Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 19
flest bæjar- og héraðsbókasöfnin vel virk og flest þau bókasöfn, sem ég hef rætt hér um, væri bókasafnsþjónustan í landinu komin í allgott horf. Þá væru starfandi a. m. k. 50 sæmilega virk og öflug bókasöfn hringinn í kringum land, og mætti segja, að almenn- ingsbókasafnið væri þá orðið gildandi menningarstofnun í öllum stærstu byggðar- lögunum." Tveimur árum eftir að ég komst að þess- ari niðurstöðu er hún enn í fullu gildi. Því miður hefur ekki þokast í áttina sem skyldi. Þarna er því ærið verkefni fyrir höndum. Allir, sem um þessi mál hugsa af skilningi, hljóta að hafa það fyrir satt, að almennings- bókasafn verður að starfrækja í hverju versl- unarplássi, hverjum byggðarkjarna, hverju þorpi. Annars er ábótavant í þessum efnum. Okkur bókasafnsfólki hættir til að líta svo á, að bókasafnið eigi að vera myndarleg stofnun, vel búin að húsbúnaði, bókakosti, skipulagi og starfsliði. Þetta er auðvitað satt og rétt. En hlutverk almenningsbókasafns er þó aðallega þjónusta við lesendur, sem stuðli að því að viðhalda bóklestri, auka menntir og veita alhliða möguleika til þroskavænlegrar tómstundaiðkunar. Al- menningsbókasafnið er engin puntstofnun, enginn fílabeinsturn, heldur miðstöð þekk- ingar- og ánægjuleitar fyrir fólkið, vegna fólksins og fólkinu til handa. Og þá er ég kominn að öðru aðalefni þessa máls. Gömlu Iestrarfélögin og hrepps- bókasöfnin voru stofnuð af fólkinu sjálfu í hinum dreifðu byggðum landsins; þau voru hluti af önn þess og fórn. Bækurnar gengu oft bæ frá bæ, lesnar af öllu læsu fólki í byggðinni, og um söfnin var annast af á- huga, fórnfýsi og væntumþykju. Þessi gömlu söfn, sem sum eru nú orðin eða að verða aldargömul, voru mitt á meðal fólks- ins í sveitinni, á bæjum eða í fundarhúsum. Til þeirra voru ekki gerðar aðrar kröfur en þær, að þau veittu fólki tækifæri til að lesa bækur. Þau voru ekki útlánasöfn að nútíma liætti, heldur miklu fremur farandsöfn. Um húsnæði var því ekki mikið spurt, því síður um starfsfólk. Bókasafnið var í rauninni ekki stofnun, heldur miklu fremur tæki eða nytsemdarhlutir, sem ungir og aldnir sóttu til fræðslu, ánægju og tilbreytingu í tóm- stundum. Nú er öldin önnur. Atvinnu-, búsetu- og lifnaðarhættir eru stórum breyttir, vegir og samgönguhættir allt aðrir, unga fólkið í skólum eða atvinnuleit mestan hluta ársins, heil byggðarlög langt til komin í eyði. Þró- un síðustu áratuga hefur verið sii, að byggð- in færist saman og þéttist og enn horfir á sömu lund. Samt eru enn til í landinu um 150 lestrar- félög og hreppsbókasöfn í sveitarfélögum með undir 400 íbúum. Flest þessara safna eru mjög gömul og kennir því margra grasa í bókakosti þeirra. Bindatala er frá 500— 3000 í þeim flestum. Ef reiknað væri með 1000 eintökum að meðaltali í safni, sem ekki mun vera of hátt áætlað, væri hér um 150.000 bindi að ræða. Er það engin smá- ræðisbókaeign. Margar þessar bækur eru gamlar og dýr- mætar, aðrar minna virði. Samt má hiklaust telja, að mikill meirihluti af bókakosti þess- ara safna sé hlutgengur í hvaða safni sem er, annað hvort til varðveislu eða afnota. Það liggur í hlutarins eðli, að öll þessi litlu söfn fá ekki staðist til frambúðar. Breyttir tímar kalla á nýtt skipulag. Samt er hér síður en svo eins auðvelt verkefni að leysa og margur hyggur. Hreppsnefndir, ungmennafélög og gömul lestrarfélög eru fastheldin á gömlu söfnin, jafnvel þótt þau séu starfslítil og liggi sum hver undir skemmdum. Þó er ekki fyrir það að synja, að nokkur breyting hefur á orðið í þessum efnum upp á síðkastið. Þrjár leiðir koma aðallega til greina, þeg- ar rætt er um fækkun og sameiningu þessara safna. I fyrsta lagi er sums staðar sjálfsagt að sameina hreppsbókasöfn héraðsbóka- 51

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.