Alþýðublaðið - 06.11.1966, Side 10

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Side 10
 10 Sunnudags ALÞÝÐUBLA9 - 6. nóvember 1966 HJÁ FRÆNDUM OG PRESTUM ... Framhald úr opnu. inu? Mér er ekki um að þau vökni“ „Heldurðu að hann fari að . rigna í nótt? segi ég. „Heyrirðu ekki veðurspána í útvarpinu?" „Jú, en hún svíkur mig oftast“, svaraði Ágúst. Ég lét mér þetta nægja og fór svo inn að hátta. En alveg er ég handviss um, að Ágústi hefur ekki komið blundur á brá út af spá i’ sögn Stóru Laxá, sem hann þótt ist heyra í kvöldblænum þarna úti á hlaðinu. Hún brást honum heldur ekki þessi spásögn. Klukkan þrjú um nóttina vakn aði ég við einhvern skruðning og umgáng. Þá var Ágúst búinn að vekja heimilisfólkið, og litlu síð ar voru allir komnir út á itún til . þess að hirða heyið. Það stóðst j líka á endum, að um morguninn þegar lokið var við að hirða síð í asta heysætið, byrjaði að rigna. f Sumartímann, sem ég var í Stað 5 arhrauni, var ég það ungur,' að ; ég man ekki frá mörgu að segja þaðan. Ég lék mér aðallega með Lárusi Arnórssyni, síðar presti á Miklabæ í Skagafirði ,en hann ólst . upp á Staðarhrauni með Magneu • systir minni. Við Lárus iðkuðum mest presta leik, stálumst út í kirkju og préd , ikuðum þar hvor i kapp við annan i af stólnum. Hann vildi alltaf vera séra Árni á Stórahrauni, en ég var séra Stefán á Staðarhrauni. Einu sinni varð Lárus lasinn og lá inni í rúmi, og frú Jóhanna sagði mér að sitja hjá honum og vera honum til skemmtunar. Þetta þótti mér slæm prísund, því að úti var glaðasólskin og mig lang aði miklu meira til að fara út á tún að leika mér. Ég tók þvi það ráð að tala ekkert við Lárus, en taut aði í sífellu við sjálfan mig: „Aum ingja Lári, aumingja Lári. , .“ Eftir stundarkorn var hann orð inn svo leiður á þessu stagli, að hann bað mig blessaðan að fara út, hann hefði enga skemmtun af , mér. Á Rauðamel man ég ekki heldur mikið eftir mér, enda dvaldi ég þar ekki nema stuttan tíma. Séra Áml og frú Elísabet Sigurðar- dóttir kona hans voru þá nýflutt þangað frá Miklaholti og elztu börn þeirra, Ingunn og Þórarinn komin nokkuð á legg. •j, Síðar kom ég oft á heimili séra • Árna og Elísabetar, eftir að þau i konm að Stórahrauni. Þar var á- " valit mannmargt heimili og mikil ! gestakoma, enda voru bæði gest risin. Séra Árni þurfti helzt alltaf að ; hafa einhverja hjá sér til þess að L ræða við. Hann var eins og Bjarni í Ásgarði að því leyti, að hann gat átt það til að senda í veg fyrir , menn, sem áttu ieið um, bara til að fá þá heim til þess að tala við þá. Ef gesturinn var ekki nógu : ræðinn eða skemmtilegur viðmæl is, gat þó alltaf átt sér stað, að hægt væri að tefla við hann heldur en ekki neitt. Frú Elísabet var mikil búkona því sviði. Húsbóndinn átti svo mörg áhugamál önnur og hafði ýmsum opinberum störfum að gegna. Séra Árni keypti Stórahraunið, þegar hann fluttist þangað. Þetta er hlunnindajörð, og þar á meðal annars selveiði, dúntekja og sil- ungsveiði. Frændi dró heldur ekki af þvi, þegar hann var að lýsa landkostum jarðarinnar: „Það gætu tíu bændur orðið milljónerar á Stórahrauni," sagði séra Árni. Sjálfur varð hann þó aldrei nema bjargálna. Eitt sinn dvaldi ég á Stóra hrauni meðan verzlun var í Hólm inum í Skógarnesi. Þá fór ég á hestum vestur yfir Löngufjörur, um Hausthús og niður í Skógarnes. Með í förinn