Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.12.1966, Blaðsíða 9
ívö leikrit eftir Matthías Jóhannessen sýnd í Þjóðleikhúsinu Þann 8. janúar n.k. frumsýnir Þjóðleikhúsið tvo einþáttunga eftir Matthías Johannessen, rit- Stjóra og skáld. Einþáttungarnir lieita Eins og þér sáið . . . og Jón gamli, og verða þeir sýndir á litla sviðinu í Lindarbæ. Leik- Stjóri er Benedikt Árnason en L'árus Ingólfsson gerir leikmynd ír og búningateikningar. Leikend ur eru aðeins þrír, en þeir eru: Yalur Gíslason, Lárus Pálsson og Gísli Alfreðsson, en auk þess heyrast raddir nokkurra þekktra leikara á segulbandi. Valur Gísla son leikur aðalhlutverkin í báð- um leikritunum. Þetta eru fyrstu leikritin, sem sýnd eru á leiksviði eftir Matt- hías, en áður hefur komið út eftir hann eitt leikrit. Sólmyrkvi, 1962. Þess gerist vart þörf að kynna Matthías Jóhannessen fyrir blaðalesendum, svo vel er hann öllum landsmönnum kunnur sem blaðamaður, ritstjóri og skáld og þótt hann sé enn ungur að ár- um, þá hefur honum unnizt tími til að senda frá sér 5 ljóðabæk- ur, auk nokkurra annarra bóka í óbundnu máli. Síðasta ljóða- bókin hans, ..Fagur er dalur“, kom einmitt út á þessu ári. Mörg Myndin er af höfundi. af ljóðum hans hafa verið þýdd og á næstunni kemur út í Dan- mörku bók með ljóðum eftir Matthías, sem þýdd hafa verið á danska tungu. Matthías er fæddur árið 1930. Varð stúdent frá M.R. árið 1950. Cand. mag. í íslenzkum fræð- um frá Háskóla íslands ári'ð 1955. Stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnar háskól- ann í bókmenntum og leiklist- arfræði. Ungur að árum hóf hann starf sitt sem blaðamaður, 1952, og varð einn af aðalrit- stjórum Morgunblaðsins árið 1959. Segja má að blaðamanna starfið hafi orðið aðal starf hans. Miklar vinsældir hefur hann hlotið fyrir greinar þær, ér hann hefur ritað í samtalsformi, undir titlinum, „í fáum orðum sagt.“ Einþáttungar Matthíasar, Jón gamli og Eins og þér sáið. . ., fjalla um valdið og beitingu þess, hvor með sínum hætti. Til þess að geta umborið annað fólk og skilið það og þótt vænt um það, er nauðsynlegt að kynnast því í réttu umhverfi og þá helzt á stund uppgjörs og örlagadóma. □ □□□□□ ★ HEPPNAÐIR MENN OG MISHEPPNAÐIR Skömmu jyrir jól birtist í Morg unblaðinu hugleiðing um tvo stjórnmálamenn, þá Jóliann Jóns- son frá Hriflu og Einar Olgeirs son. Tilefnið var. að Jónas hafði mætt í afmælishófi Framsóknar- flokksins, ,og Einar hafði gefið í slcyn í þingræðu. að hann mundi ekki verða í kjöri í kosningum í vor og hætta bingmennsku. í Morgunblaðsgreininni komst liöfundur að þeirri niðurstöðu um þessa tvo flokksleiðtoga að þeir væru báðir misheppnaðir stjórn málamenn. Er þetta athyglisverð skoðun, sem er umhugsunar virði. Bæði Jónas og Einar tóku á löngu blómaskeiði 'ævi sinnar mik inn þátt í stjórnmálum og voru í jrenistu forystusveit, miklir ræðu menn og rithöfundar á sínu sviði. Jónas varð ráðherra um skeið, en átti meginþátt í mótun núverandi flokkakerfis og þeirri flóðbylgju breytinga og framfara í íslenzku þjóðjélagi, sem fleytt hafa þjóð inni áfram síðustu 40 ár. Einar boðaði róttækari breytingu þjóðfé lagsins. sem að visu hefur ekki orðið hér á landi, en áhrif stefnu hans hafa þó verið mikil. Er■ hægt að kalla menn með slík en feril að baki ,,misheppnaða“? Varla, nema matið byggist ein gövgu á stöðum og vegtyllum. Eru það eitt „heppnaðir“ menn, sem sitja lengi í háum embættum, verða borgarstjórar ráðherrar, ambassa dorar úg ef til vill forsetar? Svo virðist, sem greinarhöfund ur Morgunblaðsins leggi þennan þrönga og íhaldssama skilning í það mat, hvort stjórnmálamenn heppnast eða ekki. Er þetta eðli legt mat? Margir vienn hafa ver ið ráðherrar án þess að mikið lægi eftir þá. Oft hentar bezt að kjósa diplómata í hinar æðstu stöður, þar sem koma þarf ‘frani fyrir þjóð arinnar hönd og tala fagurlega í veizlusölum. En eru það ekki eins vel heppn aðir menn, sem boða og fram- kvæma stórbreytingar í þjóðfélag inu? Eru það ekki heppnaðir menn sem þannig hafa stórfelld áhrif á líf og afkoviu þjóðarinnar, þótt þeir ekki setjist í fínustu stóla embættisapparatsins? Sumir menn til dæmis Jón Baldvinsson eða Pét ur Ottesen, vildu ekki slíka stóla. Telur þjóðin þá vera misheppn- aða menn af þeim sökum? Mat Morgunblaðsins á þeim Jón asi og Einari er næsta yfirborðslegt og er vonandi, að þjóðin tileinki sér ekki slíkar skoðanir. Nóg er víst tildrið samt. V Orðsending frá Loftleiðum Þær breytingar verða á venjulegum afgreiðslu háttum Loftleiða vegna næstu áramóta, er hér segir: 1. Farþegaafgreiðslur og almennar skrifstof- ur verða lokaðar frá kl. 16.00 á gamlárs- dag, til kl. 13.00 þann 2. janúar n.k. 2. A ofangreindu tímabili verður ekki svar- að í síma 20200. Um leið og Loftleiðir biðja hina mörgu og góðu viðskiptavini félagsins afsökunar á þess um frávikum venjulegrar þjónustu vill félag- ið nota tækifærið til áð þakka þeim árið. sem nú er að Ijúka, og árna allra heilla á því, er senn fer í hönd. ÍOFTLEIDIR LFORDI FORDIL ORDILF RDILFO | DILFOR ILFORD — Alltaf bezta láusnin. — Einkaumboð fyrir ILFORD-ljósmyndavörur. o HAUKAR HF. Garðastræti 6. — Sími 16485. Kópavogur Blaðburðarbörn vantar í Vesturbæ. SÍMI 40753. 29. desember 1966 --- ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.