Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 14
* Sífc* V ► *'*M>Mteac-Ece« tefct«■«*»>•••» + ■*• *•*»*■ «•*•*«•*?»**»* *■" *•****■• Wff*ff5£ B-e * E Sieifarlag Framhald af bls. 1. grennd við miðbæinn er ástand ið þannig að verulegur hluti gangandi vegfarenda kýs held ur að ganga á götunum en á gangstéttunum, sem eru einn svellbunki og engin tilraun hcf ur verið gerð til að hreinsa frá því að fyrsti snjórinn féll. Það er ein af mcginskyldum borgaryfirvalda að tryggja greiða og örugga umferð um götur borgarinnar. Þessu hlut- verki hefur alls ekki verið sinnt í desember mánuði, þótt eitthvað lítilsháttar liafi ver- ið gcrt af því að dreifa salti á göturnar í lítilli þökk bif- reiðaeigenda. Borgarbúar eiga heimtingu á því að þessum málum sé betur sinnt og gerðar verði ráðstafan ir tii þess að lireinsa snjó af götum og gangstéttum fljótar og í ríkara mæli en gert hef- ur verið það sem af er bessum vetri. Svíþjóð Framhald af 3. síðu. að ráðherra gefi opinberleea yfir lýsingu um ástæður fyrir lausnar beiðni Það hefur ekki gerzt síð an Riehard Sandler Mgði af sér sem utanríkisráðherra 1939, þar sem hann taldi að Svíar æltu að taka þátt í vörniim Alandseyja. Tage Erlander forsætisráðherra og Gunnar Strang fjármálaráð- berra hörmuðu í dag ákvörðun frú Lindström um að segja af sér. í>eir kváðust báðir vera sam mála frú Lindström um, að auka bæri aðstoðina við þróunariönd- in, en sögðu, að fjárhagur ríkis- ins leyfði ekki að farið yrði að kröfum hennar um auknar fjár- \eitingar. Frú Lindström sagði að fresta hefði orðið mörgum áætlunum, margar mikilvægar áætlanir yrðu eklci svipur hjá sjón ef framlög in yrðu ekki aukin verulega, hætta yrði ef til vill öllum fram tíðaráætlunum og á þetta hefði hún ekki getað fallizt. Svíar hefðu mestar þjóðartekjur á mann næst á eftir Bandaríkjamönnum og verja yrði stærri hluta þjóðar- teknanna til aðstoðar við þróun- arlöndin. Veðmál Framhald af bls. 1. leika enn lausum haia. í dag bætti lögreglan hættulegum glæpa- manni, John Mackrell, við listann yfir fanga sem brotizt hafa út. Hann var dæmdur 1947 fyrir morð á leigubílstjóra. Hann tók saman pjönkur sínar og gekk út úr geð- veikrahæli í úthverfum Lundúna. Samtímis því sem lögreglumenn og hermenn héldu áfram leitinni að hinum týndu föngum kom Roy Jenkins innanríkisráðherra til að kynna sér ástandið betur. Efst- ir á listanum yfir týndu fangana eru fimm menn, þekktir undir nafninu ,,London Moss“, sem brut ust út úr Dartmoor-fangelsi á Suð vestur-Englandi fyrir tveimur dög um. Eitt af því sem Jenkins mun nú kynna sér nánar eru fréttir um, að einn af fangavörðunum í Can- terbury-fangelsi selji föngum lykla fyrir 180 pund. í kvöld var einn hinna fimm manna úr London Mob- glæpa- flokkuum handsamaður. Flatey Framhald af 3. síðn. slík stöð sett upp í Grímsey og var rafmagn lagt þar í öll hús. Atvinna er lítil sem engin í Flatey nú sem stendur en með endurbótum á frystihúsinu og AUGLÝSING til símnotenda í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði. Útgáfa símaskrár fyrir árið 1967 er í undirbún- ingi. Símnotendur eru beðnir að senda skrif- legar breytingar við nafna- og atvinnuskrá, ef einhverjar eru sem allra fyrst og eigi síðar en 14. janúar 1967. Breytingar sem berast eftir þann tíma, má bú- ast við að verði ekki hægt að taka til greina. Nánari upplýsingar gefnar í síma 11000 og á skrifstofunni í landssímahúsinu Thorvaldsens stræti 4, herbergi nr. 206 á II. hæð. Reykjavík, 27. desember 1966. Bæjarsíminn í Reykjavík. Metuppskera í Sovétríkjunum fjölbreyttrai útgerð en hingað til hefur verið stunduð frá eyjunni má búast við að úr rætist og af- komumöguleikar íbúanna aukist. Súdan Framhald af 2. afðu. ur liðsforingi, Khalid Hussein sem var yfirmaður nýliðasveitar, hafi skipað 200 nýliðum að um- kringja forsetahöllina, útvarps- stöðvar og standa vörð við vmsar brjT. Því næst hefði hann lagzt til svefns. Liðsforingjar úr hern um afvopnuðu nýliðana, og liðs- Joringinn var tekinn til yfir- heyrzlu. Hann játaði, að hann hefði ætlað'að gera byltingu, og síðan var hann settur i stofu- varðhald á heimili sínu, þar sem hann lagðist aftur til svefns, herma heimildir Reuters_ AFP hermir, að dómarar í Súd an hafi hótað verkfalli, ef stjórn in taki ekki aftur þau ummæli sín, að stjórnlagasamkundan, sem starfar sem þjóðþing, sé æðsta yf- irvald landsins og að enginn geti breytt gegn ákvörðunum þess. HijóófæraSeikarar Framhald af 