var frú Elísabet, tvö elztu börn hennar, Ingunn og Þór arinn og einhverjir fleiri. Rétt áður en við komum að Skógar nesi vildi svo illa til, að hestur inn hrasaði undir nafna mínum og pilturinn datt af baki og meidd ist eitthvað. í Syðra-Skógarnesi bjuggu þá foreldrar Elísabetar, og var þar Þórarinn lagður upp í rúm. í kringum hann varð óskapa pilsa þytur, því að kvenfólkið var dauð hrætt um, að hann væri stórslas aður. Hann bar sig líka aumlega og virtist njóta þess að láta fólk ið stjana við sig. Ég var mesti æringi og galgopi á þessum ár um og tók- þessu öllu létt, enda sýndist mér þetta ekki vera mjög alvarlegt. Inni í stofunni í Skógar nesi var lítið harmoníum, og sett ist ég við það og tók að leika af mikilli aivöru sálminn „Allt eins og blómstrið eina“. Þá veit ég ekki fyrr til en mér er gefið ut an undir. Þar var þá Ingunn kom in að veita mér ráðningu fyrir þetta alvöruleysi að vera að spila útfararsálm yfir aumingja Þórarni sem lægi slasaður upp í rúmi. En sem betur fór jafnaði nafni sig fljótt og varð ekki meint af þessu. Nokkrum sinnum var ég við messu hjá séra Árna fyrir vest an og spilaði þar reyndar einu sinni eða tvisvar. Ég gleymi því aldrei eitt sinn er hann messaði í Miklholti og gleymdi ræðunni heima. En þetta gerði honum ekk ert til, hann talaði jafnvel blaða laust. Rétt áður en messan átti að hefjast brá hann sér einsam all út í kirkju, en ég fór þangað til hans og sá, að hann var eitt' hvað að bauka inn við altarið. Þá var hann að hripa hjá sér nokkra minnispunkta. Ég sagði honum að kirkjugestirnir væru víst all ir komnir . „Æjá, elskan mín, það er á- ÍK,ætt, þá getum við byrjað>.<‘ sagði séra Árni. „Ég gleymdi að vísu ræðunni heima, en það gerir ekkert — ég er tilbúinn'L Ég var allur á< nálum! Hvern ig mundi hann komast frá þessu? Þetta var engin stund, sem hann hafði verið einsamall að undir búa sig. En þegar hann var byrj aður að tala heyrði ég strax, að það var aldeilis óþarfi að bera nokk urn kvíðboga fyrir honum. Þarna hélt hann nefnilega ljómandi ræðu og held ég að það hafi einkum I og talaði um ofsatrú. í síðari komið í hennar hlut að stjórna á I hluta ræðunnar tók hann dæmi um mæðgur í Reykjavík, sem hann kvaðst þekkja, og þær væru hvor í sínum sértrúarflokki og báðar svo heittrúaðar, að þær töluðust ekki við! Séra Árni var raddsterkur mað ur allt fram á elliár, og fórst hon um vel þjónusta fyrir altari, enda þótt hann væri enginn söngmaður. Ég held líka að hann hafi verið laus við það að vera músikalskur og beinlínis leiðzt öll hljómlist nema kirkjusöngurinn. Ég minnt ist þess, að einu sinni eftir messu hjá honum lék ég nokkur lög á fiðluna, en tengdadóttir hans Rósa Lárusdóttir, kona Þórarins spilaði á orgelið. Á meðan sat séra Árni inni í kór og hlustaði náttúrlega eins og aðrir, en ó- sköp varð hann feginn þegar við hættum að spila. Ég kynnti hvert lag jafnóðum, og að lokum til kynnti ég að nú lékjum við þjóð sönginn. „Æ það var gott“ skauzt þá alveg ósjálfrátt upp úr frænda. Hann var nefnilega orðinn dauð- leiður að sitja undir þessu gauli! Og ekki fengum við Eggert brófðir ibetri „krítik” hjá honum, þegar við vorum nýkomn ir heim af tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn, Þá var það ein hverju sinni, þegar séra Árni kom í bæinn, að mamma ætlar að gæða honum á því að láta okk ur spila fyrir