Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 13
ðÆJARBÍ n.'l". —; Síml 5( Síml 5018«. Leðurbiakan Spáný dönsk litkvikmynd. íburð armesta danska kvikmyndin í 'mörg ár. Hafnarfirski listdansar inn JÓN VALGEIR kemur fram í myndinni. LÍlír BROBERB , PDUt fiEICHHARDT, GHITA NBRBY HOLGEíi JUUL HÁN'SEN GRETHE MOGENSEN DARIO CAMPEOTTO SIRGIT SADOUN POULHAGEN KARLSTEGGER OVE SPROGBE hstruliticn: Artneljse Meineche Sýnd kl. 7 og 9. ESn stúlka og 39 sjómenn iscenesat af ANNEUSE reenberq BIRQIT SADOLIN • MORTEN GRUNWALD AXEL STR0BYE- POUL BUNDGAARD farver: ’EfíSrMAttCOLOR Bráðskemmtileg ný dönsk lit- mynd um ævintýralegt ferða- lag til Austurlanda. Sýnd kl. 6.45 og 9. SMURT BRAUÐ Snittur BRAUÐFTOFAN Vesturgötu 25 SÍMI 16012. Opið frá kl. 9—23,30 MUNIÐ HAB FRARilHALDSSAGA eftlr Dorothy SavilSe HYLDU TÁR ÞÍN — Nei? Hann tók um hand legg hennar og augu hans leiftr uðu af reiði að baki gleraugn anna. — Ég er ekki eins ríkur og Gilbert Tennant en ég met nafn mitt eins mikils. Éa skal sjá um að þessi ungi maður verði að standa fyrir sínu. Þeg- ar ég hugleiði allt það sem móðir þín og ég höfum gert fyr- ir þig og hvernig . . . Heather hætti að hlusta á liann og augnabliki síðar greip móðir hennar um handlegg föður henn ar og sagði: — Þetta er nóg Róbert. Hann gekk til dyra. — Ég ætla að hringja til Tennants og taJa við hann núna. Nora sæktu bréfin svo ég hafi þau með mér. Heather varð óvenjulega ró- leg. Hún gekk til herbergis síns og sofnaði. Skyldi því versta vera aflokið. Ætli Miles kæmi til henn ar þegar hann fengi að vita,. hvernig allt væri og mvndi hann giftast henni og þau gætu verið hamingjusöm saman? Hún strauk liíla gullhjartað inni undir blúss unni sinni. Hana langaði til að skrifa, en Miles myndi koma og það yrði auðveldara að segja lion um það en skrifa honum. Miles myndi skilja allt. Faðir hennar kom rúmlega sjö. Þegar móðir hennar kom inn með bakka sagði hún kuldalega. — Faðir þinn talaði við hr. Tenn ant og hann skipaði Miles að koma heim. Þeir koma á mánu daginn. Miles — hér. Hjarta liennar sló hratt en hún sagði: — Ég fer í vinnu á mánudaginn og ég þarf að ná í strætisvagninn. — Þú ferð ekki í vinnuna. Pabbi þinn skrifar uppsagnarbréf og sendir það í dag. Hann segir að þú sért of þreytt og megir ekki vinna. Hr. Tennant veit það auð vitað. .Heather ætlaði að mótmæla en hún þagði. Henni fannst hún hjálparvana. Allan sunnudag- inn hugsaði hún um Miles. For- eldrar hennar létu sem þau sæu hana ekki þegar hún kom niður, að borða og milli máltiða sat hún úti í garðinum. Loks kom mánu dagur og henni leið betur. Klukkan eliefu hringdi síminn og-þegar móðir hennar hafði lok ið samtalinu sagði liún: — Hr. Tennant kemuf ásamt syni sínum í kvöld. Ég er að fara í bæinn eh þú getur hugsað um fnatinn. Heather var komin út í garð inn þegar pósturinn kom. — En gaman að sjá yður hér ungfrú Heather. Ég liélt að þér væruð að vinna en þér eruð sennilega í fríi. Hér er bréf til yðar, sem hef ur verið sent frá Wayford. —Takk fyrir. Hún lagði frá sér bréfið og gladdist yfir því að móðir hennar var ekki heima. Hún gekk upp á herbergi sitt og læsti dyrunum. Svo opnaði hún umslagið las bréfið fyrst fljótt en svo hægara. — Kæra Heather. Þú undrast víst að ég skuli ekki hafa skrifað fyrr en ég hef haft mikið að gera. Ég á ekki beint við í vinnunni, en ég hef hitt fullt af fólki og við skemmtum okkur vel. Það er ekki auðvelt fyrir mig að skrifa þetta en mér finnst Wayford svo óend anlega langt frá Grasse. Ég veit að ég bað þig um að vera stúlk una mína og þú Jofaðir að vera það en nú finnst mér það rangt af mér. Ég hef nefnilega ákveðið að vera hér í heilt ár og við erum bæði of ung til að binda okkur. Ég gleymi aldrei þeim stundum sem við áttum saman en því er lokið og ég vona að við verðum vinir samt sem áður. Þinn Miles Hún braut bréfíð vandlega sam an en neitaði að trúa því sem það sagði. Miles sagði henni, að hann elskaði hana ekki og hann kom aðeins til hennar af því að faðir lians kraí'ðist þess. Hann vildi gjarnan vera frjáls, en nú yrði hann bundinn af henni og hann gæti aldrei fyrirgefið henni það. Miles gat ekki lengur hjálpað henni — hún stóð ein. 18. kaíli. Heather fann eldspýtustokk og kveikti á honum við eldstóna, Svo kveikti hún í bréfinu og það brann glatt. Barnið átti hún ein. í fyrsta skipti átti hún eitthvað sjálf. Henni fannst húri orðin full orðin. Hún