumál vegna at hygli þeirrar, sem málið hefuo' vakið. GuSlast Framhald af 2. síffu. stólanna hafði það borið á góma í ríkisþinginu. Margi Bor-Sund man úr íhaldsflokknum bar fram fyrirspurn og Söderhjelm, þáver andi dómsmálaráðherra, taldi sig tilneyddan að fara þess á leit við ríkissaksóknarann að hann höfðaði mál. í hinum áköfu umræðum í GJAFABRÉ F P RA SUNDLAUGARSJÓÐl SKÍLATÚNSHEIMILISIN8 ÞETTA BREF E« KVITTUN, EN PO MIKLU FREMUR VIÐURKENNING FYRIR STUDN- ING VID GOTT MÁLEFNI. Lesiö Alþýðublaðið Útför Guðmundar Jónssonar, prentara ★ FRAMKVÆMTHR A VESTURLANDI. Kjördæmisráð Alhvðuflokksins í Vesturlandskjördæmi fagnar beím miklu og alhliða framkvæmd um, sem gerðar hafa verið í kiör dæminu í Uð núverandi ríkis- stjórnar. Ráðið bendir á. að kiör dæmabreytingin hafi valdið tíma mótum á þessu sviði og sameinað marga menn og mörg öfl til stór átaka, sem hafa borið mikinn ár angur á Vesturlandi, Sérstaklega fagnar kjördæmis- TÓðið miklum framförum í skóla málum, vegamálum og hafnarmál um undanfarin ár. Kiördæmisráð leggur áherzlu á að enn verði sótt fram á þessum sv’ðiim, Vesturlandi er mesin- nauðsyn, að leiðin um Hvalfiörð verði stytt verulega. annað hyort með bílferju yfir fjörðinn eða á annan hátt, ef hagkvæmara reyn ist. Þá er kominn tími til að leagia varanlegt slitlag 'á hraðbrautir í kjördæminu, þar sem umferð er mest. Brýn nauðsyn er að hraða 'agningu nýrra vega milli héraða e;ns og Heydalsvegar og vegar vfir Laxárdalsheiði. KiördæmisráðiB bendir á, að hin'r nýju og stóru bátar úthermti mun betri hafnaraðstöðu en áð ur hefir verið til. Er enn börf veru’egra átaka á því sviði á Vest urlandi, þótt stór skref hafi ver ið stigin undanfarið. ★ MÁT.FWi GAMT.A FÓLKSINS. Kjördæmisráð telur eitt brýn- sem andaðist í Landsspítalanum 15. sept. síðastliffinn, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, þriffjudag 20. sept. kl. 1.30 e. h. Vandamenn. Eiginmaffur minn og faffir okkar Valdemar Guðjónsson Nýlendugötu 6 sem andaðist í sjúkradeild Hrafnistu 12. september, verffur. jarff- sunginn frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 21. september kl. 13.30. Þóra Ólafsdóttir Lára Valdemarsdóttir Haraldur Valdemarsson Óskar Valdemarsson Þökkum innilega auðsýnda samúð viff fráfall og útför eiginmanns míns og föffur okkar Hlöðvers Þórðarsonar matsveins, Mávahlíð 25 Sérstaklega viljum við færa Útgerffarfélaginu Jökull hf. alúðar- þakkir. Ragnheiffur Þorsteindóttir Hörffur Berg Hlöffversson Þröstur Hlöffversson. Öllum hinum fjölipörgu sem auffsýndu mér samúð_ hluttekningu og yináttu viff fráfall og jarffarför mannsins mins Hendriks Ottóssonar fréttamanns, votta ég innilegustu þakkir mínar. Sökum þess hve margir eiga hér hlut aff máli sé ég mér ekki fært aff þakka hverjum einstök- m persónulega, eins og ég hefði þó lielzt kosiff. Henny Ottósson. 20. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.