Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Page 21

Bókasafnið - 01.10.1982, Page 21
tölvur Tölvunotkun í íslenskum hnl/oenfmmi — eftir Þón Ragnarsson bókasafnsfræðing Hér á eftir fer örstutt yfirlit um tölvu- notkun í íslenskum bókasöfnum um þessar mundir og horfurnar á þessu sviði. Ljósmyndaútlán. I Borgarbókasafni hafa um árabil verið tíðkuð svonefnd ljósmyndaútlán. Þau felast í því að míkrómynd er tekin af skírteini lánþega, bókarvasa og tölvumiða (OCR-miða), en síðan vinnur tölva úr þessum gögnum og býr til vanskilalista. Skýrsluvélar rík- isins og Reykjavíkurborgar annast tölvuvinnsluna. Bókasafn Kópavogs tók upp sams konar ljósmyndaútlán í júlí 1981. Tölvuvinnsla safnsins er á vegum Reiknistofu bankanna og tölvudeildar Kópavogskaupstaðar. Beinar leitir í gagnabönkum erlendis. Þrír aðilar hérlendis gera beinar upplýs- ingaleitir í gagnabönkum erlendis. Þess- ir aðilar eru Upplýsingaþjónusta Rann- sóknaráðs, Bókasafn Landspítala og Bókasafn Hafrannsóknastofnunar, en síðastnefnda stofnunin er nýlega komin í samband við DIALOG í Bandaríkj- unum. fslensk bókaskrá. íslensk bókaskrá hefur verið tölvuunnin frá árinu 1980 (íslensk bókaskrá 1979) og jafnframt prentaður texti fyrir spjaldskrárspjöld. Skráning. Bókasafn Landspítala notar bandaríska skráningarþjónustu sem nefnd er MARCIVE. Fyrirtæki þetta annast skráningu rita, framleiðir spjald- skrárspjöld, örglæruskrár og einnig er mögulegt að fá skráningu á segulbönd- um. Þjónusta þessi þykir ódýr og gefur góða raun. Safndeild Háskólabókasafns í jarð- fræði hefur notfært sér örtölvu Norrænu eldfjallastöðvarinnar og skráir inn á hana greinar og bækur urn jarðfræði fs- lands. Unnt er að leita í skránni eftir höfundum og efnisorðum. Tölvunefnd. Tölvunefnd bókasafna var sett á laggirnar í febrúar 1981. Lagði hún fram tillögur sínar í maí 1981 og febrúar 1982. Tillögurnar fela í megin- atriðum í sér: — að komið verði á fót sameiginlegu skráningarkerfi fyrir bókasöfnin; — að samið verði MARC-snið til notk- unar í íslenskum bókasöfnum; -— að Landsbókasafn taki upp þetta nýjasta snið og samin verði forrit til þess að vinna íslenska bókaskrá skv. því; — að keypt verði örtölva til Lands- bókasafns. Örtölva af gerðinni North Star Horizon barst Landsbókasafni snemma árs 1982 og hefur hún verið notuð við innskrift þjóðbókaskrár. í ársbyrjun 1982 lá fyrir uppkast að MARC-sniði fyrir íslensk bókasöfn, nefnt ísMARC. Hefur tölvunefndin umsjón með gerð þess. Voru haldnir nokkrir fundir með skráningarnefnd og flokkunarnefnd þar sem uppkastið var rækilega lesið yfir. Fyrstu viku júlí-mánaðar kom hingað til lands á vegum Landsbókasafns Mogens Weitemeyer, bókavörður í Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn, en hann hefur sérþekkingu á MARC-kerfum. Fór hann yfir upp- kastið að ísMARC og veitti ýmsar gagnlegar ráðleggingar. Þess er að vænta að ísMARC liggi fyrir til notkunar í haust. Kennsla í bókasafnsfrxði. Tölvunotk- un í þágu bókasafna hefur verið á kennsluskrá bókasafnsfræði i Háskóla fslands allt frá árinu 1975. Á næsta kennsluári verða væntanlega þrjú nám- skeið sem varða tölvumálin; þau eru þessi: 1) tölvunotkun í bókasöfnum, 2) upplýsingakerfi og tölvunotkun og 3) beinar leitir í tölvu. ÖRFILMU LESARAR Tækni framtíðarinnar.. hjá okkur í dag KJARAINI HF skrifstofuvélar & verkstæði — Armúli 22 - slMi 83022

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.