liafði engan að styðj ast við, hvorki foreldra sína né Miles en barnið þarfnaðist henn ar og um barnið þurfti hún að hugsa. Hún skipti um föt um kvöldið og málaði sig vandlega fyrir fram an spegil. Svo heyrði hún bifreið aka að húsinu og augnabliki síð ar kom móðir hennar að sækja hana. Mundu eftir barninu sagði hún ákveðin við sjálfa sig en samt varð hún taugaóstyrk þegar inn í dagstofuna kom. Iiún leit fyrst á Miles, sem var eldri en hana hafði minnt. Sólbrennt andlit haris var alvarlegt og grá augu hans dökk. Hana langaði til að hlaupa til hans en minningin um bréfið hélt aftur af henni. —Heather. . . stundi Miles áð ur en hann reis á fætur greip faðir hans fram í fyrir honum. Svo þetta er unga stúlkan. sagði hann og hann virti Heather fyrir sér . Hún leit í augu hans. — Ég hef talað við son minn ungfrú Singclar, hélt hann á- fram. — Hann vill giftast yður. Ef Miles hefði sagt þessi orð. Ef hann hefði gengið til hennar og tekið í hönd hennar en hann líktist aðeins skóladreng, sem var neyddur til að gera eitthvað, sem hann vildi ekki gera. Faðir hans fitlaði við yfirskegg sitt og móðir hennar var í sparikjóln um. Giles Tennant réði öliu og ef hún vildi myndi Miles giftast henni. —Takk fyrir sagði hún rólega. — En hann þarf ekki að gera það. — Þarf ekki? greip faðir henn ar fram í fyrir henni. Skilurðu virkilega ekki Heather. . . — Ég skil eitt, sagði hún. — Ég vil ekki giftast Miles. Miles kipptist við og allir töluðu hver upp í munninn á öðrum en Heather sá aðeins hve Giles Tenn ant létti. Hún talaði til hans. — Ég veit að þér haldið að ég hafi narrað Miles til að gera þetta af því að hann á að erfa yður. Það er rangt. Ég vil ekki giftast hon um og enginn getur neytt mig til þess. Hún varð fyrir miklum von- brigðum yfir að Miles skyldi ert gera, en það var enginn tími til að hugsa um það. Hún varð að eyða kröftum sin um til að svara mótmælum for eldra sinna. — Ég geri það ekki, sagði hún loks. — Ég geri það ekki. En barnið, sagði móðir hennar — Hugsaðu um barnið. — Ég er að hugsa um barnið. Það skal ekki vaxa upp á ást lausu heimili eins og ég. Heather livernig dirfistu að. . . —Ég vil ekki gifta mig, sagði hún. — Miles vill það heldur ekki heldur hr. Tennant þó þér hafið kannski reynt að neyða hann til þess. — Mér kom aldrei til hugar að þér brygðust svona við, sagði ekkert 'gera, en það var enginn að gefa barnið? — Auðvitað flýtti móðir henn ar sér að segja. — Það skal aldrei verða. Heath er hækkaði róminn. — Ég á þetta barn. Skiljið þið það? Ég ætla að eiga það. — Þú hefur ekki efni á því, sagði faðir liennar. — Og við get um ekki. . . Gilbert Miles sagði stuttaralega —Bíddu eftir mér í bílnum Mil es. Miles hikaði og Heather fékk vonarneista augnablik en svo fór hann og hún fann hvernig hann skammaðist sín og hve auðmjúkur hann var. ---Ég verð að biðja yður af- sökunar ungfrú Sinclair, sagði Gilbert Tennant vingjarnlega. Vingjarnleiki hans var verri en reiði lians hefði verið. Hún fann að tárin voru að koma. Hann dró hana til sín í sófann og settist við hlið hennar. Móðir hennar settist í liægindastólinn en faðir hennar stóð. — Ætlið þér virki lega að eiga barnið? — Já svaraði hún en velti því um leið fyrir sér hvernig hún gæti það. Sennilega myndu foreldrar hennar segja henni að hennar staður væri á heimili hennar? Hún leit á þau en þau sögðu ekkert augnabliki síðar sagði Gil bert Tennant: — Ég skal borga uppihald yðar. Þér getið búið und ir dulnefni og ég skal sjálfur skrifa til frú Forrester og út skýra allt fyrir henni. Sennilega væri bezt að við létum sem þér væruð gift. Barnsins var von í marz. Það var allt haustið og allur vetur inn. . . — Frú Winter, sagði hún og hann kinkaði kolli. —Frú Forrester er bæði vin gjarnleg og skilningsrík. Skyldi hann hafa tekið eftir'því, hvernig foreldrar liennar voru við hana? — Hún^er líka ung, bætti hann við. — Á þrítugsaldri það ég bezt veit. Heather hætti að hlusta á hann. Hún heyrði sem úr fjarlægð að faðir hennar sagðist skyldi aka henni og móðir hennar tautaði eittiwgð í þakklætisskýni. Gilbert Tennant reis á fætur og tók í hönd Heather. — Þá er það afráðið, sagði hann — Verið þér sælar ungfrú Sinclair — ég dáist að þreki yðar. En Heather gat ekki gleymt því hvernig Miles hafði svikið hana og hvernig hann hafði brugðist H frisk heilbrigð húð 29. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.