Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 8
Efnaþagsráðstafanir brezku rík
isstjórnarinnar hafa komið all-
hart niður á brezkum blöðum, sem
mörg hver hafa átt við margvís-
lega erfiðleika að etja um langt
skeið óins og raunar dagblöð víð-
ast hvár annarsstaðar.
Ráðstafanir brezku stjórnarinn
ar höfðu meðal annars í för með
sér skattahaíkkanir, aukinn láns-
fjárskort og atvinnuleysi, og hef-
ur þetta á margvíslegan hátt kom
ið niður á blöðunum. Þannig
munu tekjur flestra blaðanna af
auglýsingum hafa minnkað um
25-30 af hundraði nú síðari hluta
ársins. Þetta á þó ekki við um þau
blöð, sem bezt eru stæð, eins og
til dæmis „Daily Express“, ,,Daily
Telegraph“ og „Daily Mirror“.
Flogið hefur fyrir undanfarið
að tvö stórblöð „Daily Mail“ og
„Daily Sketch“, sem samtals
koma út í 3,2 milljónum eintaka
á dag muni verða lögð niður inn
an skamms. Tvö önnur stórblöð,
„ The Sun“ sem gefið er út í 1,2
milljónum eintaka og The Guard
ian (280 þúsund eintök) hafa 'gert
verkalýðsfélögum starfsfólks við
blöðin ljóst að ekki verði framhald
á útkomu þeirra nema til komi
mikill sparnaður í öllum rekstri.
Fréttirnar um þetta spurðust rétt
eftir að tilkynnt var að blaðakon-
Tveir brezkir blaðakóngar Thom-
son og King
ungurinn Thomson lávarður hefði
keypt The Times, og voru menn
alls ekki búnir að jafna sig á
vitneskjunni um það. Ekki er þó
enn séð fyrir endann á því máli,
því nefndin, sem í Bretlandi hef-
ur eftirlit með einokunarfyrir-
tækjum hefur enn ekki lagt bless
un sína yfir þessi viðskipti, en
almennt er talið að hún muni
ekki blanda sér í málið, jafnvel
þótt Thomson, er einnig á Sunday
Times (1,3 milljón eintök) hafi til
kynnt að hann muni sannarlega
reyna að gera keppinautum sín-
um lífið og þar með blaðaútgáfu
eins erfitt eins og hann mögulega
getur.
Þeir eru margir sem látið hafa
í Ijós ótta um að gæði The Times
muni nú fara minnkandi ef blað-
ið kemst í hendur Thomsons lá-
varðar, en það þykir þó alls ekki
líklegt. Sunday Times hefur á
ýmsan hátt rutt nýjar brautir í
ibldðamennsku í Bretlandf. Það
hefur tekið ákveðin mál fyrir og
þrautkannað þau og birt ítarleg-
ar og fróðlegar og umfram allt
áreiðanlegar greinar um margvís
leg efni. Það hefur á að skipa hóp
sem í eru margir fremstu blaða-
menn í Bretlandi og er talið að sú
staðreynd og frísklegra útlit muni
eiga eftir að gera Times að enn
betra blaði en það er í dag.
En þetta breytir þó engu um
þá staðreynd að jafnframt því
sem blöðunum í Bretlandi fækk-
Skopmynd af blaðakónginum Thomson lávarði.
8 29. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
“ 1 ,u • ';• gömsé )i 6
■ '■ atsusaSthe guardian
W cl.KMlay Dcccmbcr 14 1966 ._
izambia Germany still v.
I ready to .
Isácriíiec see>innr
. J v •ISmoUc
T’oVice
cbicV
THE TIMES
| 41 DDE IN
D.S. AIR
1 CRASft
fik**
P lea from
fahanjas
> end
|ig-time
Dr. Erhard’s prestige
at stake
*" «nfc Phinft i:„
7TT-
Americans lose six planf
over North Vietnam J"
Heaiiest re'rase for tearly ■ jw|
the observer
Lonaon, Sunday, 11 December 1968
rÁ Tito’s : I Queen
.! rival ran Mother ■'Á
£|j network j weU after I
Vietnam
truce offer
by U.S.
THl UNlTCO tUtft »
f J j | ;|p’
UvJÍi
^OCCER J 7he pjr/ .jj
‘KING’ •
MITCHELL
INQUIRY
j ‘£10 drinks orders at
l.the Elephant’s Nest
’BOMB'
RIOT-
| wholook •
j mamagíi j£.
