Alþýðublaðið - 03.11.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 03.11.1966, Side 4
Rltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjóraarfull- trúl: EiBur GuOnnson. — Síœar: 14300-14903 — Auglýsingasiml: 14906. ASsetur AlþýSubúsiS viS Hverílsgötu, Reykjavik. — Prontsmlöja AlþýSu blaöfilns. — Askriftargjald kr. S5.00 — 1 lausásölu kr. 7.00 elntakiO, Utgefandl AlþýSuflokkurina. Kaupmenn og kaupendur Fyrir nokkru birti Alþýðublaðið frétt þess efnis, að ákveðinn heildsali í' Reykjavík hefði neitað að selja smásöluverzlun vörur á þeirri forsendu, að smásalinn ; legði ekki nógu mikið á umrædda vörutegund. Vakti þessi frétt skiljanlega talsverða athygli, enda bar hún vitni furðulegu og torskiljanlegu hugarfari. Nú hefur það gerzt, að nokkrir kaupmenn hafa bund izt samtökum og hótað viðskiptabanni á ákveðin heild- sölufyrirtæki, ef þau ekki hættu að selja vörur til pöntunarfélaga, sem starfa allmörg bæði hér í borg- inni og í ýmsum bæjum og kauptúnum. Eru kaupmenn gramir mjög í garð pöntunarfélaga, er selja vörur sínar á heildsöluverði til félagsmanna. Pöntunarfélög hafa verið starfrækt á ýmsum vinnu- stöðum og þá einkum í þeim tilgángi að gera hag- kvæmari innkaup og drýgja þannig tekjur þeirra, sem í félag-inu eru. Hafa pöntunarfélög starfað í áratugi, án þess að til slíkra ráðstafana væri gripið, sem kaup- menn hóta nú. Pöntunarfélögin eru á vissan hátt keppinautar kaup- mannanna, en ef þau hafa nú allt í einu farið að blóm- gast verulega eftir að hafa starfað víða í áratugi, get- ur það meðal annars gefið til kynna, að smásöluverzl- unin þurfi endurbóta við á einhverjum sviðum. Það hefur lengi verið vitað, að þörf er ýmissa endur- bóta í íslenzkri smásöluverzlun og þar mætti að skað- lausu bæta reksturinn til muna með aukinni hagræð- ingu, og áreiðanlega, eins og margir hafa raunar bent ó mætti því fólki eitthvað fækka, sem við smásölu- verzlunina starfar, án þess að það kæmi niður á þeirri þjónustu, sem innt er af höndum við almenning. Furðulegt er til dæmis, að í nýjum verzlanamiðstöðv- um, sem nú rísa, skuli enn vera ein verzlun fyrir hverja vörutegund, sérstök mjólkurbúð, sérstök brauð búð, sérstök kjötverzlun og sérstök nýlenduvöruverzl- un. Það þarf ekki mikla spekinga til að sjá að öll gæti þessi verzlunarstarfsemi farið fram í einni og sömu verzluninni og nieð færra starfsliði en nú tíðkast. Fróðir menn hafa spáð því, að fólki eigi eftir að fækka við þessi nauðsynlegu þjónustustörf eftir mikla aukn ingu undanfarin ár, og mun það áreiðanlega koma á daginn. 'Í’vímælalaust er það röng stefna, sem kaupmenn halfa nú tekið í þessu máli. Ólíkt skynsamlegra hefði •yerið til dæmis, að bjóða almenningi afslátt, ef keypt er talsvert magn af vörum, eða ef verzlað er fyrir á- kv sðna upphæð. Slíkt hefði verið í anda frjálsrar sam ke 3pni og áreiðanlega hefðu margir kunnað að meta þao betur en að kaupmenn skuli nú hóta viðskipta- bapni á þau heildsölufyrirtæki, sem selja pöntunarfé- lögum varning. Sjálfsagt er, að eðlileg verkaskipting ríki með heild sölum og smásölum, en slíkt á auðvitað engan veginn að útiloka starfsemi pöntunarfélaga. 4 3. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ B-fc<%i4/%FUIlMAT!C RAFHA-HAKA Fullmatic þvær, þegar þér óskið. 