Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 20
safni. Þetta hefur gerst allvíða, og ber ekki á öðru en fólk uni þeirri lausn vel. Auðvelt er að koma þessu í kring í næstu hreppum við kauptún eða kaupstað, þar senr Jiéraðs- bókasafn er staðsett. Á undanförnum árum hef ég leitast við að hafa þau álrrif á forráðamenn hrepps- bókasafna, sem eiga dýrmætar bækur, að láta þær til geymslu í héraðsbókasöfn. Þetta hefur borið nokkurn árangur. En þetta er því aðeins Jiægt, að liéraðsbókasafnið sé í sæmilegu húsnæði og geti veitt þessum bók- um viðtöku á sómasamlegan hátt. Fer vel á því, að bækurnar séu í sérstökum skáp, sem merktur er gamla safninu. Þannig hefur þessi ráðstöfun menningarsögulegt gildi, sem gefur héraðsbókasafninu sérstakan svip. I umræðum mínum við forráðamenn bóka- safna lief ég talið, að engar bækur, sem út eru gefnar fyrir 1930, eigi að lána út, og hið sama gildir um sumar bækur frá útgáfu- árum fram að síðustu lieimsstyrjöld. Gefur því augaleið, að nauðsyn ber til að bæta liús- næði og auka starfskrafta sem flestra liéraðs- bókasafna. Önnur leiðin er að sameina hreppsbóka- söfnin sjálf, tvö eða fleiri eftir ástæðum. Þetta hefur trauðla gerst, og er hér við mjög ramman reip að draga. Kemur þar til alls konar rígur og tortryggnisviðlrorf vegna vaxtar eins þorps eða byggðarkjarna fram yfir hreppsfélögin í kring. Er algengt, að litlu safni er lialdið á bæ, sem fárra leiðir liggja til, þótt miklu nær væri að sameina það safninu á verslunarstaðnum, sem fólk frá flestum bæjum í sveitinni þarf að sækja til vikulega og jafnvel daglega. Til skýring- ar er rétt að taka dæmi: í sveitunum milli Mýrdalssands og Skeiðarársands eru a. m. k. sex bókasöfn. Öll nema eitt eru á sveitabæj- um og lítið starfrækt. Á Kirkjubæjarklaustri er nú risin miðstöð héraðsins og sækja þang- að flestir úr nærliggjandi sveitum sem ein- hverrar þjónustu þurfa við. Samt hefur ekki tekist að sameina þessi söfn á Kirkjubæjar- klaustri, þótt þar lrafi eitt gamla hrepps- safnið fengið allviðunandi húsnæði í nýjum skóla og bókavörður sé mjög áliugasamur um þessa ráðabreytni. Þarna þyrfti þó að rísa öflugt bókasafn, sem með tímanum yrði liéraðsbókasafn. Yrðu þá tvö góð söfn í Vestur-Skaftaíellssýslu, annað í Vík og liitt á Klaustri, og ættu þau að geta innt af hendi sæmilega bókasafnsþjónustu fyrir sýsluna. Þótt ég hafi nefnt ákveðið dæmi, er það síður en svo einsdæmi; svipaða sögu er að segja víðar af landinu. Þriðja leiðin til að fá gömlu lireppslróka- söfnunum og lestrarfélögununr nýtt Jrlut- verk og aukið gildi er að flytja þau í heima- vistar- og heimanakstursskóla í dreifbýlinu. 1‘etta lrefur allvíða gerst og gefur góða raun, ef vel tekst til. Sá er helsti hængur á þessari ráðstöfun, að starfslið þessara skóla er mjög lrvarflandi og tíð skipti á kennurum. En eins og aðrar þjónustustofnanir eru bóka- söfn mjög viðkvænr fyrir Jausatökunr í um- liirðu, rekstri og umgengni. Festa þarf að ríkja í starfsemi frá ári til árs, ef vænta á góðs árangurs. Komið hefur á daginn, að þar senr oft er skipt um umsjónarmann bókasafns, senr komið Irefur verið fyrir í skóla, lrvort sem um er að ræða skólastjóra eða kennara, vilja lausatök verða á hlutum og not af safninu ekki sem skyldi. En þar sem þetta er í góðu lrorfi, hefur reynslan sýnt, að margt mælir með því að gömlu Irreppsbókasöfnin séu starfrækt á nýjum skólasetrum. Hinar nýju stofnanir fá þar á auðveldan hátt allmikinn bókakost, sem erf- itt er að fá á annan hátt, og nemendur skól- anna eru sjálfkrafa tengiliður nrilli bóka- safns og heimila og geta því flutt bækurnar nrilli safns og lesenda á ódýran og fyrirhafn- arlítinn liátt. En hér þarf skipulag á hlutum, lifandi álruga og ákveðið hugarfar. Tilgang- urinn þarf að vera vakandi í starfi umsjón- armanns, svo að gagrri komi. Áður en skilist er við lestrarfélög og lítil bókasöfn í dreifbýlinu, er rétt að ræða ör- 52

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.