Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 18
STEFÁN JÚLÍUSSON Almenningsbókasöfn Yfirlitserindi bókafulltrúa ríkisins á þriðja landsfundi Bókavarðafélags íslands. Erindið er allmjög stytt. Á lyrsta landsfundi Bókavarðafélags íslands fyrir fjórum árum gerði ég bæjar- og hér- aðsbókasöfnin einkum og aðallega að um- ræðuefni, þegar ég gaf yfirlit um íslensk ai- menningsbókasöfn. Á öðrum landsfundinum fyrir tveimur árum ræddi ég mest um bókasöfn í kauptún- um og byggðarkjcirnum, þar sem héraðs- bókasöfn eru ekki staðsett, og hafa 400 íbúa eða fleiri. í máli mínu hér í dag mun ég leitast við að gera nokkra grein fyrir tveimur viðfangs- efnum í starfsemi og þróun almennings- bókasafna; i fyrsta lagi stöðu og framtíðar- skipan gömlu lestrarfélaganna og litlu hreppsbókasafnanna og i öðrn lagi sam- vinnu skólabókasafna og almenningsbóka- safna. En áður en ég sný mér að þessum tveim- ur aðalþáttum í erindi mínu, vif ég með örfáum orðum drepa á þau tvö viðfangsefni, sem ég ræddi á fyrri landsfundum. Fyrst er þá rétt að spyrja: Efvers vegna talaði ég mest um bæjar- og héraðsbóka- söfn, þegar mér gafst fyrst tækifæri til að ræða við bókaverði á landsfundi? Svarið felst í þeirri niðurstöðu, sem ég komst að þá: Það hefur úrslitaþýðingu fyrir vöxt og viðgang almenningsbókasafna í landinu, að í hverjum bæ og bæjarhveríi séu vel virk og öflug bókasöfn og í hverju héraði sé svo vel búið og vel starfandi bókasafn, að það sé fært um að rækja forustuhlutverk í bóka- safnsmálum byggðarlagsins. Ég hef á engan hátt skipt um skoðun í þessum efnum. Hver sýsla eða byggðarumdæmi verður að hafa a. m. k. eitt vel virkt bókasafn innan sinna vébanda, ef bókasafnsmálum á að reiða sómasamlega af í liéraðinu. Mér er ánægja að geta sagt frá því hér, að tvö eða þrjú héraðsbókasöfn hafa á síðustu tveimur til þremur árum tekið upp virka þjónustu við minni bókasöfn og einstaka lesendur vítt um byggðir umdæmisins með bókalánum og annarri fyrirgreiðslu. Vísa þau leiðina í þjónustu og þróun í bókasafns- málum í þessum héruðum og er það fagn- aðarefni. Er vonandi, að fleiri söfnum í svipaðri aðstöðu reynist unnt að taka upp slíka starfsemi á næstunni. Þá kem ég að kauptúna- og byggðar- kjarnabókasöfnunum. Þetta eru þau söfn, sem næst eiga að koma bæjar- og héraðs- bókasöfnum í starfsemi og þjónustu. En því miður verður að játa það hér, eins og ég gerði raunar á síðasta landsfundi, að þar er víðast pottur brotinn. Á síðustu tímurn dýrtíðar og grundvallarleysis í bókasafna- rekstri vegna úreltra lagaákvæða hafa þessi söfn orðið verst úti. En þau máttu síst við því, því að með þeim verður riðið það bóka- safnsnet umhverfis landið, sem nauðsynlegt er, ef að gagni má verða. Um þetta fór ég svofelldum orðum á síðasta landsfundi: „Nú kynni einhver að velta fyrir sér þeirri spurningu, livers vegna ég geri bóka- söfnin í þessum 30 sveitarfélögum að sér- stöku umræðuefni. Svarið er einfalt. Það er í þessum bókasöfnum, sem vaxtarbroddurinn er, næst bæjar- og héraðsbókasöfnum. Væru 50

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.