Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 4

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 4
legra þar fyrir myndarmenn ýmsa að kunna betur að nota minnimáttarkennd sína, — sem flestum er nú gefin í einhverjum mæli — í stað þess að æsa sig upp eins og mér fannst menn gera meir þar en siður var norðan Héraðsvatna. I átthcigum mínum var gjarna kastað fram hálfkæringsvísu í stað þess að leyfa sér þann munað að verða reið- ur eða hrokafullur. Þú laukst skólagöngu þinni d óvenju stuttum tima og með glœsilegum árangri. Ég man fjarska óljóst eftir skólagöngu minni. Einhvern veginn lauk ég barnaprófi og hafði verið þrjá mánuði alls í barnaskóla á stangli fyrir fermingu. Fjóra mánuði var ég í unglingaskóla á Húsavík veturinn eftir að ég fermdist. Þar var dugandi kennari, Benedikt Bjarnarson oddviti Húsvíkinga. Eftir það komst ég ekki í skóla fyrr en vet- urinn, sem ég varð 21 árs, þá fór ég að læra til kennaraprófs, lauk Jrví prófi í Reykja- vík 1928 og stúdentsprófi árið eftir, meist- araprófi 1934 um vorið, doktorsprófi 1944. Ég hef aldrei vitað, hvers vegna ég varð þjóðsöguefni og sagt var að ég lyki nánri með skjótari viðbrögðum en aðrir; það var tilhæfulaust. Ég var 24 ára þegar ég tók stúdentspróf og ég veit ekki betur en kenn- aramenntun mætti þá nota í undirbúning til háskólanáms ekki síður en nú á dögum, en það fór þó eftir því lrvort menn stund- uðu Jretta nám til þess að kunna hlutina eða aðeins til að sleppa gegnunr próf og ég hafði reynt að 'læra allt vel og vandlega, annað borgaði sig ekki. Þegar ég kom í Kennaraskólann var ég að sjálfsögðu full- mótaður sveitanraður og mér lrefur aldrei dottið í hug síðar, að mig skipti neinu til eða frá að losna við eitthvað af þeirri norð- lensku sveitamennsku, sem ég bar í mér Jrá. Lífsskoðanir mínar voru fullmótaðar en að vísu á Jrá leið, að persónugerð nrín var mjög opin, dómar mínir afstæðir við breyt- ingar hvers áratugs. Ég vissi þá fyrir, að ég myndi aldrei verða svo gamall að ég yrði heilsteyptur maður eða mig hætti að þyrsta í meiri þekkingu og reynslu. Að því leyti var ég betur undir skólanám búinn með sveitamennsku nrína en þeir, senr voru upp- aldir fastlega í áföngunr til hvers tiltekins prófstigs. Varstu st.rax dkveðinn að leggja fyrir þig íslensk frœði eða Itomu aðrar ndmsleiðir til greiná.? Nóttina eftir að ég fékk að vita stúdents- einkunn, sem gaf mér kost á að fá styrk til utanlandsnánrs, sofnaði ég ekki blund af áhyggjum yfir þeim vanda, sem var að velja milli íslenskra fræða, sem voru mér hug- leiknust og kunnust frá sveitaárunr mínum, og þess, að fara erlendis í einhvers konar náttúruvísindi, senr ég lagði einnig hug á, og Jrá hefði ég væntanlega lent í atvinnu- deildinni sælu, sem liafðist lengi við á liá- skólalóðinni án þess að tilheyra Háskólan- um beinlínis. Þetta val var mér erfitt, en ég tók íslensku fræðin, þrátt fyrir það að mér var Ijóst að þar var engin tiltekin atvinna. Nú skullu á kreppuár litlu eftir að ég kom í Háskólann. Þau kreppuár verkuðu auðvitað á atvinnuhorfur menntamanna lengur en verkamenn og sjómenn þurftu að óttast at- vinnuleysi. Alla þá stund, sem nemenda- fjöldi Háskólans var milli 100 og 300 var greinilega nrikil offramleiðsla á íslenskum menntamönnum. Að þessu gekk ég ekki gruflandi og varð Jrví ekki fyrir neinunr vonbrigðum þótt ég fengi enga fasta stöðu út á meistarapróf nritt lyrr en stríði var að Ijúka. Hvaða atvinnu lagðir þú þd fyrir þig á þessu tímabili? Ég gaf út 10. bindi íslenskra fornrita árið 1940. Það var mjög ánægjulegt starf, eins og hver einasti dagur, sem ég vann undir hand- leiðslu Sigurðar Nordals eða í samvinnu við 36

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.