Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 11
l=RitstiótTOm ESdsson Fram lék ágætlega- siaraði Hauka 26:14 Annað leikkvöld íslandsmóts- ins var leikið í fyrrakvöld og fóru J)á fram tveir leikir. Fyrri leikur- inn var milli Fram og Hauka úr Hafnarfirði. Nokkur spenna ríkti fyrir þennan leik þar sem þetta var fyrsti leikur Haukanna á þessu leikári, en eins og kunnugt er þá stóðu Haukar sig með mikilli prýði í íslandsmótinu í fyrra. En í fyrra kvöld brugðust Haukarnir vonum manna með' vægast sagt lélegum leik, en þeir sýndu þó af og til í leiknum að þeir eru til alls vísir þegar þeir ná meiri keppnisreynslu í vetur og trúað gæti ég að þeir verði erfiðir viðureignar þefcar líða tekur á mótið og þá fyrir hvaða lið sem er. Lið Fram sýndi góðan leik með- an þeir léku rólega, en það var eins og þeir réðu ekki við hrað- ann, sem þeir settu oft upp og varð þá mikið um rangar send- ingar bjá þeim. Annars gekk leik- urinn sjálfur hálf einkennilega fyr ir sig því að á 25. mín. stóðu leik- ar 7:1 fyrir Fram. Á þessu tíma- bili höfðu Framarar leikið vel og gætilega og opnuðu hvað eftir annað vörn Haukanna og skoruðu þrátt fyrir góða markvörzlu Pét- urs í marki Hauka. En þær fimm mín. sem eftir voru af hálfleikn- Unglingamót í badminton um jafnaðist leikurinn því nú skor uðu Haukar 6 mörk gegn 2 frá Fram þannig að í hálfleik var staðan 9:7 fyrir Fram. Seinni hálf- leik byrja Framarar vel og skora 7 fyrstu mörkin og er staðan því orðin 16:7 á 11. mín. En það sem eftir er leiksins halda Haukar í horfinu og leikurinn endaði 26: j 14 fyrir Fram. Beztu menn Fram- liðsins voru þeir Guðjón, Sig. Ein- arsson og Gunnlaugur. Á köflum varði Þorsteinn mjög vel. Beztir hjá Haukum voru Matthías og Pétur sem var í markinu í fyrri hálfleik. Flest mörk skoruðu fyrir Fram Gunnlaugur 9, Ingólfur 5, og Sig. Einarsson 4. Fyrir Hauka: Matthías 5, Ásgeir og Stefán 3 hvor. Dómari var Valur Benedikts son og dæmdi hann vægast sagt hryllilega. Geir Hallsteinsson skorar fyrir FH í fyrrakvöld FH átti ekki í erfið- jr Unglingamót í Badmiriton ein liðaleik, var haldið í íþróttahúsi Vals, laugardaginn 17. des. í mót inu tóku þátt um 30 unglingar frá TBR, KR og ÍA. Þetta er í annað skipti, sem unglingamót er haldið og er ætlunin að halda það fram vegis síðasta laugardag fyrir jól. í mótinu voru leiknir margir skemmtilegir leikir og sýndu ungl ingarnir mjög mikinn áhuga. Keppt var í þremur flokkum. í unglinga flokki sigraði Haraldur Kornelí usson TBR Hörð Ragnarsson ÍA 15-9 og 15-12, í drengjaflokki sigr aði Jóhannes Guðjónsson ÍA Jaf et Ólafsson TBR 11-6 og 11-3 og í sveinaflokki sigraði Jón Gíslason TBR Helga Benediktsson TBR 15- 10, 9-11 og 1-11. Fyrstu og önnur verðlaun voru veitt í hverjum flokki. Auk þess voru veitt sérstök verðlaun fyrir góðan leik og var það vandaður badmintonspaði og hlaut hann Jó hannes Guðjónsson ÍA. Spaðann gaf Leifur Muller, einn af félög um TBR. leikum með Armann Seinni leikurinn í fyrrakvöld var milxi F.H. og Ármanns og óyrjaði hann með mörkum frá báðum aðilum á fyrstu mín. Birg- ir skoraði fyrir FH og Grímur ' jafnaði, en síðan fylgdu sjö mörk frá FH og var staðan á 16. mín. 8:1 fyrir FH. Og það sem eftir var hálfleiks skoruðu FH-ingar 2 mörk fyrir hvert eitt sem Ár- inenninigar gerðu og lauk hálf- leiknum með sigri FH 17:6. Seinni hálfleikur var kannski heldur jafnari en sá fyrri en á- fram héldu yfirburðir FH og lauk leiknum 30:13. Lið Ármanns reyndi í þessum leik það eina sem rétt var, það er að segja að halda knettinum til að forðast markasúpu frá FH. Þetta tókst þeim allvel. Bezti mað Gylfi Jóhannsson skorar fyrir Fram í leiknum við *iauka. (Myndir: Bj. Bj.) Happdrætti ÍSÍ Frá Landshappdrætti ÍSÍ: Dregið hefur verið hjá Borgarfógetanum í Reykjavík, upp komu þessi núm er: 54775 Kappsiglari. íþróttabanda- lag Akraness. 45414 Ford Taunus íþróttabanda lag Hafnarfjarðar. 32820 Willy's Jeep. íþróttabanda lag Akraness. 29647 Plastbátur me'ð utanborðsvél íþróttabandalag Reykjavíkur. 31440 Husqvarna saumavél íþrótta bandalag Reykjavíkur. 19718 Husqvarna saumavél íþrótta bandalag Reykjávíkur. 3939 Husqvarna saumavél íþrótta bandalag Reykjavíkur 20513 Ilusqvarna saumavél íþrótta bandalag Reykjavíkur . 47305 Husqvarna saumavél Ungm. samb. V-Húnvetninga. 12475 Kelvinator kæliskápur Hér- aðssamband Strandamanna. 6524 Kelvinator kæliskápur íþrótta bandalag Siglufjarðar. 11795 Kelvinator kæliskápur Ung mennasamband Skagafjarðar. ur liðsins var Grímur Valdimars- son og skoraði hann 5 mörk. Þá skoraði Ástþór einnig 5 mörk. Lið FH er sýnilega í góðri æf- ingu og verður gaman að fylgjast með leik FH og Fram nú eftir ára- mótin. Beztu menn liðsins voru Geir sem skoraði 9 mörk og Ragn- ar sem skoraði 7 mörk. í marld FH var ungur piltur, Birgir Finn- bogason og lofar hann góðu. Dómari var Óli Ólsen og dæmdi hann vel og er hann mjög efni- legur dómari, en má vanda betur bendingar sínar eftir að hann hef- ur flautað á brot. I. V. Fram-Valur og Víkingur-Haukar leika í kvöld í kvöld kl. 20,15 heldur ís- landsmótið í I. deild áfram í iþróttahöllinni. Fyrst leika Fram og Valur og sá leikur verð ur vajalaust skemmtilegur á að horfa. Síðari leikur kvöldsins verður milli Víkings og Hauka. en ógjörlegt er að spá nokkru iiiii úrslit fyrirfram. .Ekki er vafi á því að góð skemmtun verður í íþróttahöllinni í kvöld. 29. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.