Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 6
mennt vísindabókasafn og ekki bundið við
háskólaþarfir, þótt háskólakennarar hefðu
forgang til þess að halda lánsbókum hjá sér,
það var annað. Það var sama útlánsregla og
gilti í Landsbókasafni. Af því að sömu regl-
ur giltu um útlán erlendra rita í Háskóla-
bókasafni og Landsbókasafni varð þróunin
sú að útlán Háskólabókasafnsins uxu nokk-
uð, upp í þetta 6—10.000 bindi, samfara því,
sem útlán Landsbókasafnsins höfðu orðið
mjög fá ár hvert.
Hvernig líst pér d sameiningu pessara
tveggja safna og hvernig heldur pú að fyrir-
hugaðri Þjóðarbókhlöðu takist að rækja
hlutverk sitt?
Ég man ekki hvenær ég fór fyrst að róa
undir um sameiginlegt hús fyrir Landsbóka-
safn og Háskólabókasafn, en ég trúði á nauð-
syn þess a. m. k. frá ársbyrjun 1946, því þá
fór ég til Svíþjóðar og var þar mikinn liluta
sumars. Ég leitaði þar alls staðar að fyrir-
myndum, sem mér þóttu hæfa þessari sam-
steypu. Og alltaf þegar mér liefur þótt
henta, hef ég einhvern áróður haft fyrir
samsteypu þessara safna um leið og hún yrði
tímabær, en reynt hef ég að varast að klifa
á þessu svo ótt og títt, að hugmyndin færi í
leiða hjá öllum góðum mönnum. Ég fagna
því að framkvæmd verður sú hugmynd, sem
lögboðin er í 8. gr. Landsbókasafnslaganna
og vona að það dragist nú ekki.
Ég hef trú á því að hið nýja liús muni
gera þjónustu við Háskólann og aðrar vís-
indastofnanir auðveldari. Hið sameiginlega
vísindabókasafn, sem í þjóðarbókhlöðunni
skal vera, þarf ég ekki að skýra, það verður
miðstöð og móðir allra rannsóknarbóka-
safna í Reykjavík og víðar. En nú er það
framsýnna manna mál, að öll slík bókasöfn
tækniþróaðra þjóða hljóti að starfa saman
sem eitt óendanlega stórt vísindabókasafn,
og hið íslenzka safn verður þá eðlilegur þátt-
ur í þekkingarkerfi vestrænna þjóða.
Hvenœr og hvers vegna hófst pú kennslu
í bókasafnsfræðum?
Kennsla í bókasafnsfræðum hófst án þess
að ég vissi af því. Þar sem enginn annar
fastur starfsmaður var við safnið, leyfði Há-
skólaráð mér að taka stúdenta, oft tvo í
senn, á Dagsbrúnarkaupi í vinnu við ein-
föld verk, og til þess að það færi vel úr
hendi þurfti ég vitanlega að segja þeim til.
Stundum voru fjórir alls yfir veturinn, en
að því miðaði þó að þeir væru færri og þá
heilan vetur og til voru þeir, sem voru leng-
ur en það. Ekki tel ég þá upp en get þess
þó, að einn maður með góða bókavarðar-
menntun kom til mín upp á þessi kjör, Ól-
afur Hjartar, síðar bókavörður í Lands-
bókasafni.
Til þess að þessi innansafnsþjálfun hefði
lítið eitt langsýnna markmið en hún hafði
fengið, stakk ég upp á því við Heimspeki-
deildina, að þeir fengju að taka BA-próf,
fyrst 2 stig, síðan leyfð 3, innan þess BA-
greina kerfis sem smám saman var að þróast
í deildinni. Þetta fengum við Þorkell )ó-
hannesSon staðfest með ráðherrabréfi Gylfa
Gíslasonar í jan. 1958 og tel ég upphaf hinn-
ar reglubundnu bókasafnsfræðikennslu frá
útgáfu þess bréfs. Áður var þetta utan við öll
lög og rétt, en hefur verið fastbundið Heim-
spekideildinni og á hennar ábyrgð síðan.
Þeir, sem fyrstir luku þessu prófi voru
Ólafur Pálmason og Einar Sigurðsson, sem
síðar hafa tekið við mikilvægum embættum.
Þið Ólafur Hjartar gáfuð út Bókasafnsrit
I. Hver voru tildrög pess og hvers vegna
varð ekki framhald á?
Nú verð ég að mæla öllum ófullkomleika
bót og vitna í mann, sem mér var vitrari.
Einhvern tíma á fyrstu háskólabókavarðar-
árunum kom ég að hitta Þorkel Jóhannes-
son fyrrum landsbókavörð, en hann var
söguprófessor þá, og ég bar mig upp undan
því að alltaf væri ólesturinn mikill sökum
38