Bókasafnið - 01.01.1975, Qupperneq 14

Bókasafnið - 01.01.1975, Qupperneq 14
„Bókasafnið á að líkjast grísku menningartorgi” Litið inn í Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi og rætt við Stefaníu Eiríksdóttur bókavörð. Akranes snemma vors í góðu veðri. Við Hrafn Harðarson göngum í gegnum bæinn og stefnum á nýlegt tveggja hæða hús, sem reist hefur verið í nýja hluta bæjarins. Það er Bókhlaðan við Heiðarbraut 40. Við er- um hingað komin til að ræða við Stefaníu Eiríksdóttur og takamyndir. Umhverfis hús- ið er grasi gróin lóð.og há girðing- Við för- um fram hjá sjúkrahúsinu og símstöðinni og komum reyndar ekki réttu megin að húsinu heldur verðurn að ganga í kringum það til að komast inn. Hefði ekki verið réttara að snúa innganginum í suður út að torginu og miðbænum, sem korna skal hér? Mér til ánægju sé ég, að við innganginn hefur verið kornið fyrir skábraut, svo fatlað- ur maður kemst auðveldlega inn í húsið. Annars er sjálfstætt bókasafn í sjúkrahús- inu, sem sjúklingar þar hafa aðgang að. Stefanía tekur okkur tveim höndum og við njótum gestrisni hennar og frásagnargleði. Hún sýnir okkur húsið og við gefum henni orðið: „Á neðri hæð Bókhlöðunnar höfum við til afnota 2/3 hluta af hæðinni og í kjallara stóra bókageymslu, sem hefur verið stúkuð í sundur og nýtt að hluta sem sýningarsalur. 1/3 hluti neðri hæðar, þ. e. barnadeildin (útlána- og lesstofa) var á sínum tíma leigð- ur menntadeild gagnfræðaskólans á meðan beðið var eftir stækkun skólans. Á sl. ári flutti skólinn úr Bókhlöðunni í ný húsa- kynni og þar með eru þessar tvær stofur, sem um var að ræða, auðar. Áætlað var að opna barnabókasafnið og lesstofuna í þessu hús- rýrni sl. haust, en framkvæmdir hafa dreg- ist að því er mér finnst allt of lengi. Við þurfum nauðsynlega á þessu viðbótarhús- næði að halda og þarna er um lítið verk að ræða, en bæjaryfirvöld gætu svarað því hvers vegna þetta hefur dregist svo lengi.“ Við virðum fyrir okkur þessi tómu her- 14

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.