Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 8
GRÍMUR M. HELGASON Haldið til haga Hið austfirzka lestrarfélag. Síðastliðinn vetur llutti ég nokkra stutta útvarpsþætti um ýmis skrifuð gögn og hand- rit, sem varðveitt eru í handritasafni Lands- bókasafns, svo sem sveitarblöð, fundargerða- bækur o. fl. Voru þættirnir fluttir undir heitinu Haldið lil haga í því skyni að bvetja fólk til þess að láta ekki skrifuð gögn eða handrit, sem eitthvert varðveizlugildi kynnu að hafa, fara í súginn, og helzt að beina þeim til safna. Einn þátturinn fjallaði um lestrarfélög og fundargerðabækur þeirra og þó sérstaklega um Hið austfirzka lestrarfélag 1835—1854. Saga lestrarfélaganna er auðvitað miklu meiri en svo, að henni verði gerð nægileg skil í slíkum þætti. Ég veit ekki til, að hún hafi verið betur rakin en Lúðvík Kristjáns- son rithöfundur gerir í fyrra bindi bókar sinnar um Vestlendinga, sem út kom 1953 og ég studdist að nokkru við í þættinum, sem hér fer á eftir. Fyrsta lestrarfélagið, sem stofnað var til hér á landi og jafnframt fyrsta bókasafnið, sem hópur manna stóð að, var Lestrarfélag Suðurlands. Því var komið á fót árið 1790. Voru samtök um sameiginleg bókakaup áður óþekkt liér á landi. Leifar þessa bóka- safns voru seldar árið 1828 og andvirði bók- anna látið renna til Landsbókasafns, sem stofnað var 10 árum fyrr. Samkvæmt sam- þykktum eða reglum félagsins áttu allir embættismenn í Borgarfjarðar-, Kjósar-, Gullbringu-, Árnes- og Rangárvallasýslu, andlegrar og veraldlegrar stéttar, að eiga „liðugan gang inn í félagsskap þennan, einn- ig þeir, er bóknám stunda, og annað heiðar- legt fólk, ef hagir þeirra eru svo, að þeim megi fyrir bókunum trúa“. Sakir þess hve inngöngueyrir og árgjald í félagi þessu var hátt, hefur alþýða manna varla átt þar greið- an gang, jafnvel þótt hún væri talin til heiðarlegs fólks, auk þess sem bækur félags- ins voru á erlendum málum. Frumkvæði að þessari bókasafnsmyndun átti Magnús Step- hensen dómstjóri. Tveimur árum eftir að Lestrarfélag Suð- urlands var sett á laggirnar, árið 1792, stofn- aði Stefán Thorarensen amtmaður Hið norðlenzka lestrarfélag, sem náði yfir Eyja- fjarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur. 40

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.