hann. Jú, hann hafði ekkert á móti því. Og við hugsuðum með okk- ur, að nú skyldum við gera lukku hjá: frænda og veljum heilmikinn fiðlukonsert, sem tekur 20 mínút ur að flytja. Síðan setjum við okk ur í stellingar inni í stofu á Laugavegi 79. Eggert sezt við pí anóið og ég tek upp fiðlúna, og svo byrjum við að spila. Mamma situr með krosslagðar hendur, pínulítið stolt á svipinn út af sonum slnum, þessum spreng lærðu músíköntum, komnum beint af „konservatoríinu" í Kaup- mannahöfn En sér Árni gengur um gólf, strýkur öðru hvoru yfir skallann og talar í hljóði við sjálf an sig. Og þegar við höfum spil að í tæpar fimm mínútur, geng ur hann til mömmu, hnippir í öxlina á hertni og segir: „Heyrðu, Þnra — Þura svstir! Er þetta ekki bráðum búið!“ Þetta var þá öll hrifningin. Og við sem þóttumst hafa vandað okkur þessi ósköp og valið veru lega fallegan fiðlukonsert til þess að spila fyrir hann! En þó að séra Ámi væri ekki mikið gefinn fyrir músik, vildi svo merkilega til, að ég samdi einu sinni lag beinlínis að frum- kvæði hans. En það var náttúr- lega sálmalag. Þetta bar þannig til, að einu sinni, þegar hann kom heim til mín spyr hann mig >hvort ég geti ekki búið til lag fyrir sig við fallegasta erindið hans Hall- gríms Péturssonar. „Hvaða erindi er það?“ spyr ég „Hvað, veiztu það ekki, elsk- an mín! Það er síðasta erindið í Passíusálmunum “ Og svo gengur hann um gólf og kyrjar þetta með sinni hrjúfu og sterku rödd, raulandi einhverja lagleysu: „Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst, vizka, makt, speki’ og lofgjörð stærst sé þér, ó, Jesú, herra hár, og heiður klár Amen, amen, um eilíf ár!“ En hann fór svo vel með þetta, og af svo djúpri og sterkri til- finningu, að mér fannst eins og ég heyrði erindið í fyrsta sinn, þó að ég hafi auðvitað verið bú inn að heyra það hundrað sinn- um áður. Síðan leið langur tími, og séra Árni fór aftur vestur að Stórd- Hrauni. Ég hugsa svo ekkert um þetta frekar. En svo er það morg un einn, þegar ég vakna, að ég minntist allt í einu tilmæla séra Árna, og samstundis er eins og lagið syngi i höfðinu á mér. Eg fer strax fram úr og skrifa það niður, og þegar ég er að liúka við það, hringir síminn. Það er Ingunn Árnadóttir, og hún segir fcrmálalaust áður en hún heils- ar: „Þetta gekk ágætlega með hann pabba.“ ,Hvað gekk ágætlega?" segi ég og kem alveg af fjöllum „Nú, veiztu það ekki?“ svarar hún. „Hann liggur í Landakoti. Halldór Hansen skar hann við kviðsliti í morgun. Hann var að koma af skurðborðinu rétt í þessu og er nývaknaður, og honum líð ur ágætlega.“ Ég hafði ekki hugmynd um, að það ætti að skera hann, vissi ekki eínu sinni, að hann væri í bænum. En það stendur nákvæmlega heima að meðan séra Ámi svaf á skurðhorðmu, hefur lagið kónr ið í huga minn! Sjálfsagt var þetta bara til- viljun, en anzi merkileg tilvilj- un samt. Og mér fannst hún merkilegust fyrir það, að þetta var í fyrsta skipti, sem ég hef samið aftur, varð Pétur að leggja það á sig að reiða mig alla leið suður í Borgames, því að ég mátti ekki til þess hugsa að fara aftur sjó- leiðina, þótti nóg að þurfa að veltast með bátkollu frá Borgar nesi til Reykjavíkur. Nokkru áður en ég fór til Ó1 afsvíkur hafði faðir minn gefið mér reiðhjól, og ég hafði bað nátt úrlega með í ferðalagið, enda var ég ákaflega montinn af þessu farartæki. Líklega