Alþýðublaðið - 27.10.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.10.1966, Blaðsíða 4
 RitatjArar: Gylfl Grönöal (áb.) oz Bencdikt Gröndal. — Rltstjómarfuil- trúl: Eiöur GuBnoson. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngasími: 14900. Aösatur Alþýðuhúsia viO Hverflsgötu, Keykjavik. — PrwstsmiCja AlþýOu KaOsins. — Askriftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kp. 7,00 eintakiO, titgefandl AlþýSuflokkurlnii. AðstoB v/ð sjúklinga Það hefur farið mjög í vöxt hérlendis undarifarið, 'að þurft hafi að senda sjúklinga, — oft smábörn til læknisaðgerða vestur um haf. Aðgerðir þær, sem hér um ræðir er ekki unnt að framkvæma hér á lándi, en þær hafa yfirieitt borið mjög góðan árang iír og gert það að verkum, að margir sem áður var ekki lífs auðið geta nu lifað og starfað, eða vax ið upp og orðið íslenzka þjóðfélaginu nýtir og góðir þegnar. En sá galli er á gjöf Njarðar, að þessar læknisaðgerð ir eru mjög kostnaðarsamar og ekki á allra færi að snara út fé fyrir þeim. Sérstaklega er þetta oft erfitt ef um ung börn er að ræða, sem ef til vill eru úr barnmörgum fjölskyldum, þar sem efniæru ekki mik il. Hið opinbera veitir að vísu nokkurn styrk til þeirra, sem þurfa á þessum dýru aðgerðum að halda en oft er það ekki nema um fjórðungur kostnaðar, sem þannig er lagður að mörkum. Er þó skylt að geta þess ‘að Tryggingastofnun ríkisins og ýmsir fleiri að flar hafa gert það sem unnt er, samkvæmt núgildandi lögum til aðstoðar við þetta fólk. Skortir þar ekki vilja til að leysa þessi mál. ' Borgarfulltr. Alþýðuflokksins Páll Sigurðsson trygg ingayfirlæknir gerði þessi mál fyrir nokkru að um ræðuefni á borgarstjórnarfundi og taldi Páll einsýnt að auka þyrfti með einhverjum hætti 'aðstoðina við þá sem þessara aðgerða þurfa með. í sama streng tók Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Við stærum okkur gjarnan af þeirri staðreynd, að Ihér sé nú komið á velferðarþjóðfélag. Það er óneit- anlega staðreynd, og þá ekki hvað sízt fyrir ötula baráttu Alþýðuflokksins og forystumanna hans. En velferðarþjóðfélag er ekkert markmið, sem verð ur náð einu sinni í eitt skipti fyrir öll. Velferðar- þjóðfélagið og hið víðfeðma kerfi almannatrygginga, sem hér er komið á, verður að breytast og halda á- |ram að þróast í samræmi við kröfur breyttra tíma. Það verður að kappkosta að aðlaga kerfið breyttum aðstæðum og gera því kleift að gegna hlutverki éínu, Aldrei má til þess koma hér á landi, að börn ýða aðrir geti ekki notið lífsnauðsynlegrar læknis- hjálpar vegna þess að fé er ekki fyrir hendi. j M^nnslíf er ekki hátt metið, á tvö hundruð þúsund fcrónur eða milliónarf jórðung, en það mun nú algeng ur nostnaður við vandasama hjartauppskurði, sem framkvæmdir eru erlendis. Greinilegt er <að gera þarf nú einhveriar breytingar á þá lund, að létt verði und ir með þeim sem þurfa á þessum dýru aðgerðum að halda, svo viðkomandi burfi ekki að stofna sér í botn lausar skuldir til að halda lífi og heilsu. 4 27. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ( Þýzkir Fallegt úrval —Ný sending. SKÓVAL Austurstræti 18 — (Eymundssonarkjallara.) Þýzkir kuldaskór kvenna Ný sending. SKÓVAL Austurstræti 18 — (Eymundssonarkjallara.) Ódýrir kuldaskór úr Vinyl, frá Englandi fyrir kvenfólk — Ný sending SKÓBÚÐ AUSIURBÆJAR SKÓKAUP KJÖRGARÐI Laugavegi 100. Laugavegi 59 ★ KVÖLDVÖKUR FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS. Vetrarstarfsemi Ferðafélags íslands er að hefjast um þessar mundir. Fyrsta kvöldvaka fé- lagsins að liðnu sumri var nýlega haldin og helg- uð Hornströndum, en Ferðafélagið efndi einmitt til tíu daga sumarleyfisferðar þangað síðastliðið sumar. Dr. Haraldur Matthíasson menntaskóla- kennari á Laugarvatni, sem var einn af þátttakend- um, rakti ferðasöguna og sýndi og útskýrði lit- skuggamyndir frá þessu afskekkta byggðarlagi, sem nú er komið í eyði. Var þetta einkar vel flutt og fróðlegt eriridi fyrir þá, \sem aldrei hafa á þessar slóðir komið. Ekki virðlst vera fyrir neinar lið- leskjur að fara þessa leið, enda var þetta allt dug- legt og þrautþjálfað ferðafólk, sem þarna var á ferð. Ávinningur hefði verið að því, að brugðið hefði verið upp korti af Hornströndum, þar sem merkt hefði verið á leiðin, sem farin var, til skilningsauka. En annars komu myndirnar, sem sýndar voru, að mildu gagni, auk þess sem sumar voru bráðfallegar. Kvöldvökur Ferðafélagsins hafa um all- langt skeið verið haldnar í Sigtúni, sem er að mörgu leyti hentugt fyrir slíka fundastarfsemi. Þó er sá galli á gjöf Njarðar, að ekki virðast vera fyrir liendi borð handa öllum, sem samkomuna sækja, en húsfyllir er jafnan á kvöldvökunum, verða því sumir að fara af samkomustaðnum ári þess að eiga kost nokkurra veitinga. ★ ÁRBÆKUR F. í. Annar aðalþátturinn í fræðslustarfsemi Ferðafélagsins er útgáfa árbókanna. Þær eru nú orðnar 39 talsins og í heild ítarlegasta íslandslýs- ing, sem við eigum. MS heita, að lokið sé lýsingu á öllum héruðum landsins í stórum dráttum, svo og óbyggðum. Næg verkefni munu þó fyrir hendi á þessu sviði, bæði er það, að sumar árbækurnar, einkum hinar eldri, eru ekki mjög itaríegar, og sömuleiðis væri æskilegt að gera vissum svæðum nónari skil, af ýmsum ástæðum, t. d. stöðum, sem mikið eru sóttir af ferðamönnum. Sá, sem þetta ritar, hefur t. d. orðið var við áhuga ’ á því, að Ferðafélagið gæfi út árbók um Breiðafjarðareyjar. Þeirra er að vísu getið í þremur árbókum félags- ins, þ. e. Snæfellsnessýslu, Dalasýslu og Barða- strandarsýslu, en aðeins í fáum orðum. Breiða- fjarðareyjar eru með sérkennilegustu og sögu- ríkustu stöðum landsins og um þær mætti 'Skrifa margar bækur. En auk þess hefur ferðamanna- straumur þangað aukizt gífurlega undanfarið og fer vaxandi með hverju ári. Þess vegna mundi slíkt rit áreiðanlega vel þegið. — S t e i n n . v 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.