Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 7
Jang Mó :
BRENNANDI ÆSKA
Þóra Vigfúsdóttir þýddi.
Reykjavik, Heimskringla 1966.
362 bls.
Kínverskar bókmenntir eru
víst okkui' flestum lokuð bók,
ekki hvað sízt kínverskar sam-
tíðarbókmenntir. Því kann á-
hugamönnum um hið austræna
stórveldi — og hver -hefur ekki
áhuga á því, sem þar er að ger-
ast? — að þykja akkur i að fá
á íslenzku sýnishorn kínverskra
samtíðarbókmennta, sögu sem lýs-
ir þætti úr byltingar- og frelsis-
baráttu Kínverja. Hver veit nema
lesandi verði einhverju nær eftir
en áður?
Brennandi æska eftir Jang Mo
(sem líka er nefnd Yang Mo upp
á enskan móð) er byggð á henn-
ar eigin lífsreynslusögu að sögn
Jakobs Benediktssonar sem skrif-
ar formála fyrir bókinni. Sagan
greinir frá ungri stúlku með há-
leitar hugsjónir, Lín Taó-tsíng,
eins konar kínverskri öskubusku
á fjórða tug aldarinnar. Hún er
frilludóttir auðugs landeiganda,
kvalin í uppvextinum en hlýtur þó
góða menntun í þeirri veru hún
verði þá útgengilegt konuefni,
brýzt undan aga stjúpmóður sinn-
ar og ætlar að vinna fyrir sér
með kennslu, fer að búa með ung-
um námsmanni í Peking, bendl-
ast brátt við byltingarstarfsemi
stúdenta, sætir ofsóknum af út-
sendurum Kúómintang og verður
að flýja borgina, meiri bylting í
sveitinni, hafnar í fangelsi þar
sem hún er kvalin hrottalega, en
hún yfirvinnur hverja þraut með
sönnum eldmóði, óbugandi í bar-
áttunni fyrir hugsjónum sínum
sem æ verða skýrari fyrir henni
með vaxandi reynslu og starfi og
þroska. Fólkinu, sem Taó-tsíng
hefur samskipti við í sögu sinni
skiptir í tvö horn. Annars vegar
eru feitlagnir, fölleitir og .smjað-
urslegir menn, skuggalegir, út-
tútriir og illilegir, gefnir fyrir á-
fengi, tóbak og spilamennsku,
gullmynntir og sumir jafnvel
klæddir að vestrænum hætti og
einatt með einhver saurlífisáform
á prjónunum gegn Taó-tsíng;
þetta eru auðvaldssinnar, kúómin-
tangliðar og föðurlandssvikarar.
Hins vegaar eru magrir og igáfu-
legir, áhyggjufullir og djarflegir
ungir rrienn, hugsjónabræður Taó-
tsíng, sem smám saman leiða
hana í allan sannleik um þjóðfé-
lagið og stéttabaráttuna. En löng-
um reynist misjafn sauður í
mörgu fé. Einnig í þessum flokk
leynast illir bófar sem verra er
að varast en hina fyrri sem báru
illmennskuna svo augljóslega
utan á sér. Þegar glöggt er að
gáð reynast þessir þrjótar þó hafa
leiðinlegan augnsvip, daðurslega
framkomu, sumir apasmetti, grát-
gjarnir menn og blauðir, drykk-
felldir á laun; þetta eru ýmist
borgaralegir aumingjar eða þá
trotzkistar, flokkssvikarar og út-
sendsrar kúómintang, og fá nú
aldeilis fyrir ferðina áður en lýk-
ur. Og Taó-tsíng þroskast. Hún
byrjar á því að ánetjast borgara-
legum menntamanni með ljóð-
rænni hugsjónadýx-ð, en sér fljót-
lega gegnum hann og festir ást
á raunverulega róttækum stúd
ent, byltingax-hetju sem deyr
píslarvættisdauða í fangelsi Kú-
ómintang; þar á eftir eignast hún
ástvin sem er í senn stúdent og
verkamaður og sízt minni byit-
ingarhetja en hinn fyrri; á hans
vegum fær hún inngöngu í sjálf-
an kommúnistaflokkinn sem tekur
upp baráttuna gegn Japönum í
trássi við öll afturhaldsöfl. Og
þegar við skiljumst við Taó-tsíng
er hún stödd í miðri mótmæla-
göngu Peking-stúdenta, gífurleg-
um mannfjölda gagnteknum af
hrifningu: ,Bjartir fánar bylgjuð-
ust eftir strætum liinnar fornu
höfuðborgar er óendanlegar fylk-
ingar mótmælagöngunnar fóru
hröðum skrefum áfram, áfram og
alla tíð áfram ....”. Þá skilur
hún orðið alla hluti réttum skiln-
ingi, hollur kommúnisti og hetja
— enda hefur hún þá verið að
þokast til þroska síns eftir día-
lektisku lögmáli barnasögunnar
um 362 prentaðar síður. Er þó
bókin stytt í þýðingunni.
Ekki skal ég leiða neinum get-
um að „gildi” þessarar bókar í
Kína fyrir né eftir „menningar-
byltingu.” En hitt er ljóst, að ó-
kunnugum lesanda segir húix alls
ekkert um þá atburði sem lnin
þykist lýsa, þjóðíélagið þar sem
þeir gerðust né fólkið sem tók
þátt í þeirn, til þess er sagan allt
of barnalega grófgerð og einföld.
