Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 10
veittu möllerisku lestrarfélögunum for- stöðu, reyndu að fá í lið með sér ýmsa leik- menn, auk prestanna, en fæstum alþýðu- mönnum kom það að gagni, vegna þess að bækurnar voru flestar á dönsku eða öðrum erlendum málum. Félagsmenn í Hinu austfirzka lestrarfé- lagi, eða orðulimir, eins og það var orðað, gátu orðið „allir embættismenn andlegvar og veraldlegrar stéttar, samt allir þeir, er fróðleik og vísindi stunda, af hvörju standi sem eru, innan beggja Múlasýslna, er borga í árseyri sinn til félagsins einn ríkisbankadal eða meira“. Hvorri sýslu var skipt í þrjú umburðar- svæði, og skyldi sérstakur forstjóri vera fyrir hverju svæði; eru reglurnar um umburðinn allnákvæmar. Sérstök áherzla er lögð á að verja bækurnar hnjaski, og var bókaverði lögð sú skylda á Jierðar að útvega á félagsins reikning selskinnstöskur eða belgi jafn- marga umburðarsvæðunum til þess að senda bækurnar í, og áttu þessar töskur eða belgir að fylgja bókunum, unz þær kæmu aftur til bókavarðar, en þeir, sem óskuðu bóka frá bókaverði eða svæðisforstjóra, skyldu senda forsvaranlegar umbúðir utan um þær, svo sem „lítinn skinnklæddan kassa eða belg eð- ur aðra góða skinnumbúð." Það má mikið vera, ef við eigum ekki slíkum belgjum að þakka, að sum handrit og prentaðar bækur frá þessurn tíma og eldri liafa enzt til okkar daga. Ekki er það að varpa rýrð á nokkurn þann, sem hlut átti að Hinu austfirzka lestr- arfélagi, þó að sagt sé, að séra Guttormur Pálsson í Vallanesi hafi verið lielzta stoð þess og stytta frá upphafi og á meðan lrans naut við. Hann var fyrsti forstöðumaður fé- lagsins, en fyrsti bókavörður var assistent Christian Beck í Eskjufjarðarkaupstað, en þar var aðsetur lestrarfélagsins. Séra Gutt- ormur fæddist árið 1775 og dó árið 1861; hann fékk Vallanes árið 1822, en hafði áður verið prestur á Hólmum við Reyðarfjörð. Séra Guttormi er svo lýst m. a., að hann hafi verið mikill félagsmaður, mannvinur og föðurlandsvinur. Á þeim árum, sem Hið austfirzka lestrarfélag starfaði, var séra Gutt- ormur orðinn svo sjóndapur, að hann varð að taka sér aðstoðarprest, séra Vigfús son sinn. „Þá þjónaði hann embættinu nærri blindur síðasta árið, því liann kunni utan- bókar mest allt, sem hann þurfti við guðs- þjónustugjörðina, en prédikaði blaðalaust. Samt lét liann mann standa lrjá sér við altar- ishorn, meðan hann tónaði pistla og guð- spjöll, til að minna sig á í hálfum hljóðum, ef sér fataðist, en sjaldan þurfti þess og aldr- ei í guðspjöllum." (Æfiminning séra Gutt- orms Pálssonar . . . Akureyri 1864, bls. 23— 4). Það var ennfremur einu sinni sagt um séra Guttorm, að hann hefði mest allra manna, er þá lifðu þar eystra, menntað menn á Austurlandi og kennt þeim skyn- samlega liugsun. En starfsemi Hins austfirzka lestrarfélags gekk samt ekki eins vel og skyldi, m. a. vegna hinna miklu vegalengda í Múlasýsl- urn. Erfiðlega gekk að hafa reglu á um- gangi bókanna um félagssvæðin, þær vildu týna tölunni, og árlegan fund félagsmanna á Eskjufirði virtust sumir þeirra eiga fullt í fangi með að sækja. Þar kom, að ákveðið var að skipta félaginu og eignum þess milli sýslnanna. Þetta var gert á fundi 13. júlí 1839, og var fyrsti fundur Suður-Múlasýslu- félagsins haldinn daginn eftir, en fundar- gerðir þess félags var síðan haldið áfram að færa í sömu fundargerðabókina og hið sam- eiginlega félag hafði áður átt eða allt til árs- ins 1854, 21. júní. En gaman væri að vita, hve lengi Norður-Múlasýslufélagið starfaði og hvað hefur orðið af fundargerðabók þess. Áður en til félagsskiptingarinnar kom, lét forgöngumaður félagsins umburðarbréf ganga milli félagsmanna, og var því í raun- inni ætlað að leita samþykkis og álits félags- manna á skiptingunni. Segist forstöðumað- ur félagsins vera fyrir sitt leyti samþykkur 42

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.