3. síðu. félagið bæta úr brýnni þörf, því skortur hefur verið á slíkri starf- semi. En það hefur mjög færzt í aukana að skemmtanir eru haldn- ar á öðrum stöðum en þeim, sem hafa yfir að ráða fastráðinni hljóm sveit. Ráðningarstofa hljómlistar- manna er opin alla virka daga frá kl. 14 til 19 og er síminn 20255 en hún er til húsa í skrifstofu félags- ins að Óðinsgötu 7. Kínverjar Framliald af bls. 1. nóvember að Kínverjar mundu bráðlega gera nýja kjarnorku- vopnatilraun. Kínverjar sprengdu fjórðu kjarnorkusprengju sína 27. októ ber, og var henni skotið með eld flaug Pekingútvarpið og fréttastofan Nýja Kína skýrðu frá tilrauninni skömmu eftir að tilkynnt var um hana í Washington. | fréttinni seg ir, að sprengingin hafi verið nýr sigur fyrir hugsun Mao Tse- tungs. Heilsuvernd Næstu námskeið í tauga- og vöðvaslökun og öndunaræf- ingum, fyrir konur og karla hefst miðvikudaginn 4. jan. Upplýsingar í síma 12240. Vignir Andrésson íþróttakennari. MOSKVU, 27. des. (NTB) - Hveiti, uppskera hefur aldrei verið meiri | í Sovétríkjxmum en á þessu ári og nemur 171 milljón lesta, að því er Vladimir Matskevitsj Iandbúnaðar ráðherra sagði á blaðamannafundi í Mosk\m í dag. En hann sagði, að ýtússar mundu halda áfram aði kaupa hveiti erlendis frá samtím- is því sem þeir mundu reyna að flytja út hveiti. Landbúnaðarráðherrann sagði, að ódýrara væri að flytja hveiti sjóleiðis frá Kanada til Síberíu en landleiðina úr vestri. Hann gagn- rýndi nýræktarstefnu Krústjovs og kvað skýringuna á aukningu land- búnaðarframleiðslunnar vera þá, að mikill fjöldi nýrra véla hefði verið tekinn í notkun, að hafin væri framleiðsla tilbúins áburð- ar og að fólkið á landsbyggðinni hefði nú fjárhagslegan hagnað af Rvík, SJÓ Eimskipafélag íslands hefur undanfarið keypt gerilsneydda mjólk frá Akureyri og Húsavík, sem félagið hefur síðan tekið að sér að frysta og þýða. Hefur þettg gefizt mjög vel og er mjólkin sem ný, þrátt fyrir rúmlega tve!ggja mánaða geymslu. Er mjólk þessi geymd í plastpokum, sem ýmist eru 10 eða 25 lítra. 36 klst. tekur að þíða hana aftur eftir að hún hefur verið látin í frysti. Blaðamönnum gafst kostur á að bragða á þannig mjólk sem keypt hafði verið hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og geymd hafði verið 70 daga um borð í Gullfossi, og var ekki að finna á henni, að hún hefði haft svo langa geymslu. Hefur Eimskipafélag íslands t.d. fengið vottorð upp á, að hálfs mánaðar gömul mjólk liafi reynzt fullkomiega góð. Ekki hefur Mjólk ursamsalan enn fengizt til að gera slíkar tilraunir, en þó var ákveð- ið að hún seldi Eimskipafélaginu um 1000 lítra til 40 daga ferðar Gullfoss til Kanaríeyja og aftur heim. Sagðist Eimskipafélagið á- líta, að mjólk í þannig umbúðum væri mun betri, bæði frá þjóð- hagslegu og heilbrigðissjónarmiði. M.a. hefðu af þeim 85.000 lítrum starfi sínu vegna umbóta þeirra er miðstjórnin samþykkti í marz í fyrra. Matskevitsj landbúnaðarráð- herra átti í deilum við Krústjov um stefnuna í landbúnaðarmálum á sínum tíma, en var aftur skipað- ur í embætti sitt eftir fall Krúst- jovs. Á fundinum í dag sagði hann að íbúar Sovétríkjanna væru nú eins vel nærðir og Bretar og Bandaríkjamenn þar sem Rússar eyddu nú 3.000 kaloríum á dag. En hann bætti því við, að Bandaríkja menn borðuðu þrefalt meira magn en sovézkir borgarar. Matskevitsj sagði, að einkajarð- ir samyrkjubænda gegndu ekki miklu hlutverki i landbúnaðarfram leiðslunni og mundu ékki gera það í framtíðinni. Hins vegar sagði hann að ríkið keypti fjórðung eggja- og karföfluforða síns frá einkajöi-ðum. sem félagið keypti árið 1965 ver- ið rúmur helmingur erlendis frá. Sovétskip óæskilegt í Kína PEKING, 28. des. (NTB-AFP) - Sovézka skipinu „Zagorsk" var í dag fylgt, út úr kínverskri land- helgi og skipstjórinn, Naoumov, lýstur óæskilegur í Kína um alia framtíð vegna atburðar er gerð- ist þegar „Zagorsk" var á leið út úr liöfninni í Dairen 8. desember. Fréttastofan Nýja Kína segir, að Naoumov skipstjóri hafi neitað að fara að fyrirmælum kínverska hafnsögíimannsins. Skipstjórinn neitaði að stöðva vélar skipsins og skipaði hafnsögumanninum að fara í land. En vegna ákveðni hafn sögumannsins voru vélar skips- stöðvaðar að lokum, segir Nýja Kína. ii1;] 70 daga gömul mjólk sem ný jr K • B E Od ]ýr\r og gooir tlugeldar, AÐEINS 0RVALSVARA solir og blys HAGSTÆTT VERÐ. Garðaslræti — Sími 16770. 14 29. desertiber 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.