Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 25
Fréttir Nýr háskólabókavörður Hinn I. okt. sl. var Einar Sigurðsson skipaður há- skólabókavörður. Hann er fæddur 10. apríl 1933 í Gvendareyjum á Breiðafirði og dvaldist þar til ferm- ingaraldurs. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1955 og cand. mag. prófi í íslenskum fræðum 1963. Að loknu prófi starfaði hann hjá Handritastofnuninni i tæpt ár sem styrkþegi, en var skipaður bókavörður við Háskóla- bókasafn 1. april 1964. Einar er kvæntur Margréti Önnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn. P.S. Frá Deild bókavarða í rannsóknarbókasöfnum Aðalfundur Deildar bókavarða í rannsóknarbókasöfn- um var haldinn fimmtudaginn 16. janúar 1975. Fund- inn sóttu um tuttugu félagsmenn, en alls eru i deild- inni rúmlega þrjátíu manns. A fundinum voru deild- inni sett ný lög, og koma þau í stað Iaga þeirra, sem henni voru sett við stofnun árið 1966. Á fundinum var kosin stjórn til næstu tveggja ára. í fráfarandi stjórn deildarinnar voru þeir dr. Finnbogi Guðmundsson formaður, Einar Sigurðsson ritari og Halldór Þorsteinsson gjaldkeri. Þeir Finnbogi og Hall- dór gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Hina nýju stjórn skipa: Einar Sigurðsson formaður, en meðstjórnendur þau Kristín Þorsteinsdóttir og Eiríkur Einarsson. í vara- stjórn eru Guðrún Gísladóttir og Nanna Ólafsdóttir, en endurskoðendur Grimur M. Helgason og Páll Skúlason Deildin er aðili að Sambandi norrænna rannsóknar- bókavarða (Nordisk videnskabeligt bibliotekarforbund), og kom m. a. fram í skýrslu formanns, að deildin hefur tekið að sér að halda hér á landi næsta allsherjarþing samtakanna árið 1978, en slík þing eru haldin á fjög- urra ára fresti. Hið siðasta var í Þrándheimi í júní 1974, og sóttu Jtað um 180 manns. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum skýrði Finnbogi Guðmundsson frá samstarfi rannsóknarbóka- safna á Norðurlöndum og skipulagsbreytingum, sem eru á þeim vettvangi. P.S. Bókajting Bóksalafélags íslands Bóksalafélag íslands efndi til bókaþings í Borgarnesi dagana 9. og 10. maí sl. Þar voru flutt erindi um þróun bókaútgáfu, um aðstöðu bókaútgefenda heima og er- lendis og umboðsmannakerfið, sölu og dreifingu bóka. Þingtíðindi hafa verið fjölrituð og annast formaður félagsins, Örlygur Hálfdánarson, dreifingu þeirra. Lílið sem ekkert var vikið að samskiptutn bókaútgefenda og hókasafna á þingi þessu og væri þó vert að gera því efni rækileg skil. Væri rétt, að Bókavarðafélag íslands og Bóksalafélag íslands hefðu samvinnu um slíkt þinghald. P. S. Námskeið í bókasafnsfræðum Dagana 2. til 12. sept. sl. var haldið námskeið í bókasafnsfræðum á vegum Bókafulltrúa rikisins í samvinnu við Háskóla íslands. Þátttakendur voru 14. Kennslugreinar voru flokkun, skráning og bókfræði. Þetta var annað námskeiðið, sem lialdið hefur verið í bókasafnsfræðum fyrir starfandi bókaverði í almenn- ingsbókasöfnum, og jrarf ekki að orðlengja, hversu gagnleg þau hafa verið. Vonandi verður framhald á þessu starfi, svo að sem flestir geti notið þess. Helst ættu aldrei að líða meira en tvö ár á milli slíkra nám- skeiða. I.J. 57

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.