Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 16
rja EDSSt® Grímulausar grímur Hingað til lands eru komnir þeir •íjeiðursmennirnir Johnson, Maó, de Gaulle, Kosygin og fleij-i þekkt ir stjói'nmálamenn útlenzkir. Ekki mun þó gert ráð fyrir að hér fari fram nein átök þeirra á milli eða samkomulagstilraunir, enda koma (þeir ekki í eigin pei'sónu, Iheldur er hér aðeins um að ræða grímur af þeim, sem menn eiga að fá að nota sér til skemmtunar um ára- mótin. Hér er satt að segja um dálítið vafasamt tiltæki að í'æða. Hver veit nema einhverjir sjóndaprir •tnenn, sem rekast á fólk á götu með þessar grímur, haldi að hér væri um íhöfðingjana sjálfa að iæða, og það gæti ihaft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Ef til dæmis einhver setti í sakleysi sínu upp grímu af Maó, og mætti þá ein- liverjum trúum Rússakomma, sem væri farið að förlast sýn, — hver veit nema það gæti dregið ærinn dilk á eftir sér? Og svipað mætti sjálfsagt segja um alla hina liöfðingjana. Og það er ekki nóg með að and- lit stjórnmálaskörunga heimsins séu á þessum grimupi, heldur eru sumar grímurnar gerðar eftir sjálf um Bítlunum .Það er engan veg- inn hægt að segja það fyrir, hvað yngismeyjar borgarinnar gætu átt til, ef þær rækjust allt í einu á Ringo Stai-r eða einhvern félaga hans á gangi um bæinn, jafnvel1 þótt það væri ekki nema gríma. Það er þó bót í máli að grímu myndir þessar skuli einungis vera af útlendingum. En sjálfsagt vei'ð- ur næsta ski-efið að grímur verða líka gerðar af innlendum mönn- um, stjórnmálamönnum og skemmitkj-öftum. Þarf ekki að efa að slíkt yrði vinsælt, en hætt er þó við, að þeim ráðherranum brygði í brún, sem hitti sjálfan sig fyrir óforvarindis á förnum vegi einhvern daginn i bókstaflegri merkingu. Annars geta grimur haft margt til síns ágætis, og þær þui-fa alls ekki alltaf að vera viðurhluta- miklar. Að minnsta kosti var eitt sinn sa'gt um íbúa ákveðins byggð- arlags, að þeim nægði til undir- búnings fyrir grímuball, að þvo sér; þá þekkti þá enginn. Sumir hafa ennfremur þannig andlit að bezt færi á að fela það undir grimu, helzt að staðaldri. Við þetta er svo aðeins því að bæta, að hvað sem öllum grímum líður, þá rennur upp sú stund að lokum, að allir verða að varpa af sér grímunni, og koma ógrímu- klæddir til dyra, eins og sagt er. Og þá kemur i ljós sú andlits- gríma, sem kannski fer nú bezt á að hafá mest í heiðri, þrátt fyrir allt og allt. \ S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s JÓLAÞULA Falleg voru jólin og fara þau senn, kveðja þau me'ð söknuði konur og menn, kveðja þau með söknuði karlar og fljóð, Ijúffeng var rjúpan og lambasteikin góð, ljúffeng var rjúpan og mjöðurinn með, mikið var gaman að horfa á jólatréð, mikið var gaman að ganga kringum það, hlegið var og sungið Kátt og margraddað, hlegið var og sungið og hlýtt var og bjart, sérhver var búinn í bezta skart, sérhver var búinn í beztu fötin sín, kveikti ég fallegu kertaljósin mín, kveikti ég í garðinum kertaljósafjöld og þau loga fram á þrettándakvöld. Stjórnmálamannasending tekitl upp í ísafold í morgun. Vísir [ Það er alltaf nóg af fólki til að standa upp og lialda ræður, en það eru færri sem fást tii að sctjast niður aftur. Kellingin spældi kallinn svaká lega á Þorláksmessu þegar húa sagði að áfengið stigi til höf- uðsins og það væri víst þaS eina sem kallinn hcfði í hausn. um. j Mér finnst alltaf svo huggulegl við jólasveinana að þeir gefa koniun gjafir án þess að lieimta nokkuð í staðinn eins og hinir karhnennirnii'.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.