Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 26

Bókasafnið - 01.08.1974, Blaðsíða 26
Stofnun starfsmannafél. Borgarbókasafns Reykjavíkur Sunnudaginn 3. nóvember sl. var efnt til umræðu- fundar innan Borgarbókasafns Reykjavíkur. Tilefni fundarins var stofnun starfsmannafélags safnsins. Fund- urinn var vel sóttur. Þangað komu 32 af 53 starfsmönn- um stofnunarinnar. Fimm manna undirbúningsnefnd gerði grein fyrir bugmyndum sínum. Samþykkt var, að umrædd nefnd gerði lagatillögu, sem lögð skyldi fyrir næsta fund. Framhaldsstofnfundur var síðan haldinn sunnudag- inn 8. desember og þar voru iög félagsins samþykkt. Heili félagsins er Starfsmannafélag Borgarbókasafns Reykjavíkur. Stofnendur voru 39. E. B. G. Islensk bókatíðindi Nýlega hefur Bókasafninu borist 1. li. íslenskra bóka- tíðinda, sem gefin eru út af Bóksalafélagi íslands. Eina efni þessa heftis er íslensk bókaskrá jan,—nóv. 1974, tekin saman af þjóðdeild Landsbókasafns íslands. Þar sem hér er um niýjung að ræða, leitaði lilaðið upplýs- inga hjá Ólafi Pálmasyni um útgáfu þessa. Ólafur sagði, að þetta hefti væri upphaf að samvinnu Bóksalafélags íslands og Landsbókasafnsins. Stæði til, að Bóksalafélag íslands legði safninu til eilt eintak af hverri bók, eins og hún er lögð á búðarborðið, en Landsbókasafnið annaðist gerð bókaskrár, sem birtist í þessu tfmariti, íslcnskum bókatíðinduin. Slík samvinna ætti sér fyrir- myndir á hinum Norðurlöndunum. Gert mun ráð fyrir, að íslensk bókatfðindi flytji einnig annað efni en bóka- skrána eina. Um bókaskrána er annars það að segja, að við gerð hennar er um nokkra nýjung að ræða. Notaður er svokallaður IFLA-staðall, sem endanlega var gengið frá á IFLA-þinginu í Grenoble 1973. Er íslaml fyrst Norðurlanda lil að taka upp þennan slaðal bókar- lýsingar, en nánar verður gerð grein fyrir honum f inngangi bókaskrár ársins 1974, sem gert er ráð fyrir að út komi 1975. P.S. Alþjóðasamband bókavarða Aljrjóðasambaiid bókavarða (IFLA) heldur næsta |>ing sitt f Oslo dagana 11,—16. ágúst 1975. Þeir, sem hafa hug á þátttöku í þingi þessu, skulu liafa samband við Bókavarðafélag íslands fyrir 1. maí 1975 P.S. Skylduskil til safna Lagt hcfur verið fram á alþingi frumvarp til laga um skylduskil til bókasafna, en samhljóða frumvarp var lagt frain á alþingi í fyrra. Megihbreytingar þær, scm felast í frumvarpinu, eru í því fólgnar, að eintökum, sem skylt er skila er fækkað úr 12 í 4, en aftur á móti er gert ráð fyrir, að skilaskyldan nái einnig til hljómplatna og hliðstæðs efnis, sem nú er ekki skilað. Þá er í I. gr. frumvarpsins gerð grein fyrir tilgang- inum með skilaskyldunni og í 5. gr. kveðið nánar á um varðveislu efnisins. Annars er of snemmt að gera nánari grein fyrir jressu máli, þar sem óvfst er, hver örlög frumvarpið hlýtur á aljnngi. P. S. Bogens Verden J0rn 'rpnncsen ritstjóri Bogens Verdcn, málgagns danska bókavarðafélagsins, sat landsfund bókavarða í sept. sl. sem fulltrúi danskra bókavarða. Mæltist hann til þess, að Bókasafnið og Bogens Verden skiptust á greinum og öðru efni. Rétt cr að hvetja íslenska bóka- verði til að kaupa Bogens Verden, því ]>ar er fjallað um mál á nokkuð annan hátt en liór er gert og er hollt að kynnast framandi sjónarmiðum. Blað jretta verður kynnt rækilegar síðar ásamt ýmsum öðrum tímaritum. P.S. Frá Menningarstofnun Bandaiíkjanna Dagana 12.—24. júní sl. kom ungfrú Anne Davis í fjórða sinn til íslands. Hún er íslenskum hókavörðum að góðu ktinii frá fyrri heimsóknum og hefur hún heimsótl flest söfnin í Reykjavík og hitt marga bóka- verði. Bókavörðum var boðið í safnið 18. júní til jress að ræða við ungfrúna og heyra um nýjungar í amer- fskum bókasöfnum. Dr. Lester E. Asheim prófessor í bókasafnsfræðum við Háskólann í Chicago hélt í safninu þann 7. okt. fyrirlestur, sem nefndist „The future of libraries". Hann hcimsótti einnig Háskóla íslands og ræddi við starfsmenn jiar. P. S. Greinar um íslensk bókasöfn Nýlega er komið út 11. bindi safnverksins Encyclo- pedia of Library and Information Science, með upp- flettiorðum, sem byrja á H og I. Þeir Einar Sigurðsson og Finnbogi Guðmundsson rita þar sína greinina livor; Einar um bókasöfn á íslandi og Finnbogi um Landsbókasafnið sérstaklega. í greinum jressum kemur fram mikill fróðleikur um bókasöfn á Islandi og mál- efni tengd þeim. P. S. Héraðsbókasafnið í Höfn Héraðsbókasafnið í Hornafirði er um þessar mundir að flytja í ný húsakynni í þjónustuhúsi sveitarfélags- ins. Þar verða skrifstofur hreppsins, lögreglustöð o. fl. Fær bókasafnið þarna um 70 ferm. húsrými á götu- hæð. Er ætlunin að auka þjónustu þess að talsverðu leyti frá |ní sem áður var. Áður var safnið í félags- heimilinu Sindrabæ og bjó við mjög þröngan húsakost. S.J. 58

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.