Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 13
nafnið Bókin lieim. Fyrst reyndist nauðsyn- legt að auglýsa og kynna starfsemina. Bóka- merki var prentað og því dreift. Máluð var auglýsing á liinn nýja sendiferðabíl safnsins. Ég hafði samband við Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra, Öryrkjabandalag íslands, Miðstöð heimahjúkrunarkvenna og fleiri aðila. Alls staðar var mér vel tekið. Símatími var auglýstur tvo tíma á dag og síðan var hafist handa. Hver lánþegi er heimsóttur einu sinni fyrst til skrafs og ráða- gerða. Síðan á liann kost á bókasendingu mánaðarlega sér að kostnaðarlausu. Tvöföld skrá er færð yfir lánþega. I annarri eru að- eins nöfn og heimilisföng. í hinni eru upp- lýsingar, sem að gagni mega koma við val bókanna. Við hverja bókasendingu er skrifaður listi yfir þær bækur, sem afgreiddar eru. Er tímar líða, myndast allálitlegur bunki korta, sem líta verður í gegnum í hvert sinn áður en bækurnar eru settar í kassann. Bókalistar eru til mikilla nota. Best er, að Jreir séu prentaðir með stóru letri, sem auðvelt er að lesa. Æskilegt væri að hafa lista með stuttorðum skýringum á innihaldi bókanna. Margir eiga erfitt með að lesa smátt letur. Því má heldur ekki gleyma við val bóka. Margir hafa einnig gaman af myndabókum. í þessu sambandi má nefna, að alltof fáar bækur eru prentaðar með stóru letri. Mikil þörf er fyrir bækur með stærri feturgerð en nú tíðkast, breiðari spássíum og jafnvel öðr- um 1 it á pappír en venjulegast er. Vekja Jryrfti eftirtekt bókaútgefenda á þessari brýnu þörf. Talbœkur Margir lánþegar okkar eru blindir eða svo sjóndaprir, að þeir geta ekki lesið venju- legar bækur. Þeir, sem eiga segulbandstæki, fá lánaðar segulbandsspólur, svo kallaðar talbækur eða hljóðbækur. Er ég hóf starf við Borgarbókasafn hinn 1. maí sl. var borgarbókavörður Eiríkur Hreinn Finn- bogason búinn að koma upp nokkru safni talbóka. Verið er að undirbúa lestur fleiri bóka nú. Ríkisútvarpið hefur látið okkur eftir mikið af spólum, og þaðan fáum við stöðugt nýjar bækur. Upptökuherbergi hef- ur okkur verið boðið til afnota í hinu nýja húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17, en Jjað er ekki fullgert ennþá. Því miður eigum við ekki ennþá fjölspólunartæki, sem nauð- synleg eru til að geta spólað yfir á mörg bönd í einu á mun styttri tíma en nú tek- ur að spóla yfir á eitt. Vandamál er einn- ig, hve fátt af þessu fólki á segulbandstæki. Mestur hluti bóka okkar er á venjuleg- um böndum, en við höfum þegar hafist handa að flytja efnið yfir á kassettur. Regl- an er, að alltaf er lesið inn á breiðu böndin, eitt eintak er gert að geymslueintaki, enda verður að vera til eintak, sem spóla megi af, ef skemmdir verða á böndum eða Jrau týn- ast. Á þessum vettvangi vantar miklu meira efni. Er við hugsum um það, hve miklu við höfum úr að velja, er samanburðurinn erf- iður. Bækur, tímarit og dagblöð standa okkur til boða. Úrvalið er slíkt, að við kom- umst aldrei yfir nema lítinn hluta þess. Tal- bókasafnið verður að vera það stórt, að liver lánþegi finni þar eitthvað við sitt hæfi, en Jrurfi ekki að lesa af handahófi út úr neyð. Lausnin er fundin hvað varðar bækurnar. Aftur á móti vantar eitthvað, sem gæti konr- ið örlítið í stað tímarita og dagblaða. Æski- legt væri að lesa inn efni, senr kæmi með vissu millibili og fólk gæti orðið áskrifend- ur að. Mætti Jrað vera blandað efni. Það nýjasta, sem skeð lrefur umfram Jrað, sem sagt er frá í útvarpsfréttum, ásamt tímarita- greinum. Utan um hverja bók er kassi og henni fylgir bókakort. Á kassann er ritað nafn höf- 45

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.