Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 4
Rttstjírar: Gylft Gröndal (áb.) og Benedlkt. Gröndal. — RttstjömarfuU- trúl: EiBur GuBnason. — Símar: 14900-14303 — Auglýslngastml: 14900. ABsetur AlþýSuhúsiB viB Hverfisgötu, Reykjavlk. — PreotsmiBJa AlþýBu blaBslns. — Askriftargjald kr. 95.00 — I lausásölu kx. 7,00 elntaklB. tltgetandl AlþýBuflokkurinn. SÆNSKU KOSNINGARNAR ÚRSLIT kosninganna í Svíþjóð hafa að vonum orð- ið jafnaðarmönnum nokkur vonbrigði. Erlander for- sætisráðherra Svía hafði að vísu lýst því yfir fyrir kosningar, að jafnaðarmenn byggjust ekki við sérlega hagstæðum úrshtum, en fæstir munu hafa búizt við að svo færi sem fór. Jafnaðarmenn hafa lengi verið við völd í Svíþjóð, og undir þeirra stjórn hefur verið skapað þar eitt full komnasta velferðarríkið í veröldinni, sem aðrar þjóð- ir hafa á margan hátt tekið sér til fyrirmyndar. Frem- ur en ýmsir aðrir hafa Svíar ekki sloppið við ýmsa velmegunarsjúkdóma, sem gert hafa vart við sig í tækniþjóðfélögum nútímans, en almenn lífskjör og jafnrétti í reynd er óvíða á hærra stigi en í Svíþjóð. Eitt af því sem notað var gegn jafnaðarmönnum í kosningabaráttanni í Svíþióð var, að þeir væru búnir að vera allt of lengi við völd og tími væri kominn til að breyta til. Þessi áróður hefur vafalaust haft einhver áhrif á kjósendur, enda var hann óspart hafður í frammi af borgaraflokkunum, sem lang- þreyttir eru orðnir á áhrifaleysi sínu. Þá hafa skatta- málin einnig verið umdeild í Svíþjóð. Borgaraflokk- arnir hafa heimtað skattalækkanir, en Erlander svar að því til, að slíkt mundi auka mjög verðbólguna í landinu. Skattar eru háir í Svíþjóð, enda verja Svíar óhemju fé til varnarmála og fullkomið tryggingakerfi kostar auðvitað sitt. Það er sérstaklega athyglisverð staðreynd, að á Norðurlöndum eiga jafnaðarmannaflokkarnir jafnan mestu fylgi að fagna, þegar á móti blæs á einhvern hátt, en á tímum velmegunar virðast borgara- flokkarnir eiga meiri vinsældum að fagna. Kjósend- ur þar treysta jafnaðarmönnum bezt til að ráða fram úr margvíslegum erfiðleikum, en þegar erfiðustu hjallarnir eru að baki, vex fylgi borgaraflokkanna á ný. í Noregi og Svíþjóð þar sem jafnaðarmenn hafa nú goldið nokkurt afhroð undanfarið, hafa jafnaðar- menn með störfum sínum og stefnu skapað þjóðfélög sem eru til fyrirmyndar um flesta hluti, og þar sem vameinuð eru hæfileg ríkisafskipti og framtak einstakl inga og félaga. Stefnumunur er ekki lengur ýkja mik- ill með jafnaðarmanna- og borgaraflokkum, enda rík- ir ekki lengur ágreiningur um þá grundvallarstefnu qg þær hugsjónir, sem jafnaðarmenn hafa árum sam- án barizt fyrir. j Þótt svo úrslitin í Svíþjóð séu ekki sem glæsilesfust, ér þó langt frá því að rétt sé að líta á þau sem meiri- líáttar ósigur jafnaðarstefnunnar á Norðurlöndum eða í Evrópu, þvert á móti, er rétt að niinnast bess, að ekki er ýkja langt síðan jafnaðarmeíin unnu glæsileg- 'án sigur í Finnlandi og vegur jafnaðarmanna í Vestur Þv/kalandi fer sívaxandi, fenda gætir þar nú orðið mikillar óánægju með stjórn Erhards. 