Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 12
Elfa Björk Gunnarsdóttir Bókaþjónusta við aldraða og fatlaða Þróunin í bókasafnsmálum hefur verið sú, að safnið hefur opnast meira og meira. Starfsfólkið hefur leitað út fyrir veggi þess til að ná til þeirra, sem geta ekki komið í safnið. Þetta starf er í mörgu ólíkt því að lána út bækur í safninu. Við förum til lán- þegans í stað þess, að hann komi til okkar. Hér er um að ræða bókasafnsþjónustu í sjúkrahúsum, á dvalarheimilum, í heima- húsum, í fangelsum og á vinnustöðum. Mun ég fara hér nokkrum orðum um heimsend- ingarþjónustuna. Bókasafnsþjónusta við fólk í heimahús- um hófst í Cleveland Public Library árið 1941. Er starfsemin þar afar víðtæk nú og bókasöfn um allan heim hafa tekið hana sér til fyrirmyndar. í Bandaríkjunum er þetta kallað Shut-in service. Svíar urðu fyrstir Norðurlandaþjóðanna til að koma á heirn- sendingum bóka. Þeir skýrðu þjónustuna Boken kommer og var hún hafin í Málmey árið 1955. Reyndar var heimsendingarþjón- usta skipulögð við Ludvika stadsbibliotek áður. Tala aldraðs og fatlaðs fólks eykst. Þjóð- félagið hefur breyst. Fjölskyldurnar hafa minnkað og halda ekki saman eins og áður var. Þörfin er því meiri nú en áður fyrir alls kyns þjónustu við aldraða og fatlaða, sem búa heima, enda bendir margt til þess, að menn vilji búa eins lengi og þeir geta á heimilum sínum. I þjóðfélaginu, eins og það er uppbyggt í dag, er maðurinn meira einn og þörf hans meiri fyrir tómstunda- sýslu, en hún þarf að vera bæði til fróðleiks og skemmtunar. Það verður að berjast gegn einangruninni og einmanafeikanum. Slysin í umferðinni eru skuggahlið hins mikla hraða og bílafjölda. Líf manns, ungs eða gamals, gjörbreytist á augabragði. Af- skræmi hraðamenningarinnar eru alls kyns líkamleg og andleg fötlun, sem fólk fær að búa við, það sem eftir er ævinnar. Hörmung er til þess að vita, að menn skuli ekki bera meiri ótta fyrir hinum vélknúnu tryllitækj- um. Þeir stjórnast alltof oft af hraðanum í stað þess að vera herrar yfir honum. Eg er nú komin frá því efni, sem ég ætla að ræða, en þetta stendur þó í beinu sam- bandi við það. Bókin heim Síðast liðið vor var opnuð ný deild við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Hún hlaut 44

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.