Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 15
KAFFISTOFA — BÓKASAFN — SÝNINGARSALIR Kaffistofan er opin virka daga 9—18, sunnudaga 13—18. Lesið dagblöð frá Norðurlöndunum, berast daglega með flugpósti. Bókasafnið opið mánud.—föstud. 14—19, laugard. og sunnud. 14—17. Ollum opið. Bækur, Tímarit og hljómplötur til útlána. Sýningarsalir í kjallara, opnir 14—22 á sýningardögum. Úr dagskrá Norræna hússins á næstu mánuðum Janúar: Fyrirlestrar raeð litskuggamyndura, Kvikmynd, Sven Gillsáter frá Svíþjóð. Ballettsýningar. „Islenskar dansmyndir“. Samið hefur Unnur Guðjónsdóttir, bailettmeistari. Tónlist eftir Ralph Lundsten. Febrúar: „Aalto-dagar“. Sýning í sýningarsölum, fyrirlestrar, kvikmyndir, og annað efni í sam- komusal, bókasýning í bókasafni, um ævi og störf finnska arkitektsins Alvars Aalto. — Fyrir- lestrar: Odd og Eva Nordland, dósentar frá Oslóarháskóla. -—■ Upplestur: Danski leikarinn Ebbe Rode. — Islensk gullsmíði. Sýning í sýningarsölum. — Námskeið fyrir leiðbeinendur við náms- flokka. — Dagskrá í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Mars: Dagskrá vegna „kvennaársins", listsýning í sýningarsölum, kvikmyndir, fyrirlestrar. — Málverkasýning: Eyborg Guðmundsdóttir. Apríl: „Barnabókavika“, fyrirlestrar, bókasýning. -—- „Álandseyjavika“. — Grafíksýning. — Tónleikar. NORRíNA HUSIÐ POHJOLAN' TALO NORDENS HUS var á boðstólum kennsla og þjónusta. Nám- skeið voru haldin. Ýmiss konar þjónusta, s.s. hárgreiðsla, snyrting og böð var veitt við lægra verði en annars staðar. Bókasafnið var opið tvo tíma á dag og tvö kvöld í viku. Sam- komusalur var á staðnum, þar sem kvöld- vökur voru haldnar, kvikmyndir sýndar og fyrirlestrar fluttir. Öllu var svo fyrir komið, að fatlaðir kæmust leiðar sinnar eins auð- veldlega og hægt var. Aðstoðarstúlkur hjálp- uðu gestunum bæði í matsal og annars stað- ar. Eins og allt bókasafnsstarf er þetta erlitt starf. Hér kemur til að bækur eru þungar og þessu fylgir rnikill bókaburður. Það reynir líka oft á þolinmæðina. Margir heyra illa og þá er mikilvægt að tala skýrt og hægt, en ekki endilega mjög hátt. Eldra fólk er bráð- látt. Það á erfitt með að bíða, en er á hinn bóginn oftast ákaflega skilvíst og fer vel með bækurnar. Reynsla mín er sú, að ekki er hægt að hugsa sér betur launað starf og á ég þá við þær móttökur, sem við fáum. Þær eru að mínum dómi góð laun. Markmiðið er að ná til sem allra flestra þeirra, sem eru fatlaðir, einangraðir og gleymdir, að ná til þeirra, sem geta ekki notfært sér neitt af þeirri þjémustu, sem til er nú þegar. Það eru þeir, sem geta ekki komið í safn- ið, btia ekki á heimili fyrir aldraða og eru ekki á sjúkrahúsi, heldur eiga eigið heimili en verða að sækja allt til annarra. 47

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.