SO HURT j
. pouce I a taxi to town’
j! accuse '
' I n . . ! AN INQUIRY inlo Frank Milchell's (tcape from Darl-
DRUGS ' moor, and the events leading up 1o it. was begun,
L * DADCnKI * ye*I*rday by Mr. Robert Mark. Chief Constable of
r MrvoUlN - Lcicester, on the ordert of Mr. Roy Jenkins, Home V
......... i Secretary.
BRITAIN
OPEN TO'
PEACE
MOVE
ar stöðugt þá kemst eignaraðild-
in á æ færri hendur og veldi
manna eins og Thomsons verður
æ meira.
Thomson er rakarasonur frá'To
ronto og stjórnar hann nú eða á
meirihluta í sextíu brezkum dag-
blöðum þar á meðal stórblaðinu
The Scotchman. Þar að auki á
hann mörg tímarit og meirihluta
í skozka auglýsingasjónvarpinu.
Þar að auki á hann í allmörgum
útgáfufyrirtækjum, sem einkum
gefa út bækur. Blöðin, sem hann
á fylgja yfirleitt fremur íhalds-
samri stefnu í stjórnmálum.
Hinn brezki blaðakonungurinn,
sem mikið kveður að er Cecil
King, en hann á fjögur blöð, sem
ná til alls landsins, þau eru:
„Dai'y Mirror“ 5 milljón eintök,
The Sun, The People (5,5 milljón
eintök á sunnudögum) og Sunday
Mirror (milljón eintök). Sala þess
ara blaða nemur 40% af allri dag-
blaðasölu í Bretlandi. En King
virðist líka geta mistekizt. Blaðið
Sun, sem hann stofnaði fyrir
nokkrum árum á rústum Daily
Herald, sem var blað brezku
verkalýðssamtakanna, hefur verið
rekið með gífurlegu tapi frá upp-
hafi. Þeir sem skrifa um blöð ihafa
líka talið Sun heldur lélegt blað,
en eitthvað er þó talið að það hafi
skánað upp á síðkastið. Þótt King
sé vellríkur getur hann ekki enda
laust haldið blaðinu úti með þessu
gífurlega tapi. Ef ekki tekst að
spara stórlega í rekstrinum mun
Sun hætta að koma út innan eins
árs.
Aðrir stórir blaðaútgefendur í
Bretlandi éru Beaverbrook og
fyrirtækið Associated Newspap-
ers, en tvö af blöðum þess, Daily-
mail og Daily Sketch eru nú tal-
in í nokkri hættu. Bæði fylgja
fremur íhaldssamri stefnu og tal-
að hefur verið um að Daily Mail
verði sameinað hinum íhaldssama
Daily Express, sem Beaverbrook
á, en með því skilyrði þó, að Bea-
verbrook hætti að gefa út síðdegis
blaðið Evening Standard í London
en þá yrði Evening News, sem er
í eigu Associated Newspapers eina
stóra síðdegisblaðið í London.
Nokkur ár eru síðan nafni stór-
blaðsins Manchester Guardian var
breytt og fyrra orðið fellt niður
þannig að blaðið heitir nú bara
The Guardian. Þá var einnig
byrjað að prenta blaðið í senn
bæði í Manchester og London, og
rauk þá kostnaðurinn við útgáfuna
upp úr öllu valdi því prentarafél
agið vildi ekki leyfa ódýra prent-
unáraðferð sem útgefendur vildu
taka upp í London. Nú verða
prentararnir að sætta sig við upp-
sagnir, því annars er ekkert ó-
sennilegra en hætt verði að prenta
blaðið í London, því tapið er nú
samtals orðið um 60 milljónir ís-
lenzkra króna. Sama fyrirtæki
hefur Manchester Evening News,
og skilar það talsverðum ágóða en
getur þó ekki borið uppi þennan
hallarekstur mikið lengur.
Þegar það er svo haft í huga,
að sunnudagsblöðin Observer
(850 þúsund eintök) og Sunday
Telegraph (650 þúsund eintök)
eiga einnig við margvíslega erfið-
leika að etja, þá er ekki nema
von þótt ástandið í blaðáheiminum
í Bretlandi valdi nú ekki aðeins
aðstandendum blaðanna áhygg-
jum heldur einnig valdhöíjum.