Bókasafnið - 01.01.1975, Síða 22
FRÁ ÞJÓBHAGSSTOFNUN
Útgjöld hins opinbera til bókasafna
skv. fjdrlögnm og fjdrhagsdætlumim 1975.
Tölur i j)ús. kr.i
RÍKIF):
Til almcnningsbókasafna ..................... 9.670
Landsbókasafn ............................. 28.930
Þjóðskjalasafn .............................. 15.400
Safnahúsið .................................. 4.187
Háskólabókasafn ............................. 17.779
Handritastofnun ............................. 30.134
Annað ...................................... 15.7001
121.800
SVEITARFÉLÖGIN:
Borgarbókasafnið í Reykjavík ............... 74.9442
Lausleg áætlun um önnur sveitarfélög ........ 66.500
141.444
Samtals frá ríki og sveitarfélögum ........ 263.244
Útgjöld ríkis og sveitarfélaga til bókasafna
sem hlutfall af heildarútgjöldum til mennta-
mála ........................................ 2i/2%
1 Þar af Byggingarsjóður Þjóðarbókhlöðu . . 15.000
2 Þar af til byggingar Borgarbókasafns.... 5.000
l Sumar þessara upphæða hafa verið lækkaðar frá upp-
haflegri áætlun. — llitstj.
BÓKASÖFN OG SKÓLAR!
ALFRÆÐI BARNANNA er nýr bóka-
flokkur, sem Bjallan hefur gefið út.
Bjöllubækurnar eru þroskandi lesefni
fyrir börn og unglinga. Þær sameina
bestu kosti barnabóka: fræðandi
og skemmtilegur texti ásamt góðum
skýringarmyndum í litum.
1. Forsöguleg dýr 4. Úr heimi skor-
2. Tölur og hlutföll dýranna
3. í fjöruborðinu 5. Vatnið
6. Blómjuríir
Enn eru fáanlegar af eldri bókum:
1. Mannslíkaminn 4. Nætur-
2. Geimferðir himinninn
3. Merkar upp- 5. Bíllinn
finningar 6. Ljós, speglar og
linsur
BJALLAN SF.
SÍMI 32117 - PÓSTHÓLF 7024 - REYKJAVÍK
þ. e. öll spjöld yfir allar bækur ársins. Vegna vinnunnar
reyndist þetta ódýrara í upphafi. Nú hefur komið á
daginn að ýmsir aðilar kveinka sér við að taka öll
spjöld sem fylgja útgáfubókum livers árs og telja sig
ekki hafa þörf eða rúm fyrir þctta spjaldainagn. Því
hefur nú verið tekið til athugunar hvort fært sé að
selja spjöld yfir ákveðna bókatitla eftir pöntun. Mun
verða fljótt úr þessu skorið þegar starfsemiu er komin
í sæmilegt horf. Að vísu má gera ráð fyrir að lítið
spjaldamagn verði tiltölulega dýrara en heildarmagnið
þar sem mikil vinna er við að afgreiða samkvæmt slík-
um pöntunum. En það verður þá að ráðast.
Efalaust er Skráningarmiðstöð bókasafna eitt merk-
asta framfaraspor í bókasafnsmálum á síðari árum. Hún
stuðlar að samræmingu í flokkun og skráningu bóka í
öllum bókasöfnum landsins. Hún sparar geysimikla
vinnu í söfnunum. Hún gerir öllum söfnum landsins
mögulegt að hafa fullkomna spjaldskrá á komandi árum
þótt vinnukraftur sé af skornum skammti. Spjöldin eru
til leiðbeiningar um hvernig skrá skuli eldri bækur í
söfnunum og því verður hægara um vik að skrá eldri
bókakost eftir hendinni.
Að öllu þessu athuguðu er ærin ástæða til að hvetja
forráðamenn bókasafna til að kaupa spjöld Skráningar-
miðstöðvarinnar svo að hún geti veitt scm besta þjón-
ustu. S. J.
Samskrá um erlend tímarit
Eins og bókavörðum er kunnugt, er ráðgert að gefa
hérlcndis út samskrá um erlend tímarit í íslenskurn
bókasöfnum, en lengi hefur verið mikil þörf á slíkri
skrá. Landsbókasafn annast útgáfuna, en Háskólabóka-
safn hefur aðstoðað við undirbúning. Þessi undirbún-
ingur hófst 1973, en í ágúst 1974 sendi landsbókavörður
um 70 bókasöfnum bréf, þar sem þess er farið á leit, að
J)au leggi til efni í ritið. Undirtektir við Jressari mála-
leitan voru góðar. í september og október fóru tveir
bókaverðir, annar frá Landsbókasafni, hinn frá ILá-
skólabókasafni, í væntanleg aðildarsöfn og leiðbeindu
um skráningu tfmaritanna. Var efni í ritið þegar farið
að berast á árinu 1974.
Nú í sumar hefur starfsmaður í Landsbókasafni unn-
ið að undirbúningi skrárinnar undir prentun. Stefnt
er að því, að hún geti komið út síðla á þessu ári. Þ. R.
22