Bókasafnið - 01.01.1975, Síða 20
Fréttir
POHJOISKALOTIN KIRJASTOKOKOUS
Dagana 26. til 30. maí sl. var haldin í borginni Ro-
vaniemi í Norður-Finnlandi 5. Norðurkalotten bóka-
safnaráðstefnan (Pohjoiskalotin kirjatokokous). Megin-
efni ráðstefnunnar var rannsóknir í heimskautslöndum,
rannsóknarstofnanir og útgáfustarfsemi og þjónusta
bókasafna við þessar rannsóknir. Fyrirlestrar og um-
ræður fóru fram á ensku.
íslendingar hafa ekki tekið þátt 1 fyrri Norðurkalott-
en bókasafnaráðstefnum en þessu sinni var tveimur ís-
lendingum boðin þátttaka, þeim Guðrúnu Karlsdóttur,
bókaverði í Háskólabókasafni, og Þórdísi Þorvaldsdótt-
ur, bókaverði Norræna hússins. Fluttu þær erindi af
íslands hálfu. Var erindi Guðrúnar tvíþætt og nefndist
fyrri hluti þess The Icelandic University Library aml
its connection uiith research, en síðari hlutinn Volcano-
logical research og var í þeim hluta einkum fjallað um
Norrænu eldfjallarannsóknastöðina í Reykjavík. Erindi
Þórdfsar fjallaði um starfsemi Norræna hússins í
Reykjavík og nefndist það Nordic Honse in Reykjavik,
Iceland.
Ráðstefnutia sóttu tæplega 60 bókaverðir og starfs-
menn rannsóknarstofnana. Voru þeir frá Kanada,
Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grænlandi og
Ílalíu auk Norðurlandabúanna.
Erindi flutt á ráðstefnunni önnur en þau, er fyrr
voru talin, voru þessi liin helztu:
Research Society of Lapland (Dr. Erkki Lahde, for-
stöðumaður RSL),
Public libraries in Finnish Lapland (Anneli Ayriis,
bókafulltrúi),
Oulu University Library/Ottlu University and arctic
research (Irene I’elli, bókavörður),
Research Institute of Norlhern Finland (Ph. Lic. Eino
Siuruainen),
Nordic Council for arctic medical research (Hans Aker-
blom, prófessor),
Library of the Geological Survey of Finland (Ph. D.
Marjatta Okko),
l’ublic libraries in Northern Svveden (Norrbotten)/'
Luleá Library (Eva Viirman, bókavörður),
Library busses in Gallivare, N Sweden (Marianne Berg-
gren, bókavörður),
Tornedalen Library, Overtorneá/Sweden and history of
the Nordkalottens biblioteksmöte (Library conferenc-
es of the North Cap) (Carin Ullberg, bókavörður),
Umeá University Library (Paul Sjögren, bókavörður),
Public libraries in Northern Nonvay (Sissel Jakola,
bókavörður),
Troms University Library/Troms University and arctic
research (Jolni Wolcl, bókavörður),
Scandinavian Institute for the Lapps (Alf Isak Keskita-
lo, deildarstjóri),
Libraries in Greenland (Hans Westermann, bókavörð-
ur),
Instituto Geografico l’olare, Italy (Silvio Zavatti, pró-
fessor).
Efni til umræðna á lokadegi ráðstefnu voru m. a.
þessi:
Northern information sources,
Bibliögraphies,
Directories,
Booklists.
Margt fleira bar á góma.
í tengslum við ráðstefnuna voru skoðuð söfn og
rannsóknarstofnanir í Rovaniemi og nágrenni. Einnig
var farið í þrjár lengri rannsóknar- og kynnisferðir. Var
valið um hinar tvær fyrri, þar sem þær voru farnar
meðan mótið stóð enn. Fóru því sumir til Sodankylá og
fleiri staða norður af Rovaniemi, en aðrir, þar á meðal
íslenzku þátttakendurnir, kusu að halda suður á bóg-
inn, til Oulu. Þriðja ferðin var farin að mótinu loknu
og stóð hún þrjá daga. Var haldið til Vads0 í Noregi
með viðkomu víða á leiðinni, en þaðan snúið aftur til
Rovaniemi. Að mótinu loknu hélt Þórdís suður Finn-
land og skoðaði ýmis söfn þarlend, en Guðrún fór
hins vegar yfir til Svíþjóðar og lieimsótti nokkur söfn í
Norrbotten.
20