12 fullkomin þvottakerfi. Engar áhyggjur — ekkert erfiði. Aðeins snúa ein- um snerli og þér eruð örugg um rétta þvotta-aðferð. Yður getur eltki mistekizt. Verð aðeins kr. 21.500. — Greiðsluskilmálar. Úthoð SMURT BRAUÐ Tilboð óskast um sölu á 30.000 m3 af fylling- arefni komnu í grunna iðnaðarbygginga á SNITTUR svæði IÐNGARÐA hf. BRAUÐSTOFAN Útboðslýsingar má vitja á skrifstofu vora, Vesturgötu 85. Sóleyjargötu 17, virka daga nema laugardaga, milli kl. 9 og 12. Sími 16012. HF. ÚTBOÐ og SAMNINGAR. Opið frá kl. S-23,3e. ★ LANDBÚNAÐARMÁLIN. Landbúnaðarmálin valda mörgum höfuð- verk um þessar mundir. Ekki einungis bændum sjáifum, lieldur líka neytendum og ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin horfir á eftir nokkrum hundruðum milljóna króna árlega úr ríkissjóði í uppbætur og niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur og þykir það að vonum mikið fé. Neytendur kvarta yfir háu verði á landbúnaðarafurðum, og smjörfjallið fræga er á allra vörum sem skýrt dæmi um skipulags- leysi í framleiðslumálum landbúnaðarins. Telja margir, að forustumenn bænda hafi sofið á verðin- um og jafnvel beinlínis leitt bændur á villigötur í þessum efnum. Meðal annars hvatt þá til að auka kúabúin og mjólkurframleiðsluna, þangað til í óefni var komið. Fara bændur ekki dult með þetta og þykjast illa sviknir af sínum leiðtogum. Og lái þeim hver sem vill. Sjálfir hafa bændur við mörg vandamál og verkefni að glíma, fleiri en smjörið og mjólkina, og þurfa að fylgjast vel með á ýmsum sviðum, ef ekki á illa að fara. Þeir þurfa til dæmis a@ kynna sér vel allar nýjungar í tækni og vélaframleiðslu landbúnaðarins, jarðvinnslu og búfjárhirðingu, en einnig þurfa þeir eða þeirra forsvarsmenn að fylgjast með kröfum neytenda um framleiðsluvörurnar liérlendis og erlendis og haga sér eftir því. Gott dæmi um það er gærusalan. ★ GRÁU GÆRURNAR. Gærusalan hefur ekki valdið miklum h0)’- aða hér meðal almennings, allt hefur snúizt um kjötið og mjólkurafúrðirnar, en gæruverðið hefur þó einnig áhrif á annað landbúnaðarvöruverð., Nú á síðustu árum hefur eftirspurn eftir gráum gær- um aukizt mjög mikið og verð á þeim mun nú all- miklu hærra en á öðrum gærum eða sem nemur um kr. 40,00 á kg. Meðalgæruþungi á landinu mun nú nálgast 3 kg. og samsvarar verðmunurinn þvi um kr. 120.00 á dilk. Þetta eru ekki eins miklir smámunir og margur kynni að halda í fljótu bragði. Þess munu nokkur dæmi, að liaustinnlegg frá einu búi sé 500—1000 dilkar og mundi þá tekjuaukn- ingin af gærunum nema hvorki meira né minna en 60—120 þúsundum króna af slíkum búum á ári. Samkvæmt upplýsingum Framleiðsluráðs landbúnaðarins var slátrað 772.503 fjár í slátur- húsum á öllu landinu í fyrra, en að líkindum eitt- hvað meira í haust. Að viðbættri heimaslátrun yrði tala sláturfjár því um 800.000. Það mundi sam- svara ca. 2.400.000 kg. af gærum. Verðmunur á ársframleiðslu af gærum á öllu landinu mundi þá nema fast að 100 miUjónum króna gráu gærunum í vil. Sjá allir, að hér er ekki um neitt fimm aura hark að ræða. Ýmsir framtakssamir bændur munu nú þegar vera farnir að gefa þessu gaum og rækta grátt fé, en þó ekki almennt. En það er vandalaust og tiltölulega fljótlegt. Erfðafræðingar hafa fyrir löngu rannsakað ýtarlega eftir hvaða lögmálum háralitur erfist og þarf því ekki að fara í neinar grafgötur með það. Niðurstöður eru fyrir hendi og tiltækar hverjum sem hafa vill. Raunar hafa fjárbændur kunnað á þessu nokkur skil í aðalat- riðum allt síðan á dögum biblíubóndans Labans og mislita fjárins, sem Jakob kom sér upp í vinnumennskunni hjá honum, eftir að hann hafði unnið fyrir sinni heittelskuðu árin góðu þar austur frá. Gráu gærurnar eru aðeins eitt dæmi af mörgum um það, livað nauðsynlegt og þýðingar- mikið er fyrir bændur að fylgjast vel með öllum nýjungum og tileinka sér það, sem til heilla horf- ir, fljótt og vel. — Steinn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.