Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 17
geti að verulegu leyti valið um námsefni eftir því við hvers konar söfn þeir ætla sér að vinna. Annars sé bókavarðanám, eins og annað nám, fólgið í því, að kynna sér meg- inatriði, öðlast heildarsýn yfir viðfangsefn- in til þess að öðlast sjálfstraust og hæfi- leika til að samræma hina ýmsu þætti vinn- unnar. Við víkjum því næst talinu að náminu hér og hvort rétt væri að gera á því ein- hverjar breytingar. Eg hef orðið var við mikinn áhuga, segir hann, en ég held að bókavarðanám eigi að stunda í sérstökum stofnunum, etv. í tengsl- um við háskóla. Ég held, að BA-prófið hér, ]jar sem bókasafnsfræðin getur verið 1, 2 eða 3 stig sé slæmt fyrirkomulag og þekk- ing nemenda bæði á bókasafnsfræðum og hinum námsgreinunum risti grunnt. Með því að kenna bókasafnsfræði í sérstakri stofnun væri liægt að fá betri viðmiðun varðandi getu og kunnáttu nemenda, auk þess sem slíkt fyrirkomulag myndi stuðla að bættri menntun þeirra, þar sem þeir þyrftu þá ekki að skipta tíma sínum milli ólíkra námsefna. Við Foskett snúum nú talinu að þýðingu bókasafna sem menningar- og fræðslumið- stöðva. Hann starfar hjá Unesco og hefur verið gistifyrirlesari og ráðunautur í nokkr- um Afríkuríkjum, Brasih'u og Bandaríkjun- um. Bersýnilegt er, að hann kann vel við að ferðast milli landa og hann segir, að í fari bókavarða sé alþjóðahyggja all rík. í hverju bókasafni séu bækur á ýmsum tungumál- um og yfirleitt stuðli starf bókavarðarins að víðsýni. Varðandi störf sín i Afríku segir hann, að þar sé efling bókasafnanna mikill og vaxandi þáttur í menningarviðleitni þjóðanna. Sums staðar séu þó erliðleikar vegna skilningsskorts og hrepparígs, en sum þeirra eins og t. d. Ghana standi all framar- lega. f hinum vestræna heimi hafa rann- sóknir og umræður að undanförnu einkum beinst að tölvunotkun í söfnum, en þýð- ing þeirra sem geymslu- og upplýsingatækis hefur farið hraðvaxandi, þótt mismunandi sé, eftir því um hvaða þekkingarsvið er um að ræða. Enginn veit hvað framtíðin mun bera í skauti sér að þessu leyti, en tölvur gerast nú stöðugt ódýrari. Er ekki hætt við árekstrum við höfunda og aðra rétthafa ef bókasöfn eru efld að mun, spyr ég. Nei, það tel ég fráleitt. í fyrsta lagi eiga allir höfundar bókasöfnunum svo mikið að þakka, að undantekning er, ef einmitt þeir vilja ekki stuðla sem mest að viðgangi þeirra. Ég tel einnig vafasamt, að bókasöfn dragi úr bókakaupum almennings. Yfirleitt eru bækur ekki lánaðar lit nema í skamman tíma, og þegar fólk hefur lesið bók, langar það oft til þess að kaupa hana. Það er hins vegar sanngjarnt, að höf- undar fái greiðslu fyrir afnot almennings af verkum þeirra í söfnunum. Norðurlönd- in hafa komið upp hjá sér mjög góðu greiðslukerfi og ef þið hafið ekki slíkt kerfi hér, ættuð þið að koma því upp. í Dan- mörku hefur ölbruggunarfyrirtæki (Carls- berg) stofnað sjóð til þess að styrkja ýmiss konar menningarviðleitni og njóta bóka- söfnin þar góðs af. Þetta hlýtur að efla stöðu bókasafnanna þar í landi, auk þess sem það hlýtur að vera miklu ánægjulegra að drekka bjórinn, þegar maður veit að hluti and- virðisins gengur til menningarstarfs, segir Foskett og brosir við. D. J. Foskett nam ensku og bókasafns- fræði við Lundúnaháskóla. Síðan árið 1957 hefur hann verið bókavörður við Univer- sity of London, Institute of Education. Mik- ilvægustu störf hans hafa verið á sviði flokk- nnar, og hefur hann skrifað bækur og tíma- ritsgxeinar um það efni, vinnu í sérsöfnum og menntun bókavarða. Hér á landi hélt hann námskeið fyrir nemendur í bóka- safnsfræði, sem fyrr segir og hélt fyrirlestra á vegum Bókavarðafélags íslands og Há- skólans. 49

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.