Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 14
undar, titill bókarinnar og aðfanganúmer.
Spólan sjálf er einnig merkt. Merking er
bæði á svartletri og blindraletri. Hver bók
tekur margar spólur og eru þær því númer-
aðar. Talbækumar eru skráðar í höfunda-
skrá og flokkaða skrá. I framtíðinni verða
þar að auki notuð titilnúmer til að auð-
velda afgreiðslu í síma.
Eitt er það, sem blindur maður fer alveg
á mis við er um bækur og blöð er að ræða.
Það er að koma í safnið. Ganga þar um,
fletta bókum og blöðum, gleðjast yfir
gnægðinni.
Það getum við — það getur hann ekki.
Hvað getum við gefið honum í staðinn?
Það, sem getur að nokkru leyti komið í
staðinn, er munnleg upplýsingaþjónusta um
J)að, sem á boðstólum er og hlýtt og rólegt
viðmót.
Blindrafélagið og Blindravinafélag ís-
lands eiga bæði nokkurt safn talbóka, sem
blindir eiga kost á að fá að láni. Sjóndaprir
liafa aftur á móti oft gleymst alveg. Má J:>ar
nefna sem dæmi reynslu mína frá Dvalar-
heimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu. Þang-
að komum við reglulega og lánum út bæk-
ur í bókasafni hússins og frá vagni, sem far-
ið er með um ganga hússins. Oft er þröng á
Jjingi, er bækurnar koma og glatt á hjalla.
Þarna eru margir, sem geta lesið, en hinir
sjóndöpru verða alveg út undan. Af hinum
um Jmð bil hundrað vistmönnum, sem sjón-
daprir eru eða blindir, reyndust það vera
rúmlega fjörutíu, sem áhuga höfðu á að
hlusta á talbækur. Var það niðurstaða mín
eftir að hafa barið að dyrum hjá jæssu fólki.
Forstjóri Hrafnistu Rafn Sigurðsson telur
þjónustu safnsins nauðsynlegan lið í lífi
vistmanna og vona ég, að peningar fáist til
kaupa á segulbandstækjum á heimilið. Er
þau eru fengin og talbókum okkar fjölgar
verður hægt að hlaða vagninn með bókum
og talbókum.
Þessi grein bókasafnsstarfsins er tímafrek
og hvert lán er dýrt, en Jressi þjónusta er
46
ekki síður nauðsynleg en hið venjulega út-
lán úr safninu. Hér er um að ræða fólk, sem
oft hefur mikinn tíma og á við heilsubrest
að stríða. Þar sem við berjum að dyrum
finnum við oft nýja lánjrega. Það er fólk,
sem sjaldan eða aldrei hefur fengið lánaðar
bækur áður.
Bókin er ekki vinur allra, en J^eir, sent
geta lesið, eiga þar vísa mikla og góða dægra-
styttingu. Af reynslu minni við Jtetta starf í
Svíjrjóð veit ég, að mörgum er þessi litla
heimsókn mikils virði, þótt stutt sé og vitn-
eskjan um, að alltaf er hægt að hringja eða
skrifa. Þennan tíma, sem ég hef unnið hér
heima, fief ég orðið vör við sörnu gleði og
tilhlökkun. Það er fötluðu fólki mikils virði
að geta hjálpað sér sjálft. Það er margt, sem
þarf að biðja ættingja og vini að hjálpa sér
með og þeir hafa oftast nauman tíma.
Stöðugt verðum við að hafa það hugfast
að vera eðlileg í framkomu við fatlaða.
Hversu átakanlegt og erfitt, sem okkur
finnst líf hins fatlaða, megum við ekki láta
J^að draga úr lífsgleði okkar á meðan við
tölum við hann. Það má virðast harðbrjósta
sagt, en við nánari athugun kemur í ljós,
að værum við í sömu aðstöðu myndum við
ekki vilja sjá hryggðarsvip færast yfir andlit
þess, sem sæi okkur. Hvort tveggja er jafn-
ógeðfellt; meðaumkun og uppgerðarkæti.
Það skynjaði ég best, er ég vann við Sirius
fritidscenter för handikappade och pension-
arer, en það heimili var opnað fyrir nokkr-
urn árum í Stokkhólmi og er eins og nafnið
bendir til tómstundaheimili fyrir fatlaða og
eldra fólk. Þangað kom margt fólk, ungt og
gamalt. Það átti við margs konar erfiðleika
að stríða. Margir sátu í hjólastólum eða áttu
erfitt um gang. Sirius hafði til umráða
1500 m2 húsnæði á tveimur hæðum í nýju
húsi í miðborginni. Á neðstu hæð hússins
var bílageymsla. Þangað inn var þeim bíl-
um ekið, sem fluttu fólkið til staðarins og
heim aftur. Þaðan voru lyftur upp á efri
hæðirnar. Lyftudyrum var fjarstýrt. Þarna