hefur það ver ið fyrsta reiðhjólið sem sást þar vestra, því að á þeim árum voru reiðhjól fátíð, meira að segja í Reykjavík. Þegar ég var nýbúinn að fá hjólið, fór ég að æfa mig á því við Mjölni og tókst þá ekki betur til en svo, að ég hjólaði þar beint á grjótvegg, og var mesta mildi, að ég stórslasaði mig ekki. En þegar ég fór vestur í Ólafsvík, þóttist ég vera orðinn útlærður á hjólinu, enda minnist ég þess ekki að hafa valdið þar neinum umferðarslysum. Loks er að minnast á enn einn móðurbróður minn, séra Bjarna Þórarinsson, en hann er elztur af sýstkinunum Ég kynntist hon- um ekki fyrr en hann var kom inn á efri ár. Hann var lengi búsettur í Kanada og var bar þjón andi prestur fjölmörg ár. En eft- ir að hann hætti prestskap flutti hann til Reykjavíkur -og átti þar heima upp frá því. Á meðan hon um entist heilsa'vann hann við ýmis skrifstofustörf, meðal ann ars hjá frænda sínum, Pétri Magn ússyni, síðar ráðherra. Séra Bjarni var giftur Ingi- björgu, systur Sigfúsar Elnarsson ar tónskálds. Þau eignuðust sjö börn, og eru nokkur þeirra bú- sett vestan hafs. Tvö dóu ung áð- ur en þau hjónin íluttust vestur um haf, og einn son, Þórarin að nafni, misstu þau á fyrri heims- styrjaldarárunum. Yngsta dóttir þeirra Ingihiargar og séra Bjarna, Súsanna Lilly, fluttist heim með þeim og bvr í Reykjavík; hún er gift Ólafi Hauki Ólafssyni, bróð ursyni Einars skálds Benedikts- sonar. Séra Bjarni var vel skáldmælt- ur og Ijómandi skemmtilegur mað ur. Hann líktist Ágúst bróður sín- lag að morgni dags Og bað hef- ur aðeins einu sinni komið fyrir ™ * ™rgn. var spaugsamur og aftur. Það var þegar ég samdi lagið við lýðveldisljóð Jóhannes ar úr Kötlum: „Land míns föðtir, landið mitt“, sem í fyrsta skipti var sungið við lýðveldistökuna á Þingvöllum 1944; Það samdi ég snemma um morgun. En hvernig geðjaðist svo séra Árna að laginu, sem ég samdi fyrir hann? Ég lét hann heyra það. þegar hann kom heim af spítalanum, og þá sagði hann: „Æ, elskan mín, gamla lagið er miklu betra!‘ ‘Og svo raulaði hann gamla lagið, rammfalskt auð vitað. Auk séra Árna voru tvö móður svstkini mín búsett á Snæfells- nesi, Ágúst kaupmaður í Stykkis hólmi og Þóra, búsett í Ólafsvík. Þegar ég var ellefu ára, dVald ist ég stuttan tíma í Ölafsvík hjá Þóru og Pétri Þórðarsyni manni hennar. Ég fór með skipi frá Reykjavík beint til Ólafsvík- ur og var að drepast úr sióveiki alla leiðina Þegar ég fór heim glaðvær, enda þótt hann hefði orðið fyrir ýmsum raunum í líf- inu. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur kom hann oft heim til mín, og hann vakti alltaf glað værð í krineum sig. þótt hann væri þá orðinn aldraður maður. Við kölluðiim hann alltaf Lúkas frænda. Þetta helgaðist af gam- ansögu, sem hann sagði af ein um stéttarbróður sínum. Það var eitthvert laugardagskvöld, að nokkrir heldri menn I prestakall inu voru að snila lomber og drekka púns Auk prestsins voru þgð hreppstiórinn. læknirinn og oddvitlnn. Þeir sniluðu fram und ir morgun og urðu kenndir, en á sunnudeginum messaði prestur inn eins og til stóð. og voru spila félagar hans náttúrlega við mess una hjá honum. Það var skugg sýnt í kirkiunni og lítil lvsing, nema hvað logaði á einhverjum kertisstubbum á altarinu. Þegar kemur að því, að prestur fer að Framhald á 15. líða.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.