Kannski orkar hún sem hetju-
saga á drottinholla lesendur
heima í Kína — og er þá kín-
verskur smekkur að vísu undar-
legur, því að sagan er svo leiðin-
leg aflestrar, að hún virðist helzt
til þess fallin að svæfa með henni
nautgripi. En til hvei-s er verið
að þýða hana á íslenzku? Það er
engu iíkara en útgefandi sé að
PAT 5VIOSS og
ERIK CARLSSON
í tilefni heimsóknar þessara heimskunnu kappaksturshjóna
mum
Erik Carlsson
FLYTJA
fyrirlestur og sýna kvikmyndir
m. p. h-á Afríku Safari og Monte Carlo kappökstrum í HÁSKÓLABÍÓI
þriðjudaginn 20. sept kl. 7 e. h. og BORGARBÍÓI Akureyri - miðvikudag-
inr. 21. sept. kl. 6.30 e. h.
AÐGANGUR ÓKEYPIS.
SÁAB AlB Sveinn Björnsson & Co.
reyna að hafa malstað kínversku
byltingarinnar að háði og spotti.
Svo kynlegur lúxus verður enn
torskildari en ella, þegar haft er
í huga hve fátt kemur hér út af
góðum, erlendum bókmenntum í
gildri íslenzkri þýðing og stöð-
ugur barlómur forleggjara um að
þýðingar góðra bókmennta borgi
sig ekki. En þeim forleggjara mun
flest fært sem fær þessa bók til
að borga sig. Ó. J.
Alþjóðasamband
félagsfræðinga
AípjoOaaainDaiia félagsfræðinga
öfndi til sjötta alþjóðaþings fé-
lagsfræðinga í Evian, Frakklandi,
dagana 4, —10. september 1966.
Sátu þingið liðlega 2000 félags-
fræðingar úr öllum álfum heims,
og voru fluttir yfir 600 fi'æðilegir
fyrirlestrar á vegum þingsins. þar
sem skýrt var irá ýmsum nýjum
félagsfræðirannsóknum og nýjung
um varðandi kennslu í félagsfræði
og útigáfu félagsfræðirita.
Á þinginu var fjallað sameigin-
lega um tvö meginviðfangsefni,
þ.e. um samkeppni og sérkenni jé
lagsfræðinnar og um félagsfræði
alþjóðasamskipta. En auk fyrir-
lestranna um þessi efni á sam-
eiginlegu fundunum voru fluttir
um 600 fyrirlestrar á vegum Iiinna
ýmsu sérgreinahefnda þingsins,
sem héldu fundi sína samtímis en
á mismunandi stöðum, dagana sem
sameiginlegu fundirnir voru ekki
haldnir. Urðu þátttakondur því að
velja sér sérgreinanefndir til a'ð
starfa með í sntnræmi við áhuga
sinn og sérgrein, þar rjem ógern-
ingur var að sækja alla fyrii’lestra
sérgreinanefndanna.
Á þinginu mætti einn íslenzkur
félagsfræðingur, Hannes Jónssun,
forstjóri Félagsmálastofnunarinn-
ar. Starfaði hann með nefndunum,
sem fjölluðu um félagsfræði fjöl
skyldu- og hjúskaparmáft, félags-
fræði alþjóðasamskipta, stjórn-
fræðilega félagsfræði og útgáfu-
starfsemi félagsfræðii’ita.
Alþjóðasambandi félagsfræð-
inga er stjórnað af 38 mamia mið-
stjórn, sem kýs sér framkvæmda-
stjóxm. Hannes Jónsson var val-
inn í miðstjórn, sambandsius iil
næstu fjögurra áx-a og sat tvo
miðstjórnarfundi á meðan á þing
inu stóð.
Rektor Kölnavháskóla, dr. Rene
Konig. hefur verið forseti alþjoða
sambandsins síðustu 4 ár. Hann
baðst nú undan endurkosningu,
en í hans stað var J Szezepanski,
prófessor í Varsjá, kjörinn foi’seti.
Á meðal varaforsetanuá, sem kjörn
ir voru. er S. Rokkan, forstjói’i
Michelsensfélagsmálastofnunar-
innar í Bergen, pxófessor Bendix
frá háskólanum í Kaliforniu og
prófessor Rosenmayer frá háskól
anum í Vinarborg.
Alþjóðasamband félagsfræðinga
efndi til sýningar á félagsfræði-
legum bókum og tímaritum í þing
salnum í Evian á meðan á þinginu
stóð. Voru allar 7 bækurnar í
bókasafni Félagsmálastofnunarinn
ar teknar á sýninguna og vöktu
tvær þeirra sérstaka athygli, þ.e.
„Samskipti karls og konu“ eftir
Hannes Jónsson og „Kjósandinn,
stjórnmálin og valdið“ eftir ýmsa
islenzka höfunda.
Fyrsta þing alþjóðasambands
félagsfræðinga var haldið í Zui>
ich 1950, annað í Lege 1953, þi’iðjá
í Amsterdam 1956, fjórða í Milan
1959 og fimmta í Washington D.C.
1962, en íslendingar hafa ekki átt
fullgildan aðila að þinginu fyrr
en nú.
| Innan alþjóðasambands félags-'
fræðinga og félaga innan þess erU
fræðimenn, sem lokið hafa háL
skólaprófum í félagsfræði, og
starfa félagsfræðingar austurs og
vestur og allra álfa heims saman
í bróðerni innan vébanda þess nS
úrlausnum sameiginlogra fræði-,
legra verkefna og áhugamála. >
■ ... .................
Lesið Aiþýðublaðið
20. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ f