Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Síða 18

Bókasafnið - 01.10.1982, Síða 18
Heimsókn í kínverska Þjóöarbókasafniö í Peking: 11 niillj. bóka, og þar af 30 íslenskar I aðaldyrum kínversku þjóðarbók- hlöðunnar bíða mín þau Yuan Shuying móttökustjóri og aðstoðarmaður hennar Yang Hongbo. Gestir eru leiddir til sér- staks móttökusalar þar sem þeginn er tesopi í köldu og þægilegu umhverfi. Peking um mitt sumar er heit og rök borg, en í þessu mikla bókasafni er hitastigið öllum að skapi. Jafnvel í dag í úrhellisrigningunni er hitastigið nálægt 30 gráðum á Celsíus. Þjóðarbókasafnið í Kína hét áður fyrr Þjóðarbókasafnið í Beijing (Peking) og var það stofnað í lok valdatíðar Quing- ættarinnar og formlega var það opnað 1912. í sumar er því minnst 70 ára af- mælis safnsins. Það þykir ekki löng ævi af safni að vera, en engu að síður hefur safnið stækkað hratt, og í safninu er margt fomra rita og nýrra. Þau elstu eru allt að 700 ára gömul. Þegar við stofnun safnsins tók það yfir þrjú önnur söfn og hefur síðan safnað að sér fjölmörgum merkilegum handritum og bókum. Byggingin þar sem Þjóðarbókasafnið stendur nú var reist 1931. Hún stendur rétt fyrir vestan hinn fagra Beihai— skemmtigarð. Upphaflega_var bygging- in 8000 fermetrar að gólffleti, en eftir byltinguna 1949 var bætt við hana og útibú reist, alls 50.000 fermetrar. Kan- nski ekki að undra, því Maó formaður starfaði sem bókavörður fyrr á árum! Núna á afmælinu er búið að ákveða að hefjast handa um enn verulega stækkun á grunnfleti safnsins, og senn verður hafist handa við byggingu 140.000 fer- metra safnhúss. I dag starfa 950 manns hjá safninu og skiptist það á ýmsar deildir, skrifstofu, starfsmannadeild, öryggisdeild, skipu- lagsdeild, fjármáladeild, aðfangadeild og hinar sérstöku deildir bóka, blaða og tímarita. Safnið heyrir undir menning- armálaráðuneyti landsins. í safninu eru nú 11 milljónir binda af bókum, tímaritum og öðrum útgáfum, og mun vera 5. stærsta bókasafn heims. Bækur eru meira en 5.6 milljónir binda, 60% á kínversku en 40% á erlendum málum, tímarit eru um 4.5 milljónir hefta. Megnið af þeim tímaritum, sem í safninu eru koma frá útlöndum og fjalla unt verkfræði, iðntækni og náttúruvís- indi, en um fimmtungur þeirra um fé- lagsvísindi. I safninu eru 3600 titlar dagblaða og fréttablaða. Þá er þar að finna viðamikið safn útgáfu Sameinuðu þjóðanna ogýmissa ríkisstjórna víða um heim. í sérsöfnum er að finna um 600 þúsund bindi. Þar eru m.a. handrit við- víkjandi byltingunni og handrituð skjöl og bækur prentaðar með „klissjum" úr viði frá því á tímum keisaraættanna. Kínverska alþýðulýðveldið er byggt upp af fjölmörgum þjóðum og þar eru töluð mörg tungumál, enda þótt mandarín-málið sé nú ríkismál. Safnið hefur því mörg rit í sinni vörslu á hinum ýmsu tungumálum, eða alls 60 þúsund bindi á 24 mismunandi málum Kín- verja. Fyrir útlending er það e.t.v. sérlega fróðlegt að ganga um lestrarsali hins mikla bókasafns. Mjög áberandi eru niðursokknir Kínverjar, sem sitja og skrifa upp úr erlendum tækniritum. Ég reyndi eftir megni að fylgjast með hvað þeir voru að gera. Einn sá ég önnum kafinn að „stúdera" aðferðir við plast- pökkun fyrirferðarmikillar vöru. Annar var að lesa sér til um smátölvur, þriðji var að lesa um trésmíðavélar o.s.frv. Stórir salir voru þéttsetnir fólki að kanna nútímatækni að vestan. Þetta segir í raun stóra sögu. Liðlega 10 ára tímabil menningarbyltingarinnar seinkaði öllum framförum í Kína, og í rauninni virðist heil kynslóð fólks hafa misst af lestinni, orðið útundan í sam- bandi við alla fræðslu. Ég gat ekki betur séð en að þeir sem í bókasafninu sátu, hafi margir hverjir einmitt verið af þeirri kynslóð. Þama var og að finna í öðrum les- stofum útlendinga og innfædda að lesa sér til um sögu Kína í fornum útgáfum keisaraættanna. Annars eru lesstofur safnsins 14 talsins og sæti fyrir rúmlega 700 gesti og sitja að meðaltali um 2000 18

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.