4 20. septémber 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Útvarpstæki Segulbandstæki Sjónvarpstæki Plötuspilarar ÁRS ÁBYRGÐ- Ábyrgðarbréf fylgir hverju tæki. RADflONETTE verzlunin Aðalstræti 18. Sími 16995. Kaupum hreinar tuskur. Bdfsturi^jan Freyjugötu 14. VerkamannaféKagið DAOSBE0M Tilkynning Ákveðið er að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa Dagsbrúnar á 30. þing Alþýðusambandsins. Tillögur uppstill- ingarnefndar liggja frammi í skrifstofu fé- lagsins. Öðrum tillögum, með nöfnum 34 aðalfulltrúa og jafn margra til vara og til- skildum fjölda meðmælénda, ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 18.00 þriðju daginn 20. þ. m. Kjörsíjórnin. Ncm og atvinna Stúlkur, sem vilja læra gæzlu og umönnun vangefinna, geta komizt að í slíkt nám á Kópavogshæli í haust. Laun verða greidd um námstímann. Nánari upplýsingar gefa yfirlæknir og forstöðumaður. Símar- 41504 og heima 41505. Reykjavík, 19.9 1966. Skrifstofa ríkisspítalanna. ★ BETRA BENZÍN. Leigubifreiðarstjóri hefur skrif- að okkur svohljóðandi bréf: „Enn einu sinni hafa blfessuð olíufélögin tekið höndum saman (raunar lítur út fyrir að þau alltaf haldizt í hendur) og tilkynnt þjónustubreytingu, eða innheimtu auka- gjálda fyrir lánsviðskipti. Þetta kemur áreiðan- lega illa við marga og fæstir víst ánægðir með þessa tilkynningu frekar en ánnað, sem frá þess- um fyrirtækjum kemur. En ástæðan til þess að ég skrifa þetta bréf, er þó ekki fyrst og fremst þessi tilkynning, hfeldur hitt, að hér skuli ekki vera hægt að kaupa boðlegt benzín. Það er kunn- ara en írá þurfi að segja, að þeir bílar, sem við notum hér eru gerðir fyrir langtum sterkara benz- ín en rússneska benzínið, sem hér er á markaðn- um, og sérfræðingar telja langt frá því að vera gott. Hvað stendur í vegi þess að hér sé hægt að liafa á boðstólum benzín, sem hentar þeim bíluih, sem við notum? Fróðlegt væri að fá að heyra það. Ef þetta benzín er ekki fáanlegt frá Rússlandi, ættum við að geta keypt það einlivers staðar annars staðar frá, og ef olíufélögin ekki treysta sér til aö selja það, eða dreifa því, ætti einhver framsýnn kaupsýslumaður, eða menn, að taka sig saman og hefja innflutning á brúklegu benzini; þeir. mundu áreiðanlega ekki fara halloka í sainkeþpni við Olíufélögin íslenzku.” -£• IÐNSÝNINGIN. Þá er Iðnsýningunni anno 1966 lokið og liggur víst við að þriðjungur landsmanna hafi séð sýninguna, og varla ber það vott um lítinn áhuga fyrir íslenzkum iðnaði. Sá, sem þetta ritar, skoðaði sýn- inguna síðasta kvöldið, sem hún var opin. Þar var þá múgur og margmenni og þröng við flesta básana. Margt var þar fróðlegt að sjá, en þó verð ég að segja, að heldur fannst mér lítið til upp- setningarinnar koma og lítill frumleiki var þar á ferðinni. Þykkt ryklag á vörum í sumum básunum og á einum staðnum, þar sem lieill bíll var sýndur, var afturpartur bílsins fullur af allskyns drasli, pappakössum og þvílíku. Þetta setti heldur leiðin- legan svip á. Þrátt fyrir þetta var sýningin engu að síður stórfróðleg, og þarna sá maður ýmis- legt, sem mann ekki renndi grun í að framleitt væri hér á landi. íslenzkur iðnaður hefur tekið stór skref fram á við á undanförnum árum og þótt svo einhver hafi kvartað yfir þvi að ekki sæjust skór á sýningunni, ber elcki að harma það, því við eigum að leggja áherzlu á að framleiða það sem við getum gert betur en aðrir, eða minnsta kosti jafnvel, og ef ég man rétt, hefur íslenzkur skóiðnaður ekki verið samkeppnisfaer um verð eða gæði við það, sem erlent fer. Margar íslenzkar iðn- vörur eru betri en erlendar, eða jafngóðar, og það eru þær, sem við eigum að leggja áherzlu á. — Vonandi verða slíkar iðnsýningar haldnar reglu- lega í framtíðiiini. Þær eru fullkomléga þess virði. Karl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.